Fálkinn


Fálkinn - 04.05.1964, Side 24

Fálkinn - 04.05.1964, Side 24
Judy hafði aldrei tniað á ást við fyrstu sýn, þangað til daginn sem hún rakst á unga manninn með veiðistöngina. Annars hugsaði hún ekki sérlega mikið um ástina. Hún hafði sterkan grun um að þetta allt væri bara sniðug upp- finnding, sem ætti rætur sínar að rekja til miðaldaskáldanna og mannfólkið hefði síðan alið í hugarheimi sínum. Allt sam- an mjög einfalt, að áliti Judyar: Ung stúlka fær að vita, að til er eitthvað, sem heitir ást, og að hún muni sjálf finna hana einn góðan veðurdag, og áður en hún veit af, er hún allt í einu orðin ástfangin upp fyrir bæði eyru! Þannig leit það að minnsta kosti út, hvað flestar stúlkur áhrærði. En Judy varð ekki fyrir neinu slíku. Menn gátu svo sem verið ágætir sem bræður. Það varð hún að viðurkenna, og líka jafnvel sem félagar. Einn góðan veðurdag myndi hún kannski líka prófa.hvernig það væri að vera gift einum þeirra. En að hún færi að verða ástfangin var jafn ósennilegt og að hún myndi synda yfir Atlantshafið. En svo, einn fagran sumarmorgun .... Þegar við tökum svo til orða, að Judy hafi rekizt á unga manninn, þá meinum við það alveg bókstaflega. Áreksturinn var meira að segja talsvert harður og hann átti sér stað fyrir utan Woolworths verzlunina. Ungi maðurinn var á hlaupum á eftir bláum barnavagni, sem veiðistöngin hans hafði krækzt í og Judy varð að hafa sig alla við til þess að bjarga veskinu sínu, skinkubitanum og pundi af mandarínum. Ungi maðurinn náði í síðustu mandarínuna, sem var að skoppa niður í rennusteininn, nuddaði af henni á gaberdín- frakkanum sínum og lét hana falla niður í brúna bréfpokann hennar Judyar. — Afsakið, sagði hann, — þetta var mín sök. Var það rödin? Skær, blá augun? Fagurskapað nefið? Hakan, sem bar vott um viljafestu? Brúna húfan, sem sat örlítið á ská? Kannski allt útlit hans, kannski bara eitthvað einstakt í fari hans. Hjarta Judyar sendi hraðskeyti til heil- ans, sem flýtti sér að senda það áfram eftir taugunum. Stund- in var komin. Hér var maðurinn. Judy deplaði augunum í fátinu. — Nei, það var mín sök, sagði hún — ég gáði ekki að mér. Hann brosti skilningsríkt. — Meidduð þér yður nokkuð? — Ó. nei. Hann lyfti brúnu húfunni og brosti aftur. Og þar sem hann hafði enga ástæðu til þess að fást meira um þennan atburð, hélt hann göngu sinni áfram. Judy horfði á eftir honum, fram hjá tóbaksbúðinni og efnalauginni og fyrir hornið hjá bank- anum. Þar hvarf hann. Og hann hafði hvorki sagt til nafns né heimilisfangs, aðeins skilið eftir einhverja undarlega tilfinn- ingu, sem lá í loftinu, eftir að hann fór. Judy stundi þungan, en fékk þá nýjan pústur og sneri sér við. Bak við hana stóð þrekvaxin kona með tvö börn í eftir- dragi. — Hafið þér keypt alla gangstéttina? spurði hún hvasst. Töfrarnir voru allir á bak og burt. Judy tautaði einhver af- sökunarorð og hélt áfram. Á þeim tíu mínútum, sem heimferðin tók, breyttist lífs- skoðun hennar gersamlega. Henni fannst hún vera gervihnött- ur, sem hefur farið kring um jörðina og lent aftur á sama stað og honum var skotið upp frá. Ástin var staðreynd. Hún var til í raun og veru. Og það sem meira var: Ást við fyrstu sýn, þessi rómantízka grilla, var áþreifanlega til líka. Öll þessi einkennilegu einkenni, sem hún hingað til hafði talað um með