Fálkinn - 03.02.1964, Page 38
éL ,;emburg
, : i1 aí bls. 13.
borg við þrjá staði: Frankfurt,
Zúrich og París. Félagið á
aðeins eina vél, tveggja hreyfla
„skrúfuþotu" af gerðinni Fokk-
er Friendship, en talsvert hefur
verið rætt um að Flugfélag
íslands myndi kaupa slíkar
vélar til innanlandsflugs.
Luxemborgarmenn tóku því
þess vegna tveim höndum,
þegar erlent flugfélag fór fram
á að gera Luxemborg að enda-
stöð sinni í Amerikuflugi. Þetta
erlenda flugfélag var Loftleið-
ir. Ekki blés þá allt byrlega
fyrir Loftleiðum fremur en svo
oft í hinni vægðarlausu sam-
keppni við risaflugfélögin, en
viljinn var ódrepandi, sem fyrr
og síðar og flutningar félagsins
til og frá Luxemborg hafa farið
sívaxandi og fara enn.
Þegar Loftleiðir hófu Luxem-
borgarflug sitt flugu vélar
félagsins einnig til Hamborgar
í Þýzkalandi og fóru a. m. k.
farþegar til Norður-Þýzkalands
um þann flugvöll. Nú hefur
flugið til Hamborgar verið lagt
niður, en þar er starfrækt skrif-
stofa frá félaginu. Skrifstofur
eru einnig starfræktar í Frank-
furt og París, sem báðar eru
miklar heimsborgir, og báðar
tiltölulega stutt frá Luxem-
borg, og er selt mikið af far-
miðum í báðum þessum borg-
um með vélum Loftleiða frá
Luxemborg til Ameríku, enda
er aðeins fjögurra klukku-
stunda lestarferð frá París til
Luxemborgar og enn styttra
frá Frankfurt.
Hér hefur verið reynt að út-
skýra hve hentugt er að fljúga
til Luxemborgar fyrir þá far-
þega, sem ætla til Mið- og
Suður-Evrópu, en ekki má
gleyma því, að þetta litla
land er sjálft mjög aðlaðandi
ferðamannaland. Luxemborgar-
ar gera allt sem þeir geta til
þess að hæna að sér ferðamenn,
og er það vel Ijóst, að þeir
peningar, sem til þess eru lagð-
ir, koma margfaldir til baka.
Og landið hefur svo sannar-
lega upp á margt að bjóða
ferðamönnum. í norðurhluta
landsins eru Ardenna-hæðirnar,
eins og fyrr segir. Hæð þeirra
er yfirleitt 4—500 metrar og
milli þeirra eru þröngir, falleg-
ir dalir. Víða gnæfa fagrir og
sögufrægir kastalar og fylgir
mynd af einum þeirra, Vianden-
kastalanum, þessari grein.
Þorpin þarna eru mjög falleg,
svo og umhverfi þeirra, allt,
er þrungið sögu og róman-
38 FÁLKINN
tík, hvert sem litið er. Þarna
norðurfrá er Clervaux munka-
klaustrið fræga, þar sem Hall-
dór Laxness dvaldist á yngri
árum, og margir Norðurlanda-
búar hafa dvalizt sem gestir
og við trúariðkanir fyrr og síð-
ar. Ekki einu sinni þetta fagra
klaustur fór varhluta af of-
stopa þýzku nazistanna í styrj-
öldinni, en þeir gerðu það að
aðsetri yfirmanna og er ekki
ósennilegt, að þar hafi ýmis-
legt fram farið, er hvorki sam-
rýmdist kristinni trú né
munkalíferni.
Suðurhluti landsins er ólík-
ur norðurhlutanum. En hann
býr ekki síður yfir sínum töfr-
um. Ógleymanlegt er að aka
meðfram Mósel-ánni og heim-
sækja fallegu þorpin, sem
standa á bökkum hennar, setj-
ast inn á litlar veitingastofur
og bergja hið ilmandi Mósel-
vín. Og ekki má gleyma
Mondorf-les-Bains, frægum bað
stað austast á landamærum
Frakklands og Luxemborgar.
Þar er heitt, eða a. m. k. volgt,
vatn í jörðu, og Luxemborgar-
ar nota það óspart til þess að
hæna að sér ferðamenn. Þeir
hafa reist þar mikinn baðstað,
þar sem menn geta legið í
heitum laugum eftir vild, og
þeir gefa mönnum hveravatn
að drekka og segja það lækna
marga kvilla. Okkur varð ó-
sjálfrátt hugsað til Hvera-
gerðis, þegar við sáum hve
mikið mátti gera með þann
litla jarðhita, sem þarna var
að finna. Og þótt haust væri
komið, er við vorum þarna á
ferð, mun okkur ekki strax
gleymast rósagarðurinn mikli,
sem okkur var sýndur, en
hann mun eiga fáa sína líka.
Og ekki má gleyma höfuð-
borginni sjálfri, hinni sögu-
frægu Luxemborg, aðsetri Sig-
froi. Hún á örugglega fáa sína
líka í heiminum. Það væri synd
að segja, að hún stæði á jafn-
sléttu, því eftir henni næstum
miðri gengur mikill dalur,
Pétrussedalurinn. Hlíðar hans
eru víða mjög brattar og niður
þær bugðast stígar og vegir.
Og sagt er, að fólkið, sem
byggir hann, tali aðra mállýzku
en það sem býr „ofar“ í borg-
inni. Borgin sjálf hefur upp á
allt það að bjóða, sem ferða-
menn óska. Góð gistihús, góðan
mat og góða þjónustu, skemmti-
staði, næturklúbba, fagra og
skrautlega garða og ekki sízt
fagrar og skrautlegar bygging-
ar og minjar um liðna tíð.
