Fálkinn - 03.02.1964, Page 31
Eins og þjófur
Framh. af bls. 28.
Ég gekk inn í litlu forstofuna
og gægðist inn í stofuna, sem
lá þrem þrepum neðar. Nú
logaði ekki lengur í arninum
en koparinn var gljáfægður og
hvergi nein aska.
Grafarþögnin var aðeins rof-
in af fótataki mínu.
Loftið var innibyrgt svo ég
opnaði dagstofugluggana upp á
gátt. Þegar ég sneri mér við og
sá hægindastólinn, sem Johnny
var vanur að sitja í þá fannst
mér allt í einu hann vera hér
enn. Þessi tilfinning var svo
rík að mér fannst ég raunveru-
lega sjá hann í stólnum. Þegar
ég kom inn í svefnherbergið,
sem mér hafði í rauninni aldrei
fallið í geð, hélt ég að þessi
tilfinning mundi hverfa, en ég
varð að opna allar hinar spegil-
þöktu skápadyr til þess að
ganga úr skugga um að Johnny
kæmi þar aldrei framar.
Ég reikaði eirðarlaus um öll
herbergin án þess að taka mér
neitt fyrir hendur.
Það var löngu alrokkið en
samt sem áður kom ég mér
ekki í rúmið. Ég stjakaði við
stól, sem mér virtist ekki á
réttum stað, strauk hendinni
eftir rykugri borðplötu og rann-
sakaði eldhússkápana. Allt var
með kyrrum kjörum. Nei —
ekki alveg. Andrúmsloftið í
húsinu var annað. Þögnin var
spennt, næstum ógnandi . . . Og
ég iðraðist þess að hafa tekið
húsið á leigu.
Ég reykti síðustu sígarettuna
úti á veröndinni.
Kæri Astró.
Ég er fædd 6. júní 1946
kiukkan 1,30 um nótt. Ég vinn
í frystihúsi og mig langar að
vita það helzta um framtíðina
og ástamálin. Hvernig er útlit
mannsins, sem ég giftist? Er
langt þangað til ég kynnist
honum eða þekki ég hann ef
til vill núna? Er ég heppin í
ástamálum eða óheppin? Hven-
ær giftist ég? Hvað mörg börn
eignast ég? Hvar á ég eftir að
búa í framtíðinni? Hvernig
verða fjármálin? Á ég eftir að
ferðast mikið, ef til vill til út-
landa?
Með fyrirfram þökk.
Lóló.
Svar til Lóló:
Maðurinn, sem þú giftist
verður nokkuð eldri heldur en
þú, enda muntu fá nokkurn
metnað til þess að ná þér í
stöndugan mann, þegar tímar
Gráleit sundurrifin skýin
dró fyrir tunglið við og við
en þess á milli kastaði tungl-
ið fölri skímu yfir landið.
Litli lækurinn varð silfurlitur
skammt frá en skuggarnir af
trjánum urðu enn dekkri.
Með hangandi hendi slökkti
ég í sígarettunni, gekk inn og
læsti dyrunum á eftir mér. Ég
tók mér sérstaklega langan
tíma til að afklæðast. Þögnin
í húsinu var óbærileg. Þegar
ég gat ekki fundið mér meira
til dundurs, slökkti ég ljósið og
dró gluggatjöldin frá. Hversu
oft hafði ekki Johnny staðið
í þessum sporum og séð tungl-
ið speglast í lauginni. Ekki
varð mér rótt við þá tilhugsun.
Vatnið i lauginni virtist dimmt
og kalt þrátt fyrir tunglskinið.
Ég skreið undir sængina og
lagði eyrun við áður en ég
sofnaði að lokum.
Ég get ekki sagt með vissu
hversu lengi ég svaf, þegar
ég hrökk upp af einhverjum
orsökum. Langa stund lá ég
og hreyfði hvorki legg né lið.
Ég hafði ekki vaknað við neitt
hljóð. En skyndilega varð mér
áþreifanlega ljóst að ég var
ekki ein. Það var einhver i
herberginu!
Framh. i næsta blaði.
Kvennagull
Framh at bls. 19
verið dásamlegt ef þú hefðir
ekki verið það.
— Það geta ekki allir verið
eins ríkir og Hugo.
— Satt er það. Fáir eru eins
ríkir og Hugo. En það er ekki
líða. Maðurinn verður dökk-
hærður, hugsandi og rólegur,
þéttvaxinn, tæplega meðal-
maður á hæð, orðvar, ennið
slétt, hátt og gáfulegt, hefur
góða hæfileika til að skipu-
leggja og standa fyrir fram-
kvæmdum. Hann er meira fyr-
ir dökka liti heldur en bjarta
og kann að vera nokkuð ein-
rænn í hugsunum, þegar erfið-
leikar steðja að. Hann verður
ötull að afla sér fjár til heim-
ilisins, en kynni samt oft að
lenda i erfiðleikum. Þú giftist
honum að öllum líkindum ekki
fyrr en undir þrítugt eða í
seinna lagi miðað við það sem
almennt gerist.
