Fálkinn


Fálkinn - 04.05.1964, Blaðsíða 32

Fálkinn - 04.05.1964, Blaðsíða 32
ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGEN PANTIÐ TÍMANLEGA VOLKSWAGEN ER ÆTÍÐ UNGUR „BkuxxíNGAB" til þess eins „AÐ BKEYTA TIL" liei'ur aldrei verið stefna VOLKSWAGEN og þess vegna getur Volkswagen elzt að árum en þó haldizt í háu endursöluverði. — Engu að síður er Volkswagen í fremstu röð tækniiega, því síðan 1948 hafa ekki færri en 900 gagnlegar endurbæt- ur farið fram á honum og nú síðast nýtt hitunarkerfi ★ Gjörið svo vel að líta inn og okkur er ánægja að sýna yður Volkswagenog af- greiða hann fyrir vorið FERÐIZT í VOLKSWAGEN Varahlutaþjónusta VOLKSWAGEN er þegar landskunn HVAÐ GERIST í NÆSTU VIKU ? Hrútsmerkiö (21. marz—20. aprílJ. Ef þér hafið getað komið einhverri reglu á fjár- málin þá getið þér tekið þessari viku með mikilli ró annars ættuð þér að reyna að kippa þeim í lag. Föstudagurinn getur orðið mjög sérstæður. Nautsmerkiö (21. apríl—21. maí). Þessi vika verður mjög rómantísk og þér ættuð að reyna að notfæra yður þá möguleika sem gefast. Þér skuluð þó ekki fara óvarlega í sakirn- ar því það gæti haft hin verstu eftirköst. Tvíburamerkiö (22. maí—21. iúní). Þér ættuð að sýna vinum yðar meira traust en þér hafið gert að undanförnu því þeir eiga það fyllilega skilið af yður. Þér ættuð ekki að tor- tryggja þá sem vilja yður vel. Krabbamerkiö (22. júní—22. júlíj. Þér ættuð að dveíja heima við um þessa helgi og umgangast yðar nánustu því það mundi koma yður að góðu haldi seinna í vikunni. Miðviku- dagurinn getur orðið nokkuð leiðigjarn. LjónsmerkiÖ (23. júlí—23. ágústJ. Ef yður hættir til til þunglyndis í þessari viku eraðeins eitt ráð til og það er að gera sér daga- mun og láta erfiðleikana ekki á sig fá. Þér getið líka huggað yður við það að bjartari tímar eru framundan. Jómfrúarmerkiö (24. áqúst—23. sept.J. Þér ættuð að taka lífinu með ró í þessari viku og hugsa málin og reyna að komast að einhverri niðurstoðu. Það er hætt við að þér verðið fyrir vonbrigðum þegar líða tekur á vikuna. Vogarskálamerkiö 24■ sept.—23. okt.J. Þessi vika kann að reynast yður nokkuð erfið hvað vinnustaðinn við kemur en þér ættuð ekki að láta það á yður fá heldur líta björtum augum á framtíðina því hún ber margt í s"kauti sínu. Sporödrekamerkiö (24. okt—22. nóv.J. Fyrri hluti þessarar viku verður yður með ýmsu móti nokkuð óhagstæður en að sama skapi verður seinni hlutinn yður hagstæður og það ættuð þér að notfæra yður eins og kostur er og búa undir framtíðina. Boqamannsmerkiö (23. nóv.—21. des.J. Þér ættuð ekki að takast of mikið í fang heldur reyna að ijúka því af sem fyrir liggur áður en þér byrjið á nýiu. Ef þér farið eftir þessu getur næsta vika orðið mjög þægileg. SteincieitarmerkiÖ (22. des.—20. janúar). Til þess eru vítin að varast þau og ef þér sýnið þann þroska að læra af reynslunni getur þessi vika sem nú fer í hönd orðiÓ yður til mikils gagns. Mánudagurinn verður skemmtilegur. VatnsberamerkiÖ (21. janúar—18. febrúarj. Þér ættuð að sýna einum vini yðar meira traust en þér hafið gert að undanförnu því bessi maður vill yður vel og þér hafið enga ástæðu til að tortryggja hann. Minnist þessa. Fiskamerkiö (19. febrúar—20. marz). Þessi vika verður mjög skemmtileg fyrir yður og þér ættuð ekki að hugsa um neinar stórfram- kvæmdir heldur láta hverjum degi nægja sína þjáningu Þess vegna ættuð bér að stunda rósemi. o © © © # 32 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.