dýpstu lítilsvirðingu, hjart- sláttur, fiðringur í maganum, titrandi hné — öll þessi ein- kenni voru jafn raunveruleg og hún sjálf. Það var svo sem ágætt að verða ástfangin við fyrstu sýn — en hvað hafði hún með það að gera, ef hún sæi hann aldrei framar? Næstu þrjár vikur horfði Judy vel í kring um sig, hvert sem hún fór, á götunni, í bókabúðinni, sem hún vann í, þeg- ar hún var að verzla, hún aðgætti hvert andlit, sem hún sá. En þegar hún svo loks sá hann aftur, var það auðvitað í eitt af þessum fáu skiptum, sem hún hafði gleymt að gá í kring- um sig. Hún hafði farið inn í pósthúsið til þess að kaupa frí- merki, og þegar hún lét þau ofan í budduna sína og sneri sér við tii að fara aftur út, var hann að fara framhjá henni, Hann 24 Ieit í átt til hennar, og hann virtist kannast við hana á síðustu stundu og bar hendina upp að húfu- derinu. Áður en Judy hafði áttað sig var hann horfinn. Hjarta hennar tók mörg heljarstökk, áður en það komst í samt lag aftur. Hún hafði séð hann aft- ur, og það var auðvitað á- gætt, en hún hafði verið of lengi að átta sig á því að missa vasaklútinn sinn eða frímerkin eða grípa til einhverra annarra ráða, sem hefðu getað tafið hann. Það var leið- inlegt. Þar að auki var hún viss um, eftir að hafa séð hve kæruleysislega hann heilsaði henni, að hann hafði ekkert hugsað um hana, síðan þau höfðu fyrst hitzt. Þetta var leið- inleg uppgötvun, því hún sannaði, að ást við fyrstu sýn getur allt eins verið eingöngu frá annarri hlið- inni. En úr því að hún hafði séð hann tvisvar gat hún alveg eins séð hann þrisvar og nú var allt í einu. — Ó, eruð það þér! Judy hitnaði af gleði. Nú hafði hann strax munað eftir henni. — Ég er að leita að bók um stangaveiði. Judy mundi eftir veiðistöng- inni og varð því ekkert hissa. — Ég skal sjá, hvað ég finn, sagði hún, — þær eru þarna í endanum. Hann elti hana yfir í deild- ina, þar sem sportbækurnar voru. Á leiðinni vonaði Judy að saumarnir á sokkunum hennar væru beinir og hárið færi vel í hnakkanum. Hún var nefnilega að vona, að hann væri glaður yfir því að hafa rekizt á hana hér. Hún benti á eina hilluna. — Þarna er það sem við höfum um fiskveiðar, sagði hún. í ÁST VIÐ FYRSTU um að gera að vera betur viðbúin. Næsta hálfa mánuðinn var hún niðursokkin í að gera sér í hugarlund, undir hvaða kringum- stæðum hún gæti hitt hann að nýju, og hvað hún ætti að gera. Þess vegna urðu það henni næstum vonbrigði þegar hún loks sá hann aftur og þurfti hreint ekkert að halda á öllum þeim leift- urárásum, sem hún var búin að gera áætlanir um. Hann bara birtist einn góðan veðurdag í búðinni, sem hún vann í, eins og ósköp venjulegur við- skiptavinur, sem var ekk- ert að flýta sér. Judy fékk því nægan umhugsunartíma á meðan hann nálgaðist. — Hvað get ég gert fyrir yður? spurði hún kurteislega. — Ég ... hann brosti SVIM SMÁSAGA EFTIR L.S. HOWART24 fyrsta skipti á ævinni fannst henni of fáar bækur vera til í verzluninni um þessi efni. Hefði hann haft áhuga á bók- um um krikket eða golf, þá hefði hún getað leiðbeint hon- um heillengi. Hann beygði sig til þess að sjá betur, hvað á boðstólum væri. Judy gekk aðeins aftur á bak og dáðist þegjandi að honum. Hún varð æ sannfærð- ari um það, að hefði hann verið skapaður beint eftir hennar FALKiejN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.