Fálkinn


Fálkinn - 03.02.1964, Side 39

Fálkinn - 03.02.1964, Side 39
Kvennagull Framh. af bls. 37. Þegar hann leit á klukkuna varð hann steinhissa á því að hann sá ekki á vísana. Hann reis upp og dró gluggatjöldin frá og kveikti ljósið á nátt- borðinu. — Hún er næstum átta, sagði hann. — Það er bezt að við förum um níu leytið. Það er langt til Miami. — Förum við þangað? Til Miami? — Miami og síðan lengra suður á bóginn. — Þá er víst bezt að ég fari aftur í herbergið mitt að pakka. — Sennilega bezt. Ég er með bílinn á bílastæði við hliðina á hótelinu. Það eru hliðardyr við stigafótinn svo þú þarft ekki að fara gegnum forsalinn. Við hittumst við bíl- inn klukkan níu. Heldurðu að þú klárir þig af töskunum þín- um ein? — Ég bjarga mér, darlingur. Mér finnst óbærilegt að yfir- gefa þig jafnvel þó það sé bara klukkutími. Mér finnst það heil eilífð. Þegar hún var farin, kveikti hann í sígarettu og reykti hana. Svo tók hann upp símann og bað um langlínusamtal — gjald- ið yrði greitt af þeim sem hringt var til. — Röddin, sem svaraði var hvöss og ákveðin, bar með sér að maðurinn var ekki vanur að tvínóna við hlutina. — Ert Það þú, Steve? Hvernig gengur? — Það gengur allt eins og í sögu, hr. Archer. Allt sam- kvæmt áætlun. — Þá get ég lagt af stað heim á morgun. KlaAit) er víðlesnasta blað, sem gefið er út utan Reyk]’avíkur. BLAÐIÐ DAGUR, Akureyri. Áskriftasími 116 7. dai;ijk — Ég vildi gjarnan þakka þér aftur fyrir þetta tækifæri. — Vertu ekki að minnast á það. Þú hefur bara unnið ákveðið verk fyrir ákveðna greiðslu, það er allt og sumt. í fyrsta sinn sem ég sá hana líta á þig, þá vissi ég að þú varst rétti maðurinn. Hjónaskilnaður hefði kostað mig tvöfalt meira og fimm sinnum meira hefði það kostað að hafa hana áfram. Ég vona að þú reynir að hafa þetta allt eins raunverulegt og hægt er. — Hafið þér engar áhyggj- ur. Hún heldur að þetta sé rammasta alvara. Framvegis verður hún þó að neita sér um ýmsa hluti sem hún var áður vön að hafa, þó hún fái þennan kaupbæti. — Hafðu það gott. Þú mátt ekki ímynda þér að hundrað þúsund endist um allan aldur fyrir þig og Hönnu. Því fer fjarri. — Já, sagði Steven, — þeir endast þó eins lengi og ég óska að þeir endist. Hann lagði símtólið á og leit aftur á klukkuna. Hún var ná- kvæmlega átta. Hann yrði að bíða í klukkustund. Hann tók upp litla naglasköfu úr gulli og fór að skafa undan nöglun- um. Svo þreifaði hann undir vinstri handlegginn og aðgætti hvort skammbyssan væri á sín- um stað í hulstrinu ... Endurholdgun Framhald af bls. 24 steinaröð né þorpshátíð. En sagnfræðingur þorpsins gat varpað ljósi á málið. Þarna hafði verið röð af stórum steinum og þorps- hátíð. En steinaröðin hafði verið fjarlægð árið 1800. Og síðasta þorpshátíðin hafði farið fram árið 1850. Hafði skáldkonan verið þarna í fyrra lífi, þegar steinaröðin var á sínum stað og þorpshá- tíðin fór fram? Shelly, skáldið fræga, varð fyrir svipaðri reynslu. Hann var á gönguferð um England með vini sínum um svæði, sem hann hafði aldrei stigið fæti sínum á áður. Skyndilega sneri hann sér að einum vininum án nokkurs sýnilegs tilefnis og sagði: „Handan við þessa hæð er vindmylla!“ Og ekki bar á öðru, þegar þeir komu upp á hæðina, blasti við þeim vindmylla. Shelly varð svo mikið um þcssa undarlegu reynslu að hann hné í öngvit. Hann hafði það einnig á til- finningunni að hann hefði „komið hér áður.