Fálkinn


Fálkinn - 04.05.1964, Síða 6

Fálkinn - 04.05.1964, Síða 6
ATHUGIÐ INNKOMURNAR. Hér er nokkuð auðvelt spil, sem geíur vörninni tækifæri, rem sjaldan er þó nýtt við spilaborðið. Spilið er þannig: 4 7-5-3 ¥ D-6-4 4 Á-G-8-6-5 * K-9 A D-8-6-2 ¥ 10-7 ♦ 9-4 * 10-8-6-4-3 * G-10-4 ¥ 5-3 4 K-D-10-3 * Á-D-7-2 4 Á-K-9 ¥ Á-K-G-9-8-2 4 7-2 * G-5 Suður er sagnhafi i fjórum hjörtum. Vestur spilaði út Jaufagosa og Austur fékk tvo fyrstu slagina á laufás og drottningu. Langliturinn í blindum bendir til þess, að nauð- synlegt sé, að reyna að fjarlægja innkomur blinds, en veik- leiki blinds í spaða virtist það afgerandi, að Austur skipti yfir í spaða og spilaði gosanum. Suður vann með ásnum, spilaði tígli og lét lítinn tígul úr blindum. Austur spilaði aftur spaða, sem sagnhafi vann með kóngnum. Hann spilaði nú trompásnum, siðan tígli og tók á ásinn í blindum og trompaði tígul heima með hjartagosa. Þegar trompin féllu 2-2 hjá mótherjunum gat sagnhafi gert fimmta tígulinn í blindum góðan og kastað niður tapslagnum í spaða. En vörnin gat verið mun betri, og þegar Austur hafði unnið slag á ás og drottningu í laufi átti hann að spila hjarta- trompi — í þriðja slag. Talning á innkomum blinds átti að sannfæra hann um, að hægt væri að eyðileggja tígulinn, oð það var því engin nauðsyn að ráðast á spaða í flýti. Sagnhafi hefði unnið trompslaginn heima og gefið tígulslag. En þegar Austur spilar trompi öðru sinni er spilið óvinn- andi, þar sem sagnhafi þarf að nota innkomu í blindum áður en hann byrjar að trompa tígulinn. Þó þetta spil láti ekki mikið yfir sér er það mjög lærdómsríkt — jafnt fyrir byrj- endur og eins þá sem teija sig sérfræðinga! Um þéringar. Kæri Fálki. Alltaf er maður að rekast á bréf í Pósthólfinu varðandi þér- ingar og venjulega eru þessi bréf frá einhverjum ofstækis- fullum einstaklingum, sem annað hvort vilja niður með þéringar ellegar þá þeir vilja þéringar. Ég hef lengi ætlað mér að leggja hér nokkur orð í belg. Ekki til þess að benda á endan- lega lausn málsins, heldur til þess að koma fram með tillögu eða skoðun, sem allt „normalt“ fólk hlýtur að geta sætt sig við. Sumir eru andvígir þéringum vegna þess að þeir segja þær arf frá löngu liðnum tima þegar þjóðin var undirokuð af er- lendu valda. Þetta er hin mesta firra. Þetta er bara almenn kurteisi. Ekkert annað. Það er lítil kurteisi í því að ávarpa ókunnugt fólk með þú og því- líku. En svo er mönnum auð- vitað í sjálfsvald sett hvernig þeir hegða sér. Andstæðingar þéringa geta ekki krafizt þes að þéringar verði lagðar niður á sama hátt og formælendur þéringa geta ekki krafizt þess að ,,þúunarmenn“ taki ■ þær upp. Þetta hlýtur að vera hverj- um í sjálfsvald sett. Mönnum hlýtur að vera frjálst hvað þeir aðhyllast og nota í þessu máli. Annað er fanatik, sem ekki á að eiga sér stað. Og úr því að ég hef verið að ræða nokkuð kurteisi í þessu bréfi langar mig til að víkja að öðru efni sem þessu er skylt. Hvernig væri að skólarnir tækju upp kennslu i kurteisi og hegðun. Hér á ég ekki við þá sjálfsögðu kurteisi að bjóða samstarfsmönnum góðan dag og þar fram eftir götunum held- ur kenna börnum og ungling- um hvernig á að hegða sér undir vissum kringumstæðum. Þetta er að mínu viti miklu nauðsynlegra en að vita t. d. hvað höfuðborgin í Kongó heit- ir, þó það geti á sinn hátt einnig verið nauðsynlegt. Og ég vil einnig að danskennsla sé tekin upp í skólunum. Það er hlutur, sem hefur verið vanræktur of lengi. Svo þakka ég ykkur margt skemmtilegt og kveð m<»ð beztu óskum. !.i.^ Páll Hj. Þetta gamla. Kæri Fálki. Af því að þú hefur hjálpað svo mörgum þá datt mér í hug að þú gætir kannski hjálpað mér líka svo ég skrifa þér og bið þig að segja mér hvað ég á að gera. Ég er búin að vera hrifin af strák í tvö ár og hef verið mikið með honum, sem vinkona en ekkert meira. Við erum oft tvö saman heima hjá honum og hlustum á plötur, sem hann á eða þá við erum að tala saman. Hann veit ekki að ég er hrifin af honum og ég þori ekki að segja honum það. Hann er nýhættur að vera með stelpu hann var búinn að vera með henni í eitt ár og hann sér mikið eftir henni og talar mikið um hana við mig. Hann er tveimur árum eldri en ég og er mjög reglusamur og þægilegur og getur verið mjög skemmtilegur. Og nú langar mig til að spyrja ykkur hvað ég eigi að gera. Ég vona að þið svarið mér eins fljótt og þið getið. St. Svar: HvaO þú átt aö geraf Þaö er nú þaö. Þú skalt fara heim til hans strax í kvöld og hlusta meö honum á nokkrar plötur. SÍÖan skaltu segja honum eins og er og gera lionum jafnframt Ijóst aö annaö komi hreinlega ekki til greina. Hann viröist vera særöur á þessu sviöi um þessar mundir og því veikur fyrir og þaö er um aö gera aö nota sér þaö ástand til fulln- ustu. Svar til 0. P.: Haföu okkar ráö og geröu ekk- ert i málinu. láttu strákgreyiö eiga sig því hann geröi þér ekki neitt nema stakk af meö stelpuna og eftir því, sem þú lýsir henni mun hann skila henni fljótlega aftur, nema hann haldi áfram og þaö er okkar spá aö ekki veröi hann öfundisveröur þegar fram líöa stundir. Nei, þú skalt bara taka þessu rólega, hvíla þig og endur- nærast og halda svo á veiöar aö nýju. Svar til Sigga: Greinilega er þetta mál ekki gott úrtausnar .og þess vegna er bezt aö fara ekki eftir annarra ráöum heldur reyna aö finna sín eigin. Þú skalt gæta þess vel aö fara varlega í sakirnar svo þú flœkir þig ekki meira en oröiö er og eins aö draga ekki fleiri aöila inn i þetta mál. VarÖandi seinni surningu þína mundum við telja heppilegt aö þú létir þaö afskipta- laust en geröu samt ]>aö sem þér finnst réttast og eölilegast. 6 FALKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.