Hér mun punktur settur að
sinni. Ég vil nota tækifærið að
lokum og þakka LOFTLEIÐ-
UM fyrir boðið til Luxemborg-
ar og þeim sem greiddu för
okkar þar, fyrir framúrskar-
andi móttökur, þótt þeir muni
vart sjá þessar þakkir, né að
minnsta kosti skilja þær.
Og að allra síðustu: Ef þú,
lesandi góður, átt þess kost að
heimsækja þúsund ára dverg-
inn milli risanna, Luxemborg,
láttu það tækifæri ekki ganga
þér úr greipum. Þú munt aldrei
iðrast farar þangað.
mb
Kvenþjóðin
Framh. af bls. 34.
gráu umferðinni. Líningin að
framanverðu saumuð í vél,
lagt yfir kantinn að innanverðu
svo trosni ekki. Teknar upp
89 1. kringum hálsmálið á prj.
nr. 3. Prjónaðar 3 umf. með
gráu garni, því næst mjórri
mynsturröndin, 3 umf. með
gráu garni, 1 umf. rétta á röng-
unni, 12 umf. gráar, fellt af.
Brotið inn af um brugðnu brún-
ina, saumað fast á röngunni.
Allir saumar pressaðir á röng-
unni.
Skjólflík
Framhald af bls. 35.
ið fyrir handveg milli stungn-
anna og klippið líka bolinn upp
að framan'verðu. Saumið axl-
arsaumana, ætlið fyrir hæfi-
lega víðu hálsmáli. Saumið
ermarnar í frá réttunni, saumið
til skiptis í brugðnu umf. á erm-
inni og lykkjuröðina fyrir
innan stunguna á bolnum.
Tekið í hverja 1. Snúið peys-
unni við, leggið 4 efstu umf.
af erminni yfir klippta kant-
inn og festið með smáum spor-
um. Beygið dálítinn þríhyrn-
ing niður á báðum framstykkj-
unum inn að röngu, svo líti út
eins og sniðið hafi verið úr
fyrir hálsmáli.
Líningar: Setjið 8 1. af ör-
yggisnálinni neðan á vinstra
boðangri á prj. nr. 3. fitjið 3 1.
upp til viðbótar að treygjunni.
Prjónuð bruðning með gráa
garninu, þar til líningin (teygt
dálítið á henni) nær upp að
hálsmáli. Lykkjurnar geymdar
á ný. Hin líningin prjónuð eins
nema með hnappagötum. Staða
hnappagatanna mæld eftir
fyrri líningunni. Hnappagötin
prjónuð eins og það neðsta.
Líningarnar saumaðar við bol-
inn, með aftursting, leggið lín-
inguna ofan á bolinn, svo
réttan mætist, þrætt og síðan
saumað. Aukal. 3, sem fitjaðar
voru upp inn að bolnum lagð-
ar yfir kantinn og festar niður.
Hálslíning: Takið upp 1. í
kringum hálsmálið auk 1. af
öryggisnálunum, fellið af auka-
lykkjurnar 3 beggja vegna
bolmegin á framlíningunum.
Prjónið brugðningu og jafnið
svo á í 1. umf. að 98—100—■
104 1. séu á. Prjónaðar 8 umf.,
munið að búa til síðasta
hnappagatið í 4. umf. Fellt af
sl. og br.
Holdið er veikt
Framhald af bls 9.
hún kæmi að óvörum móður
sinni.
Ég stöðvaði vagninn skammt
frá heimili Grangierfólksins. í
þriðja sinn, sem ekillinn sneri
sér við, stigum við út. Hann
hélt að hann sæi þriðja kossinn
en þetta var allt sami kossinn.
Ég yfirgaf Mörtu án þess að
gera nokkrar ráðstafanir til að
hafa samband við hana, næst-
um eins og ég myndi hitta hana
klukkutíma síðar. Forvitnir
nágrannar voru þegar farnir
að gægjast út um gluggana.
Móðir mín tók eftir að augu
mín voru rauð. Systir mín hló
vegna þess að ég missti skeið-
ina tvisvar í röð. Gólfið gekk í
bylgjum. Ég var ekki nógu
sjóaður til að standast þjáning-
una. Satt að segja er ekkert sem
líkist fremur sjóveiki en þetta
jafnvægisleysi hjartans og hug-
ans.
Lífið án Mörtu var breitt
sund. Myndi ég ná að hinni
ströndinni? Eins og við fyrstu
einkenni sjóveiki kærir maður
sig kollóttan um, hvort hann
nær höfn eða deyr þar sem
hann er, svo að ég braut ekki
heilann um framtíðina. Eftir
nokkra daga var þjáning mín
ekki svo mikil og ég hafði tíma
til að hugsa um fast land.
Það var lítið, sem foreldrar
Mörtu áttu eftir að komast að.
Þau gerðu sig ánægð með að
gera bréf mín upptæk og
brenndu þeim fyrir framan
augun á henni í arninum í her-
bergi hennar. Bréf hennar til
mín voru skrifuð með blýanti
og voru varla læsileg. Bróðir
hennar laumaði þeim í póst.
Það voru ekki fleiri heimilis-
erjur, sem ég þurfti að ganga í
gegnum. Á kvöldin talaði ég
mikið við föður minn við eld-
inn.
Á ári hafði ég orðið ókunn-
ugur systrum mínum. Smám
saman sigraðist ég á feimni
þeirra og þær vöndust mér. Ég
tók þá minnstu á hnéð og þrýsti
henni svo fast að mér, að hálf-
Framhald á bls. 42.