Fálkinn


Fálkinn - 03.02.1964, Qupperneq 43

Fálkinn - 03.02.1964, Qupperneq 43
mín í höndina á mér. Augu 4 Eina skiptið, sem ég sá hennar voru þurr og hún hjúkr- Jacques, var mánuðum síðar. aði mér kuldalega, blíðlega eins l jÞar sem hann vissi, að faðir og ég væri með skarlasótt. • minn átti nokkrar af vatnslita- Hryggð mín fyrstu dagana< myndum Mörtu, langaði hann orsakaði það, að bræður mínirH til að sjá þær. Okkur hungrar höfðu ekki hátt í húsinu. Á'! alltaf í það að vita meira um þeim dögum, sem á eftirUþá, sem við elskum. Mig lang- fylgdu, gátu þeir ekki lengur 'aði til að sjá manninn, sem skilið. Þeim hafði aldrei verið >Marta hafði gefið hönd sína. bannað að fara í hávaðasama 's Ég hélt niðri í mér andanum leiki, en þeir höfðu hljótt. Og ^’og læddist á tánum að dyrun- þegar ég heyrði um hádegis- ': um, sem voru opnar í hálfa bil fótatak þeirra í anddyrinu, ‘ gátt. Ég kom mátulega til að fannst mér eins og þeir væru heyra: komnir til að tilkynna mér $ „Kona mín dó með nafn hans dauða Mörtu. ; á vörunum. Vesalings barnið. Þetta er ein ástæðan fyrir því, Ég reif bréfið. Ég skrifaði annað þar sem ég fór eftir hjarta mínu. Ég bað Mörtu af- sökunar. Afsökunar á hverju? Eflaust var Jacques faðir barns hennar, en ég grátbað hana að elska mig þrátt fyrir það. Mjög ungur maður er dýr, sem gerir uppreisn við þján- ingu, Ég var þegar farinn að setja upp annað andlit. Ég hafði sætt mig við þetta barn annars manns. En áður en ég hafði lokið við bréf mitt, fékk ég bréf frá Mörtu, sem var barmafull af gleði. Við áttum soninn, sem var fæddur tveim mánuðum fyrir tímann. „Ég dó næstum,“ sagði hún og þessi setning gladdi mig eins og ein- hver barnaleg gletta. iÉg hafði ekki rúm fyrir ann- að en hamingju. Ég hefði viljað segja öllum heiminum frá fæð- ingu hans og ég hefði viljað trúa bræðrum mínum fyrir því, að þeir væru líka frændur. I gleði minni fyrirleit ég sjálfan mig, hvernig gat ég nokkurn tíma efast um tryggð Mörtu? Þessi iðrun, sem blandaðist gleði minni, kom mér til að elska hana meira en nokkru sinni fyrr og son minn einnig. I ósamræmi mínu blessaði ég mis- skilning minn. Því ég var glað- ur yfir að ég hafði stutt augna- blik komizt í kynni við kvölina. Ég hélt það að minnsta kosti. En það er ekkert eins ólíkt hluti eins og eitthvað sem líkist honum. Maður, sem hefur naumlega sloppið frá dauðan- um, heldur að hann þekki dauðann. En daginn, sem hann vitjar hans loks, þá þekkir hann dauðann ekki aftur. „Þetta er ekki dauðinn,“ segir hann og deyr. í bréfi sínu skrifaði Marta mér einnig: „Hann er líkur þér.“ Ég hafði séð nýfædd börn, systkini mín, og ég vissi, að aðeins ást konu getur séð þau líkjast þeim, sem hún vill að þau líkist. „Hann hefur mín augu,“ bætti hún við. Aðeins löngunin til að sam- eina okkur í einni manneskju gat komið henni til að þekkja augu sín í barninu. Grangierfjölskyldan var ekki í neinum vafa. Það formælti Mörtu, en varðveitti leyndar- málið, svo að hneykslið bitnaði ekki á fjölskyldunni. Læknir- inn, sem sjálfur var meðsek- ur, samþykkti að