Það eru ekki miklar líkur
fyrir því að fjölskyldan verði
barnmörg, sennilega aðeins tvö
börn, sveinbarn og meybarn.
Horfur eru á því að heimili
þitt verði annað heldur en það
sem þú ert fædd og alin upp i
heldur nauðsynlegt. Ekki fyrir
þig elskan. Ég mundi láta mér
nægja minna með þig í kaup-
bæti.
— Hversu miklu má muna?
— Það má muna talsverðu.
Það er ekkert unnið við að eiga
meiri peninga en maður þarí
á að halda.
— Mér þykir vænt um að þú
skulir lita svona skynsamlega
á málið.
— Elskan mín, ég er alveg
laus við ágirnd. Ég þarf ekki
nema fyrir brýnustu nauðsynj-
um.
— Þú segir nauðsynjar og
átt við munað?
— Fyrir mér er það eitt og
hið sama, darlingur.
— Við skulum ræða málið
nánar. Hvaða upphæð telur þú
að nægi til að framfleyta konu
sem er laus við alla ágirnd og
kemst af með brýnustu nauð-
synjar? Nefndu upphæðina.
— Stingdu upp á einhverju.
— Mundi nægja eitt hundrað
þúsund?
— Það mundi nægja dálítinn
tíma. Áttu annars svo mikið?
— Nei.
— Það grunaði mig líka,
darlingur. Þú mátt ekki halda
að þú getir blekkt mig. Ég læt
ekki leika á mig.
— Kannski gæti ég komist
yfir peningana á einn eða
annan hátt.
— Þú mátt ekki láta ímynd-
unaraflið hlaupa með þig í gön-
ur, darlingur. Slæm áhrif á
heilann.
— Ég gæti náð í peningana
í kvöld. Segjum klukkan níu.
Eitt hundrað þúsund í stórum
seðlum.
og talsverðar tilhneigingar til
óvæntra og skyndilegra breyt-
inga innan heimilisins og fjöl-
skyldunnar svo og bústaða-
skipti. Sólin í fjórða húsi bend-
ir til þess að síðari ár ævinnar
verði farsælli heldur en fyrri.
Það eru miklar líkur fyrir
því að efnahagur þinn verði
með góðu móti einkum eftir að
þú giftist, því fjármálin eru
tengd ástamálunum að nokkru
leyti hjá þér.
Það er mjög líklegt að tals-
vert af ferðalögum eigi eftir
að liggja fyrir þér, einkum
styttri ferðalög. Ég held að þú
eigir ekki eftir að ferðast til
útlanda.
Nú á þessu ári gengur Júpíter
inn í annað hús ævisjár þinnar
og verður þar frá maí til maí
1965. Þetta tímabil hefurðu
mjög góð skilyrði til að afla
þér meiri peninga heldur en
að öðru jöfnu og ættir að festa
— Það er einmitt það, sem
mér fellur. Stórir seðlai eru
einmitt viðkunnaniegusla pen-
ingaform, sem ég þekki. Dar-
lingur, þú ert aldeilis ómót-
stæðilegur þegar þig fer að
dreyma. Alveg eins og strákur.
Ef þú vildir hafa fyrir því að
setjast hérna hjá mér þá held
ég bara að ég mundi kyssa
þig-
Hann lagðist niður við hlið-
ina á henni og þau kysstust.
En kossinn var ekkert svipað-
ur því sem konur kyssa litla
stráka og ekki heldur neitt
svipaður því, sem litlir strák-
ar kyssa konur. Til þess var
hann alltof langur og heitur.
Þegar þvi var lokið studdi hún
sig á ný fram á olnbogana og
saug að sér drykkinn gegnum
stráið og horfði á hann dulráðu
augnaráði.
— Bara ef þú gætir, sagði
hún.
— Ég get, sagði hann.
— Nei, nei, þú mátt ekki
ímynda þér neitt, darlingur.
Þú ert töfrandi og spennandi
og dásamlegur en þú ert hreint
ekki sú manngerð, sem getur
bjargað svo stórri peningafúlgu
í kvöld, og raunar ekki annað
kvöld né heldur neitt kvöld.
— Ef ég get útvegað pening-
ana, viltu þá koma með mér i
burt áður en Hugo kemur
aftur.
— Fyrir fullt og allt?
— Já.
— Auðvitað elskan.
— Þá er bezt þú farir að búa
þig undir ferðina því ég veit
hvar peningarnir eru og veit
Framhald á bls. 37.
kaup á ýmsum þeim innan-
stokksmunum, sem þig yfir-
leitt vanhagar um. Einnig er
ágætt að semja um greiðslur
til langs tíma undir þessum
áhrifum. Næst verður Júpíter
þarna frá maí 1967 til maí 1977
og endurtekur þá sama sagan
sig að þér mun verða vel til
fjár.
Saturn verður í fyrsta húsi
ævisjárinnar þangað til í apríl
1970. Áhrif hans þarna eru
neikvæð að þ'ví leytinu að ann-
að fólk tekur ekki eins mikið
tillit til vilja þíns eins og vert
væri, orða þinna og athafna.
★
FALKINN
31