Fálkinn - 03.02.1964, Síða 40
Tveir í skoti
í gorma í lest skipsins, sem
gefa eftir ef hvalurinn tekur
mikið í. Þetta er gert til þess
að fyrirbyggja að línan slitni.
Fyrir kemur að fyrsta skotið
er ekki dauðaskot og Þá er
fallbyssan hlaðin aftur í skyndi
og „föstum“ eða lausum skutli
skotið til þess að binda enda
á dauðastríðið. Hvalurinn er
síðan dreginn að stefni skipsins
og ef þetta er ekki búrhvalur,
er lofti dælt í hann til þess að
hann fljóti. Með búrhvalinn
þarf þess ekki. Auk þess er
rotvarnarefni blandað í vatn
dælt í kvið hvalsins, til þess
að fyrirbyggja rotnun og til
þess að hráefnið komist
óskemmt að lanfii og unnt sé
að framleiða fyrsta flokks vöru.
Síðan er slegið á sporð hvals-
ins og hann dreginn upp með
skipshliðinni, þar sem hann er
festur með keðju og ef illt er
í sjó er látin önnur keðja til
vara.
Þegar þessu er lokið er strax
tekið að svipast eftir öðrum
hval og sama sagan endurtek-
ur sig. Ef heppnin er með, geta
þeir orðið fleiri, en reglurnar
eru þær að skotinn hvalur
verður að koma að bryggju í
hvalstöðinni ekki síðar en 30
klukkustundum eftir að hann
var veiddur og ef fleiri veiðast
í ferðinni, þá má sá næsti ekki
vera meira en 24 stunda
gamall. Þó má t. d. búrhvalur-
Einangrunargler
Framleitt einungis úr úrvals
gleri. — 5 ára ábyrgð.
Pantið timanlega.
KORKIDJAIXI H.F.
Skúlagötu 57. — Simi 23200.
40 FÁLKINN
inn vera 36 tíma gamall. Það
kemur oft fyrir að skipin fá
fleiri en tvo hvali í veiðiferð
og á þessari mynd erum við
á Hval VII með sjö sandreyði,
fjóra á síðunni sem veit að og
þrjá hinum megin.
— Hvernig vita þeir í landi
að það sem þið komið með að
landi sé ekki eldra en reglurn-
ar mæla fyrir um?
— Við höfum talsamband við
stöðina á tveggja tíma fresti
frá klukkan 7—23 að kvöldi
þar sem staðarákvörðun og það
sem við erum að gera hverju
sinni er gefið upp. Þess utan
höldum við nákvæma dagbók
yfir veiðarnar. Vikulega fáum
við skýrslu uru veiðarnar, hve
margir hvalirnir séu og hve
margir af hverri tegund. Strák-
arnir eru oft að reikna út hve
mikil þénustan sé orðin eftir
þessum vikulegu skýrslum og
fara mjög nærri því rétta oft-
ast nær.
— Ég las í blaði fyrir nokkr-
um árum frásögn af hvalveið-
um, þar sem sagt var frá því
að hvalurinn hljóðaði þegar
hann væri skotinn?
— Já, ég man líka eftir
þessu í blaðinu, sagði Elí og
brosti. Sannleikurinn er sá að
viðkomandi blaðamaður hitti
fyrir mann, sem krítaði liðugt,
svo ekki sé meira sagt. Það
heyrist ekkert i hvölunum, en
hinsvegar hefur það komið í
ljós við rannsóknir á lífi þeirra,
sem framkvæmdar hafa verið
í Bandaríkjunum, að þeir gefa
frá sér hljóð — tala saman —
en það eru ekki þess konar
hljóð að mannleg eyru greini
þau.
— Svo minnst sé á heyrn,
fáið þið skytturnar ekki hell-
ur fyrir eyrun af þessu
„skyttiríi" iiðlangt sumarið?
— Jú, maður er með hellu,
sérstaklega fyrst eftir hvert
skot. Það er eins og að koma
út úr flugvél. Byssan er all-
mikið verkfæri og um leið og
hleypt er af gengur hlaupið
aftur um nokkrar tommur, en
rennur svo fram aftur. Þessu
stjórnar vökvaútbúnaður í
byssunni. Samt hristist skipið
stafna á milli þegar skotið ríð-
ur af.
— Er ekki spenningur í
mannskapnum við veiðarnar?
— Jú, ekki neita ég því og
þá sérstaklega fyrst. Það er
alltaf talsverð spenna eða eftir-
vænting samfara þessum veið-
um og maður vakir mikið á
veiðitímanum. I fyrstu kom
fyrir að maður hitti ekki, en
nú tekst slíkt til undantekn-
inga.
— Og þið kynnist lifnaðar-
háttum hvalsins?