ljóstra því ekki upp, að barnið fæddist fyrir tímann og tók það á sig að útskýra á einhvern undra- verðan hátt fyrir eiginmannin- um, hvers vegna barnið þarfn- aðist sérstakrar meðhöndlunar. Á þeim dögum, sem á eftir fylgdu, fannst mér þögn Mörtu vera eðlileg. Jacques hlyti að vera með henni. Ekkert af leyf- um hans hafði haft svo lítil áhrif á mig eins og þetta, sem vesalings náunginn fékk til að vera viðstaddur fæðingu sonar síns. Ég brosti jafnvel að þeirri hugsun, að hann ætti þessa frídaga mér að þakka. Kyrrð hvíldi yfir húsi okkar. Raunveruleg hugboð skapast í djúpi, sem hugurinn nær ekki til. Og þannig framkvæma þau stundum verk, sem við túlkum á allt annan hátt. Ég hélt að ég væri orðinn blíðari vegna hamingju minn- ar, og ég gladdist yfir þeirri hugsun, að Marta væri í húsi, sem hinar ánægjulegu endur- minningar mínar höfðu gert að helgum stað. Hirðulaus maður, sem er að því kominn að deyja og grunar það samt ekki, kemur reglu á alla hluti í kringum sig. Líf hans breytist. Hann raðar skjöl- um sínum. Hann fer snemma á fætur, hann fer í rúmið þegar dagur er kominn að kveldi. Hann lætur af ósið sínum, og þeir sem umgangast hann, gleðjast. Og þannig virðist dauði hans óréttlátari. Hann var að því kominn að lifa ham- ingjusamur. Á líkan hátt var hin nýja rósemi mín undirbúningur hins dæmda. Mér fannst ég betri sonur, vegna þess að ég átti son. í sannleika dró blíða mín mig nær foreldrum mínum vegna þess að eitthvað í mér sagði mér, að ég myndi brátt þurfa á þeirra kærleik að halda. Dag nokkurn komu bræður mínir heim um hádegisbil úr skólanum, og hrópuðu að Marta væri dáin. Höggið, sem hittir mann, er svo snöggt, að hann finnur ekki til. En þeim, sem umgangast hann, finnst þetta átakanleg sjón. Þegar ég fann ekkert til, þá engdist andlit föður míns sundur og saman. Hann ýtti bræðrum mínum út. „Farið út,“ stamaði hann. „Þið eruð vitlausir, vitlausir.“ Ég var kaldur og harðneskju- legur eins og ég hefði breytzt í stein. Og svo sér hinn deyj- andi maður eitt augnablik allt líf sitt fyrir hugskotssjónum, vitneskjan um það, að hún var dáin, afhjúpaði fyrir mér allt, sem var afskaplegt í ást okkar. Vegna þess að faðir minn grét, kjökraði ég. Svo tók móðir Marta. Afbrýðisemi mín fylgdi henni jafnvel í gröfina, og ég vonaði að ekkert væri eftir dauðann. Þannig er óþol- andi fyrir okkur að hugsa okk- ur, að sá, sem við elskum, sé þátttakandi í veizluhöldum og við séum þar ekki viðstödd. Hjarta mitt var enn of ungt til að hugsa um framtíðina. Já, það var einmitt gleymskan, sem ég óskaði Mörtu, frekar en nýr heimur, þar sem ég myndi dag nokkurn hitta hana. að ég lifi.“ Þegar ég sá þennan mann, sem syrgði, en var svo virðu- legur og leyndi sorg sinni svo vel, skildi ég að regla kemst að lokum á hlutina. Hafði ég ekki nýlega fengið að vita, að Marta hafði dáið með nafn mitt á vörunum og að sonur minn ætti sómasamlegt líf fyrir höndum? ENDIR. Volter Antonsson þýddi. 2>, avíáon -^áúi KVENSKÓR Verö kr.489- Lfímtm6ergs£ntbur

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.