Fálkinn


Fálkinn - 03.02.1964, Síða 36

Fálkinn - 03.02.1964, Síða 36
Týndir fgársjóðir Framh al bls 15 tveggja ára skeið .. . þar til orð- rómur um hinn verðmæta fjár- sjóð barst herstjórn Banda- manna að eyrum. Svo virðist sem hið fyrsta bréf um fjár- sjóðinn hafi aldrei komizt til skila. Þegar loks var farið að kanna málið, kom í ljós það sem eng- um þarf að koma á óvart, að þriðjung gimsteinanna vant- aði. Hollendingar létu hendur standa fram úr ermum. Dag nokkurn birtust fáeinir skriðdrekar úti fyrir bank- anum þar sem gimsteinarn- ir voru í geymslu, og her- lögregla gætti allra dyra meðan hollenzkir embættis- menn kröfðust þess að fjár- sjóðurinn yrði afhentur þeim sem lögleg eign hol- lenska ríkisins. Á örfáum mínútum var öll- um formsatriðum fullnægt og lagt var af stað með fjársjóð- inn í áttina að hollensku landa- mærunum. Að lokum virtust auðæfin hafa hafnað í örugg- um stað. bindlndismenn I (ryggið heimilið h|á ábyrgð það borgar sig I ÁBYRGÐP Tryggingaiélag bindindismamfa Laugavegi 133 Símor 17455 — 17947 --------------- |. En allt til þessa dags hefur ekkert spurst til þess sem á vantaði. Milljón punda virði af gimsteinum hurfu með öllu. Annar kassinn hefur augsýni- lega horfið á þveitingi Necker- manns um landið. Neckermann sjálfur var hreinsaður af öllum grun. Þegar öllu var á botninn hvolft hefði það verið ein- faldara fyrir hann að hirða fjársjóðinn allan... enginn hefði nokkru sinni komist að raun um afdrifin. Og enn þann dag í dag hef- ur leyndardómurinn aldrei ver- ið upplýstur. Lífvörður Framh. af bls. 23. hann þangað ávallt um daginn og rannsakar allt hátt og lágt, talar við starfsfólkið og stað- setur menn sína. Hann reynir að gera sér grein fyrir sér- hverri slysahættu og gerir var- úðarráðstafanir eftir þörfum. Perkins hefur skrifstofu og svefnherbergi í Buckingham Palace, og hann er talinn bezt klæddi lögreglumaður heims- ins, enda kostar krúnan fatnað hans. Perkins ber ábyrgð á lífi drottningarinnar, alltaf þegar hún er utan konungshallarinn- ar, eins og fyrr segir, sama hvort hún er í opinberum heim- sóknum, eða einkaferðalögum. Þegar um einkaferðalög er að ræða, er það einkum ein stétt manna, sem Perkins er lítið gefið um, og raunar mun „vin- áttan“ vera nokkuð gagnkvæm. Það eru blaðaljósmyndarar. Ljósmyndararnir eru snemma á fótum til að koma sér fyrir á „hernaðarlega" mikilvægum stöðum, en Perkins er oftast enn fyrr á ferðinni. Og hann er orðinn mjög leikinn í að sjá út felustaði ljósmyndar- anna og stuggar þeim óspart í burtu. Eitt sinn brá drottn- ingin sér frá Sandringham til Newmarket til að fylgjast með æfingum veðhlaupahesta, sem hún átti sjálf. Auðvitað fór Perkins fyrst um og leitaði ljósmyndara, en fann engan. Drottningin og fylgdarlið henn- ar voru upptekin af því að horfa á æfingar hinna fallegu hesta í morgungolunni — allir nema Perkins; hann mændi haukfránum augum sínum í allar áttir og leitaði Ijósmynd- ara, en sá engan. Hann fór ánægður í burtu, eiginlega hálf hissa á því, að enginn ljós- myndari skyidi hafa komizt á snoðir um ferðalag drottning- arinnar. En þegar hann opn- aði blöðin næsta morgun blasti við honum nærmynd af drottn- ingunni við þetta tækifæri. Perkins skiptir ekki oft skapi, en sagt er að hann hafi orðið æfur út af þessu, og þá ekki vegna þess að myndin væri út af fyrir sig á nokkurn hátt meiðandi, heldur einfaldlega vegna þess að hafa látið snúa á sig. Enn þann dag í dag veit hann ekki hvernig það var gert, en einmitt um þetta leyti voru blaðaljósmyndarar al- mennt að taka aðdráttarlinsur í sína þjónustu, og sennilega hefur Perkins ekki leitað nógu langt. Starf