Fálkinn


Fálkinn - 06.07.1964, Qupperneq 28

Fálkinn - 06.07.1964, Qupperneq 28
Beatles B'iamh af bls 21. Honum líkaði klippingin vel og við hlógum okkur máttlaus yfir henni. Hinir urðu stórhrifn- ir. Beatles-hárgreiðslan hafði haidið innreið sína. — Stuart teiknaði meira og meira, með eða án lita. Hann skrifaði einnig nokkrar gaman- sögut’, sem hann las upp fyrir„ mig og reif svo í agnir. Astrid og Stuart voru stöðugt saman. Þau fórnuðu hvert öðru hverri fristund. Það var eins og þau grunaði, að eitthvað hræði- legt væri í vændum. Stuart spilaði alltaf öðru hvetju með hinum, en stöðugt sjaldnar og sjaldnar. Og árið 1960 voru þeir aðallega fjórir, sem héldu hópinn í spila- mennskunni, Pete Best, George Harrison, John Lennon og Paul MacCartney. Svo tóku þeir nýjan mann í hópinn, söngvar- ann Tony Sheridan frá Liver- pool. Heilsu Stuart fór hrakandi. Hann fékk allskyns grillur, sem hræddu Astrid. Hann trúði henni fyrir því að hann væri hræddur um að hann væri með krabbamein. Hann hætti að borða eins og hann þurfti og köstin urðu' verri. Dag einn féll hann saman á götu. Hann reyndi að stunda nám sitt áfram, en sjúkdómurinn ágerð- ist og hann varð æ meira rúm- fastur. AstricJ, sem nú er 25 ára heldur áfram: — Hann þjáðist af óskaplegum höfuðverk, og ég fór að leita til lækna og sérfræðinga. Þeir gátu ekki sagt mér, hvað væri að. Bítl- arnir fóru um stund aftur til Englands. í apríl, 1962, áttu þeir að koma fljúgandi aftur til Hamborgar, og byrja að skemmta í hinum nýopnaða Stjörnuklúbbi. Stuart var hérna hjá mér. Hann hlýtur að hafa farið fram úr um miðja nótt. Ég fann hann meðvitundarlaus- an á gólfinu og hringdi á sjúkraliðið. Við ókum á fullri ferð til spítalans. Stuart varð æ fölari. Þegar þangað kom leit einn læknanna á hann á börunum og sagði mér, að hann væri dáinn. Síðar fékk ég að vita, að blóð hafði safnast á heila hans. — Ég var lömuð. í margar klukkustundir sat ég og starði á vegginn. Lífið hafði flogið frá mér. Móðir Stuarts kom til að sjá lík sonar síns. Astrid ragði Bítlunum sjálf fréttina við komu þeirra. — John, sem var bezti vinur Stuarts, tapaði sér næstum því. Paul og Pete grétu. George og móðir Stuarts og ég féllumst í faðma. voru samstundi3 & leið upp stjörnuhimininn. Síðan hafa Bítlarnir tvisvar skemmt I Hamborg. Þeir munu aldrei gleyma þessari borg og þeim minningum, sem þar hafa Dauði Stuarts hafði áhrif á líf þeirra allra. The Beatles létu enn verr en fyrr, eins og til að reyna að breiða yfir það, sem hafði gerzt. Og þessir ungu drengir urðu fullorðnir á einni nóttu. Þeir fundu sinn stíl og brennzt í huga þeirra. — Nú sef ég í herbergi Stu- arts, segir Astrid. Það er svart, vegna þess að mér líkar svart, en það hefur ekkert með sorg- ina vegna Stuarts að gera. í horninu stendur gítarinn hans. Stundum á nóttunni fannst mér. hann vera hér, Þetta skal allta|, verða herbergið hans og ekkerí skal breytast. i Og í herbergi við hliðina geymir Astrid málverk og teikningar Stuarts, sum þeirra hálfkláruð. í vor var sýning & þeim í Liverpools Walker Art Gallery. Astrid safnar öllum blaðaúrklippum um The Beat- les en það er bara eitt andlit, sem hún sér: Andlitið sem vantar. — Ég hef betri bústað fyrir minninguna um Stuart en svart herbergi, segir hún. — Það er hjarta mitt. Eins og fyrr segir hafa Bítl- arnir og Astrid ávallt haldið vináttu sinni og hún ferðast oft til Liverpool og til Englands og hittir þá félaga. Þeir taka henni alltaf eins og einum af sér, enda eiga þeir henni og móður hennar margt að launa frá því er svartast var í álinn — og þeir hafa ekki gleymt því. Og Astrid hefur einnig nóg að bíta og brenna. Hún hefur miklar tekjur af ljósmyndum sínum, einkum af þeim félög- um, og hún þarf ekki að vinna, nema þegar henni sýnist. Kvikmyndir Framhald af bls. 26. tímann, áður en Guðmundur gat tryggt sér myndina endan- lega, svona snemma! Má vissu- lega segja, að hér sé um mikla framför að ræða og vonandi feta fleiri kvikmyndahús í fót- spor Tónabíós í þessum málum, en nóg um það. Við höfum séð blaðaumsagn- ir manna, sem séð hafa hluta úr 7 j hinni nýju mynd Bítlanna á prufusýningum og tónninn í þeim umsögnum kom okkur á óvart. Þeir fullyrða nefnilega, að Bítlarnir geti „LEIKIГ og séu meira að segja afbragðs gamanleikarar. Sumir taka svo djúpt í árinni að segja, að þeir séu nýir Marx-bræður. Þótt varlegast sé að taka svo há- stemmt lof þeirra, sem hafa orðið þeirrar velvildar aðnjót- andi að sjá myndina, of alvar- lega, þá vekja ummæli þeirra óneitanlega forvitni. Og það skyldi þó aldrei eiga eftir að liggja fyrir virðulegum eldri borgurum að standa í biðröð- um ... Handritið að myndinni er skrifað af Alun Owen, sem hef- ur skrifað fjölmörg sjónvarps- handrit og hefur hlotið verð- laun tyrir þann starfa sinn. Hann hefur byggt myndina upp 28 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.