“ Er þessi undarlega tilfinning, sem svo margir hafa fundið, sönnun um endurholdgun? Sál- fræðingar skýra málið á þann hátt að minni fólks sé hér að verki og villi um fyrir því. En hvað er álit yðar? Hafið þér komið hér áður? Tveir ■ skoti Framh. af bls. 21. oft er því haldið fram að eftir byrjuninni fari framhaldið. Sumarið eftir var ég fyrsti stýrimaður og skaut þá einnig einn hval. Það var svo sumarið 1953 að ég var fyrsti stýrimaður hjá Ingólfi Þórðarsyni. Þegar Ing- ólfur fór að kenna í Stýri- mannaskólanum, 4. september um haustið, var ég látinn fara sem skytta það sem eftir var tímans. Við fórum þá nokkra túra og fengum tólf eða þrettán hvali. Sumarið eftir tók ég svo við skipstjórn á Hval I. — Er skipstjórinn líka skytta á skipi sínu? — Já, yfirleitt er þessu þannig háttað. Á hvalveiði- skipunum er 15 manna áhöfn, og gengnar vaktir hvort held- ur verið er að veiðum eða á siglingu. Á daginn eru fjögurra tíma vaktir og á nóttunni eru vaktaskipti á sex tíma fresti. Stýrimenn eru tveir, vélstjór- ar fjórir, tveir kyndarar, mat- sveinn og messadrengur. — Hvernig gengur svo ein veiðiferð fyrir sig? — Veiðisvæðin eru nú síðari ár út af Faxaflóa og allt norð- ur undir ís, djúpt út af Vest- fjörðum. Yfirleitt er hvalurinn ekki á grunninu en eftir að komið er út á hundrað faðma dýpi má fara að líta í kringum sig. Hann heldur sig yfirleitt fyrir utan kantinn þó einstaka sinnum sjáist einn og einn grynnra. Eftir að komið er á hvala- slóðir, fer háseti í tunnuna 1 mastrinu og þeir sem eru í stýrishúsinu, færa sig upp á efri brúna, en þar eru öll stjórntæki eins og í stýrishús- inu. Stýrimaður gengur frá byssunni í stafni skipsins. Skutlar hafa verið teknir um borð í hvalstöðinni í Hvalfirði og stýrimennirnir sjá um að allt sé í lagi, púðrið í skutl- oddinum á sínum stað og taug- in liggi eins og vera er. Skipið siglir með rúmlega tólf sjó- mílna ferð og átta leitandi augu manna á vakt horfa uin- hverfis skipið. Rannsaka hals- brúnina allan sjóndeildarhring- inn. Það er talsverð kúnst að læra að greina hvalinn, eink- um ef skyggni er slæmt. Okk- ar versti óvinur er þokan. Við getum stundað veiðar i brælu en í þoku er fátt að gera nema bíða þess að birti. Þegar hvalblástur hefur sézt, er strax haldið í áttina og reynt að gera sér grein fyrir hvaða stefnu hann muni fara í kafinu. Búrhvalurinn heldur t. d. oftast nær sömu stefnu og hann hafði þegar hann fór í kaf. Hvalurinn blæs nokkrum sinnum en kafar svo oftast nær um 20 mínútur en stund- um lengur, allt að heilli klukku- stund. Stundum getur það hent, að skipið fer framúr hvalnum og hann kemur upp fyrir aftan það. Oftar sér mað- ur hann samt aftur til hliðar eða fyrir framan. Nú hefst elt- ingaleikurinn, sem stundum stendur hálfan til einn klukku- tíma en stundum heilan dag. Skyggnið hefur mikið að segja. Stundum er það „dautt“ eins og við köllum. Þá sézt blástur- inn vel í mikilli fjarlægð, en hverfur alveg, rennur saman við umhverfið þegar nær er komið. Það er gaman að sjá þegar birtir upp eftir þoku. Þá er blásturinn eins og reyk- ur úr skipum þegar hanr. ber við dökkan himininn. Stund- um þarf að fá meiri ferð á skipið síðasta sprettinn. Bát- arnir geta farið með 16 sjó- mílna hraða á klukkustund en það er sjaldan sem þarf á því að halda. Þegar komið er í færi, hleypur skipstjórinn, sem jafnframt er skytta, fram brú, sem liggur frá stjórnpalli fram á bakkann. Hann miðar fall- byssunni, skotið ríður af og skutullinn flýgur. Skotlínan rennur út viðstöðulaust unz skutullinn hafnar í hvalnum. í oddi skutulsins er sprengja sem drepur hvalinn svo til sam- stundis, en hann tekur oftast mikið viðbragð og oftar en einu sinni hef ég séð þessi fer- líki, 30 til 40 tonn að þyngd fara alveg upp úr sjónum. Um leið og skotið ríður af, stöðvar vélstjórinn vélina. Stýrimaður- inn fer að þilfarsvindunni og hemlar, þannig að fangalínan renni ekki óhindruð út. Frá stefninu liggur lína aftur og upp í blökk í mastrinu og þaðan niður í spilið og niður í lest. Blökkin í mastrinu er þannig útbúin, að frá henn ganga sterkir vírar sem tengdir eru Framhald á næstu síðu. FÁLKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.