Fálkinn


Fálkinn - 03.02.1964, Page 27

Fálkinn - 03.02.1964, Page 27
setakosningarnar átti Joseph Kennedy viðtal við blaðamenn. Hann lét þessi orð falla: „Ég gæfi fúslega aleigu mína til að halda Bandarikjunum utan við styrjöldina. Það væri ekkert vit í því að skerast í leikinn. Við tækjum aðeins á okkur byrðar annarra. Hvað hefðum við upp úr því? Lýðræðið er búið að vera í Englandi. Það er ekki að berjast fyrir lýð- ræði. Það er firra. Það er að * berjast fyrir tilveru sinni. Meðan það heldur velli, skul- um við veita því þá aðstoð, sem það þarfnast, en við skul- ’ um einskis vænta í staðinn.“ Viðtalið olli fjaðrafoki. Innan samtaka bandarískra einangr- unarsinna, America First, kom til umræðu að velja Joseph Kennedy til formanns samtak- anna. Til þess kom þó ekki. Joseph Kennedy hélt aftur til sendiráðs síns. En í árslok 1940 sagði hann af sér sendiherra- starfinu. Snemma árs 1941 kom Harry Hopkins til London erinda Roosevelts. Hann átti viðræður við Churchill. Um þær skrifaði Roosevelt: „Ég sagði honum, að ýmsir væru þeirrar skoðunar, að honum, Churchill, væri lítt um Banda- ríkin, Bandaríkjamenn og Roosevelt gefið. Hann hóf þá árás á Kennedy sendiherra, sem hann taldi valdan að þeim skoðunum.“ Jack bjó ritgerð sína til birt- ingar eftir brottskráningu sína frá Harvard-háskóla. Hann valdí henni nýjan titil, Why England Slept, Vegna hvers England svaf. Titill sá minnti á bók Winstons Churchills, While England Slept. Bókin kom út í áliðnum júlímánuði. Henni var vel tekið. Um 80.000 eintök bókarinnar seldust, 55.000 í Bandaríkjunum og 25,000 í Bretlandi. Gagnrýn- endur furðuðu sig á öruggri » dómgreind þessa kornunga manns, sem þá var tuttugu og þriggja ára gamall. En þegar bókin kom út, munu aðrir * Bandaríkj amenn ekki hafa skrifað honum öllu betur um aðdraganda II. heimsstyrjald- arinnar. í formála fer hann þessum orðum um ábyrgðina á óför- um Bretlands 1940: „Með því að halda því fram, að öll sökin hvíli á herðum Neville Cham- berlain eða Stanley Baldwin er að láta sér sjást yfir hið auðsæja ... (Ef) Hitler tekst að vinna styrjöldina, verður staða Bandarikjanna ákaflega svipuð stöðu Englands síðasta áratuginn ... Og sem Englend- ingar höfum við ávallt talið okkur vera óhulta fyrir innrás. En flugvélin breytti stöðu Eng- lands og kann að breyta okkur. í upphafi bókarinnar segir hann: „Eitt allra stórveldanna dró Bretland úr fjárveitingum til herja sinna árin 1926 til 1931... Þær skoðanir, sem þorri manna aðhylltist í Bret- landi (í lok þriðja tugs aldar- innar) voru: í fyrsta lagi sú hugmynd, að vígbúnaður leiddi til styrjaldar: í öðru lagi sú trú, að vígbúnaður væri áfall fyrir þjóðabandalagið; í þriðja lagi, að Evrópa yrði að ná sam- komulagi um afvopnun á ráð- stefnunni, sem boðuð hafði ver- ið 1932, ef friður ætti að hald- ast; í fjórða lagi það viðhorf, að Bretland hefði eitt síns liðs afvopnast á þriðja tugi aldar- innar og bæri að halda áfram þeirri stefnu; í fimmta lagi, að styrkur friðarhreyfingarinnar væri mikill; og í sjötta lagi sú skoðun, að (landfræðileg) að- skil Englands frá meginland- inu veittu því (hernaðarlegt) ónæmi.“ Hann heldur áfram: „ .. fyr- irboði þess, sem koma átti, var innrás Japana í Mansjúríu í september 1931. Hún sýndist í fyrstu vera staðbundið fyrir- bæri. Það var fyrst eftir að hafa verið vitni að innrásinni í Abessyniu, innrásinni í Rínar- löndin og öllum þeim öðrum atburðum, sem leiddu til nú- verandi styrjaldar, að menn sáu að hún var upphaf endisins. .... Það hafa verið talin ein mestu mistök brezkra stjórnar- forystumanna eftir heimsstyrj- öldina að láta undir höfuð leggjast að taka fram fyrir hendur Japana, þótt Banda- ríkin fyrir tilstilli Stimsons hafi heitið samvinnu sinni. Sir John Simon sló hendi við til- boði Stimsons um samvinnu, og Bandaríkin tóku upp hefðbundna einangrunarstefnu sína. Sir John Simon var ákaf- lega óheppinn og óstjórnkænn, þegar hann flutti mál brezku ríkisstjórnarinnar. Ég á við ræðu hans um vopnasölubann- ið á Japan og Kína og einnig við ræðu hans um Lytton- skýrsluna, en eftir að hafa hlýtt á hana sagði japanski fulltrú- inn, Matswoka, að Sir John Simon hefði á hálftíma sagt það, sem hann hefði í margar vikur verið að reyna að segja á þingi Þjóðabandalagsins ...