— Því betur sem við þekkj-
um til lifnaðarhátta hans, því
betur gengur manni að veiða
þessi grey. Það er annars ekki
margt sem hægt er að fræðast
um af bókum og frómt frá
sagt, þá held ég að menn viti
furðu fátt um þessi efni. Það
er ýmislegt í fari hans, sem
vekur furðu. Til dæmis rekst
maður stundum á búrhval norð-
vestur undir ísnum. Þeir eru
þar fjölmargir á stóru svæði
og liggja allir í sömu stefnu,
snúa venjulega í austlæga eða
vestlæga stefnu en sjaldan öðru-
vísi þegar svona stendur á. Það
er langt á milli þeirra, en þeir
eru stundum þarna í hundraða
tali. Búrhvalurinn er annars
merkileg skepna. Ég hef oft
tekið eftir djúpum rákum á
honum, allt aftur fyrir haus,
sem er þó engin smásmíði og
eftir því sem maður hefur
heyrt er þetta eftir átök við
risakolkrabba. Kolkrabbi þessi
lifir á miklu dýpi og talið er
að búrhvalurinn sé ekki skem-
ur en heilan klukkutíma í ferð-
inni niður á slóðir risakolkrabb-
anna. Ég hef stundum séð búr-
hval koma upp úr sjónum og
stinga sér lóðrétt niður og
þannig er talið að hann kafi
niður á 800—1500 metra dýpi.
Hver og einn getur gert sér í
hugarlund þann þrýsting og
þrýstingsmismun, á leiðinni frá
yfirborði sjávar niður á botn
í úthafinu og upp aftur.
— Hvað hefur þú skotið
stærstan hval?
— Það var bláhvalur, sem
ég fékk síðasta sumarið, sem
leyft var að veiða þá. Hann
var 78 feta langur og mun hafa
vegið um 80 tonn.
— Hvað um Grænlands-
hvalinn eða sléttbakinn?
— Hann hef ég aldrei séð
öll þau þrettán sumur, sem ég
hef stundað hvalveiðarnar.
Grænlandshvalurinn var mjög
spakur og því auðveld bráð
hvalveiðimönnunum fyrr á ár-
um, þegar tæki voru frumstæð-
ari en nú. Hann var næstum
því eina hvaltegundin, sem þeir
gátu veitt meðan handskutlar
og árabátar voru notaðir við
veiðarnar. Hætt er við að
Grænlandshvalurinn sé útdauð-
ur með öllu. Sama sagan mundi
eflaust ske með aðrar hval-
tegundir, ef veiðarnar færu
ekki fram samkvæmt alþjóða-
lögum. Ég er ekki í nokkrum
vafa um að Norðmenn mundu
senda hvalveiðiskip hingað til
íslands ef fljótandi hvalstöðv-
ar væru ekki bannaðar hér í
norðurhöfum samkvæmt þess-
um lögum.
— Hvað er þér minnisstæð-
ast frá hvalveiðunum?
— Það er auðvelt að svara
þeirri spurningu. Það var þegar
ég fékk tvo hvali í sama skoti.
Þetta skeði í sumar. Við sáum
tvo sandreyði og eltum þá.
Þeir voru á mikilli ferð og við
vorum búnir að vera á eftir
þeim upp undir klukkutíma,
þegar þeir stönzuðu allt í einu
í átuflekk. Þeir lögðust á hlið-
ina eins og þeir gera jafnan
þegar áta er annars vegar og
ég var nokkurn veginn viss
um að þeir mundu ekki stanza
lengi þarna í átuflekknum. Ég
skaut á þann, sem var nær af
löngu færi — þrjátíu til fjöru-
tíu föðmum og hitti, en skut-
ullinn fór í gegnum hvalinn
og í hinn, sem lá við hliðina
á honum. f honum sprakk
sprengjan. Sá sem var nær,
var nærri búinn að rifa taugina
úr sér en ég skaut í hann ann-
arri línu og við náðum báðum.
Þegar þetta gerðist vorum við
með tvo hvali á síðunni.
— Og hvað ert þú svo búinn
að skjóta marga hvali?
— Ég fyllti þúsundið í sum-
ar; þeir voru orðnir 1054 þegar
við hættum í haust. Ef allt fer
svo sem ætlað er, munu skipin
halda úr höfn til veiða klukkan
á slaginu níu sunnudagskvöld
seint í maí. Yfirleitt er sami
mannskapurinn á skipunum
sumar eftir sumar og það er
höfuðskilyrði fyrir því að vel
gangi og svo hefur reynst vel
að byrja veiðarnar á sunnu-
degi.
Sv. S.
Kvikmyndir
Framhald af bls 29
Anthony Perkins leikur stjúp-
soninn Alexis. Hann er einn
af betri kvikmyndaleikurum
Bandaríkjanna um þessar
mundir og mjög upprennandi.
Hann er sagður mjög vandlát-
ur á hlutverk og velur þau
sjálfur, sem hann helzt kýs.
Af fyrri myndum hans má
nefna Psyco, Á ströndinni og
Dáið þér Brahms. Fyrir leik
sinn í þeirri mynd hlaut hann
verðlaun á kvikmyndahátíð-
inni í Cannes.
Raf Vallone leikur föðurinn,
skipakónginn Thanos. Vallone
er ítali og lögfræðingur að
menntun. í síðari heimsstyrj-
öldinni barðist hann í mót-
spyrnuhreyfingunni ítölsku.
Sem leikari kom hann fyrst
fram í einu af leikritum Piran-
dellos. Um 1950 hóf hann kvik-
myndaleik og hefur síðan leik-
ið í um fjörutíu kvikmyndum.