Fálkinn


Fálkinn - 04.05.1964, Síða 27

Fálkinn - 04.05.1964, Síða 27
Hann horfði hugsandi upp í sumarhimininn. — Ég held að það sé full mikil sól í dag. Haldið þér það ekki? — Jú, við skulum nota Spadker Special, ákvað Judy hátíðlega. Hann kinkaði kolli og setti fluguna á. Hann kastaði og Spadger Special snerti yfirborð- ið. — Er ekki dásamlegt hérna, hrópaði Judy upp yfir sig, — öll þessi fallegu tré ... — Uss ... sagði Jeremy og leit snöggt til hennar. — Ó, fyrirgefðu! Jeremy benti á líflaust vatnið. Urriðarnir, sagði hann — þeir finna titringinn frá hávaða. — Ég held að það sé nú meira gert úr því, en rétt er, hvíslaði Judy. — Það er athyglisvert, hvísl- aði Jeremy á móti. — En yðar vegna skal ég steinþegja. Raunverulega var það ekkert erfitt að þegja. Það eitt að vera með Jeremy Collins og geta fylgzt með honum á svona dásamlegum degi, var meira en nóg. Næsta klukkutímann gerðist ekkert merkilegt. Urriðarnir höfðu bersýnilega fundið ein- hvern skemmtilegri dvalarstað yfir laugardaginn. Jeremy kast- aði af og til og einu sinni skipti hann um beitu og tók Bailey Orange í staðinn fyrir Spadger Special. Loks sagði Judy lágt: — Má ég hvísla dálitlu? — Hvað er það? — Ég er svöng. Eigum við ekki að fá okkur samloku? — Jú, við getum vel gert það. Teið var dásamlegt. Judy hafði smám saman komizt að raun um það, að það, sem er þægilega svalandi blær, þegar maður er á göngu, getur orðið að köldum næðingi, þegar mað- ur situr kyrr. Því var teið jafn- vel enn betra en samlokan. Þegar þau höfðu lokið við að borða, og það gerðu þau eigin- lega óafvitandi þegjandi, lét Jeremy í ljósi aðdáun sína, og bætti siðan hugsandi við, að hann gæti vel hugsað sér að prófa eina Macdonalds Glory á eftir. Það ætti ekkert eins vel við þennan stað hérna og Mac- donalds Glory, þegar það væri skýjað. Næsta klukkutimann varð vindurinn kaldari og kaldari og bletturinn, sem Judy sat á, harðari og harðari. Hún byrj- aði að iða af óþolinmæði. Hún fór að hugsa um það, hve miklu skynsamlegra það hefði verið að verða ástfangin í manni, sem hefði haft þægilegri áhuga- mál. Hún færði sig til óþolin- móð og fann til dofa og óþæg- inda í hægri fætinum. Og einmitt á þessu andar- taki fór að færast eitthvert líf í Jeremy. Hann varð rjóðari og rjóðari í framan og beit á neðri vörina. Judy teygði úr sér. Jeremy stóð nú alveg niðri við bakkann. — Nú hef ég hann, hvíslaði hann hásum rómi — og það er heljarmikill dólgur! Judy þaut á fætur til að standa við hlið hans á hinu langþráða augnabliki. Eða það ætlaði hún að minnsta kosti að gera, en því miður var hægri fótur hennar orðinn svo dofinn, og þegar hún ætlaði að stíga í hann, gaf hann eftir og hún féll fram yfir sig. Kalda, tæra vatnið kom nær og nær .. . Hún gaf frá sér dálítið óp um leið og hún þreif í Jeremy sér til stuðnings. Svo æpti hún hærra og um leið rak Jeremy upp öskur. Svo valt skriða af smásteinum niður, bommsara bomm, og vatnið umlukti þau bæði. Vatnið var ekki mjög djúpt. Upp við bakkann var það raun- ar svo grunnt, að þar sem þau sátu á botninum náði það þeim ekki nema í höku. — Fyrirgefðu, sagði Judy, — ég varð hrædd. Ég rann. — Já, ég varð var við það! Jeremy stóð upp og rétti Judy hendina og hjálpaði henni til að standa upp. Hann tók veiði- stöngina upp úr vatninu. Urrið- inn hafði notað tækifærið og laumazt í burtu. — Meidduð þér yður nokk- uð? spurði hann kvíðafullur. Hún hristi höfuðið. — Mér þykir þetta mjög leitt, sagði Judy. — Enginn myndi gera svona- lagað viljandi, svaraði Jeremy. En nú verðum við að fara heim strax, svo yður verði ekki kalt. Judy barðist við grátinn. ekki af því að henni væri kalt og hún hafði blotnað, heldur vegna þess, hve góður Jeremy var við hana. Hann áfelldist hana alls ekk- ert. FALKINN 27

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.