“ „Adolf Hitler varð kanzlari þýzka ríkisins 20. janúar (’33) og Japan tilkynnti, að það drægi sig til baka úr Þjóða- bandalaginu. Harmleikurinn hafði hafizt fyrir alvöru... Eins og ég hef áður tekið fram, þurfa lýðræðisríki, sem í eðli sínu eru friðsöm að verða fyr- ir áverka til að þeim verði hrundið út í vígbúnað. Þau horfa ekki langt fram í tímann. Öllu heldur bregðast þau við kringumstæðum eftir hendinni. .... Það var ekki fyrr en Þjóðabandalaginu mistókst að stöðva Ítalíu 1936, að við kváðu hróp um einhliða vígbúnað ... Árin 1935, 1936 og 1937 fleygði flugvélasmíðum fram ... Hin- ar gömlu flugvélagerðir Frakk- lands urðu þá úreltar ... Af- leiðingin varð sú, að í septem- ber 1938 taldist franski flug- flotinn aðeins vafasamur ávinn- ingur, þegar bezt lét... í fyrsta sinn í Englandi virðist hafa ríkt einhugur um vígbúnað . .“ „Neville Chamberlain tók við af Stanley Baldwin sem forsætisráðherra 31. maí 1936. f ræðu, sem hann flutti, þegar hann tók við stjórnarforyst- unni, boðaði hann stefnu þá, sem kennd hefur verið við ,,friðþægingu“... Stefna Cham- berlains var runnin af tvenn- um rótum. í fyrsta lagi trúði hann því einlæglega, að unnt yrði að finna einhvers konar lausn vandamála Evrópu . .. Jafnframt var hún byggð á þeirri vitneskju, að England væri lítt vígbúið 1937. Við víg- búnaðaráætlun þess skyldi lok- ið 1939 og 1940 ... Það er eng- um vafa undirorpið, að Cham- berlain lagði sig allmjög fram til að efla vígbúnað Englands .. Og menn gerðu sér miklar von- ir um það í Bretlandi, að ítalía yrði talin á að segja skilið við öxulveldin. Hvort sem við rök hafði að styðjast eða ekki var það sjónarmið þeirra, sem studdu Chamberlain.“ „Munchen-samkomulagið hef- ur verið gagnrýnt ofsalega og hvergi ofsalegar en í Banda- ríkjunum. Það stafaði að nokkru leyti, af skilningj okkar á því, að samkomulagið var öðru fremur sigur fyrir Hitler en ég held, að athugun á stöðu landanna tveggja leiði í ljós, að Chamberlain hafi ekki get- að gengið til styrjaldar, þótt hann hefði viljað það. Ég held því ekki fram, að Munchen- samkomulagið hafi einvörð- ungu verið afleiðing getuleysis Bretlands til að heyja styrj- öld ... Ég held, að Chamberlain hafi af einlægni talið að hann hefði tekið stórt skref til að græða opin sár Evrópu. Ég held að almenningsálitið í Evrópu hafi ekki verið svo drepið úr dróma að því marki að styðja hann til styrjaldar. Ég held, að Múnchen-samkomu- lagið hafi verið óhjákvæmilegt með tilliti til vöntunar á víg- búnaði einnar saman. Og enn- fremur höfðu bæði Kanada og Ástralía sent orðsendingar þess efnis, að sitthvað yrði sagt Sudeten — Þjóðverjum til málsbóta og að þau gætu ekki stutt Bretland í stríði. Suður- Afríka var eindregið andsnúin stríðinu af þessu tilefni." „Þá þarf að taka tillit til náinna tengsla ríkisstjórnarinn- ar og ensku yfirstéttarinnar, sem var mjög fráhverf stríði, að nokkru vegna sterkra hægri sjónarmiða sinna og samúðar með Þýzkalandi; að nokkru vegna þess að með því lyki sérstöðu hennar; og að nokkru vegna þess að hún gerði sér glögga grein þess, hvað því yrði samfara fyrir Bretland allt.“ „(Saga Bretlands millistríðs- árin) hefur verið dæmi um land með lýðræðislega stjórn- arhætti og kapitalistiskt hag- kerfi, sem er að reyna að keppa við nýtt einræðiskerfi, sem hvílir á hagkerfi undir sterku ríkiseftirliti. Fyrir land, sem býr við áþekka stjórnarhætti og áþekkt hagkerfi og England og Sem dag einn kann að standa með svipuðum hætti í samkeppni við einræðisland, ætti saga þess að vera dýrmæt lexía .. . Það er enginn vafi á, að það var ólán (Bretlands) að á þessu tímaskeiði var við stjórnarvölinn maður sem Stan- ley Baldwin, sem skorti fram- sýni einmitt þegar framsýni var þörf umfram alls annars. England þarfnaðist manns, sem gat séð út yfir líðandi stund og myndað sér framtíðarmat á skilyrðum og aðstæðum, sem breytingum væru undirorpn- 27 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.