Perkins tekur aldrei enda. Hann fylgist með drottn- ingu sinni hvert sem hún fer og flytur gjarna skrifstofu sína með sér — til fjarlægra landa og um borð í drottningarskipið. Aðeins, þegar drottningin er í konungshöllinni sjálfri getur hann verið áhyggjulaus, en þá annast undirmenn hans gæzlu. Vörður gætir ávallt svefnher- bergja drottningar — en samt kemur það stundum fyrir um þrjú leytið á nóttunni, að stór og þreklegur maður gengur framhjá verðinum, til þess að gæta að því, hvort hann sé ekki örugglega á sínum stað. Perk- ins hefur þótt það vissara, áður en hann lagði sig... wsnmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Eins og þjófur Framhald af bls. 17. annars hlyti Johnny að hafa logið að mér. Nú var það Paul, sem laug af einhverri ástæðu, sem ég ekki þekkti. Og ef hann laug nú, hvernig gat ég þá lagt trúnað á það að hann hefði ekki myrt Jonny? Allt í einu varð ég hrædd við Paul. Ég áræddi ekki að líta til hans og sundurlausar hugs- anir flugu um huga minn. Ég gat ekki lengur þolað að búa undir sama þaki og hann, úr því ég gat ekki treyst honum lengur. En hvað átti ég af mér að gera? Johnny var dáinn. Ég gat ekki lengur snúið mér til hans. Það var engu líkara en Paul læsi huga minn: — Heldurðu því enn til streitu að sækja um skilnað? Eins og satt var svaraði ég því til að þegar ég hefði lagt af stað til Akurlendanna þriggja á dögunum, hefði ég aldrei ætlað mér að snúa aftur. — Soso, nú, sagði Paul allt í einu ísmeygilega, — við þurf- um nú ekki endilega að gera út um þetta strax. Við getum talað um þetta í góðu tóml síðar. Kannski hefðirðu gott af að komast héðan um tíma. — Það var ekki það sem fyrir mér vakti, svaraði ég en hann hefur víst ekki heyrt til mín, því hann hélt áfram eins og hann væri að tala við sjálfan sig: , . — Þetta var annars agæt hugmynd. Við skulum sjá hvað hægt er að gera. Helzt hefði ég viljað gera upp sakirnar við Paul þá á stundinni en þrátt fyrir ó- ánægju mína var ráðgert að dvelja að heiman nokkurn tíma. Paul virtist sannfærður um að allt, sem þyrfti til að koma vitinu fyrir mig, væri lítilsháttar „loftslagsbreyting" og ég mundi þá jafnskjótt falla frá hugmyndinni um skilnað. Ég var alltof veikburða til að rökræða við hann nánar. Ég ákvað að fara til Felbury því þá myndi mér finnast ég vera í nánd við Johnny og ég settist að í viðkunnanlegu, litlu gistihúsi með greiðasölu. Dag hvern fór ég í gönguferð en þó var vika liðin áður en ég beindi för minni að Akur- lendunum þremur. Ég hafði alið með mér sterka löngun til að líta aftur þennan stað en hafði óttast að það yrði mér um megn. Ég fann ekki til sársauka þegar ég leit staðinn á ný, ég var angurvær. Það var aug- sýnilegt að enginn hafði tekið til hendi í garðinum svo vikum skipti, mörg desjanna voru hulin illgresi og annars staðar gaf að líta visin blóm. Framan við húsið voru rósirnar í full- um skrúða og breiddu ilmandl kórónurnar. Sundlaugin var barmafull en skrælnuð lauf flutu í vatnsskorpunni. Bílskúr- inn stóð auður, þar var enginn Mercendes og ekki helddr neinn sportbíll. Ég tók ekki eftir skiltinu fyrr en ég var á leið út aftur, á því stóð: TIL LEIGU. nánari upplýsingar: Fasteignamiðlari Thurn, Felbury. Ef til vill var það ekki rétt að sökkva sér niður í fortíðina og endurminningarnar en ég varð að fá húsið leigt. Ég gat ekki afborið þá tilhugsun að einhver annar tæki sér hér ból- festu. Tveim dögum síðar flutti ég inn í Akurlendin þrjú. Það var undarleg kennd að opna útidyrnar með stóra þunga járnlyklinum, sem ég hafði svo oft séð Johnny nota. Framhald á bls. 31. 38 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.