Fálkinn


Fálkinn - 09.11.1964, Blaðsíða 8

Fálkinn - 09.11.1964, Blaðsíða 8
Það var hægara sagt en gert eð aka bílnum, ljóslausum eftir troðningnum. Þegar Andrew beygði út af stígnum og ók út á grasslétturnar skammt frá austurlandamærum Veleba var van Wyk tilneyddur að fylgja á eftir honum. Þeir voru komnir til Zeckoei- fljótsins, þegar Saul greip í húsbónda sinn. — Þarna! Nkosi! Engum duldist hvað þarna hafði farið fram. Grasið var niðurtraðkað og blóðilitað. Hýenur og sjakalar voru að gæða sér á dýraleifum, sem veiðiþjófarnir höfðu skilið eftir. Andrew tók byssu sína og steig út úr jeppanum. — Sittu kyrr, skipaði hann. Kannski eru særð dýr í grenndinni. En Saul fór á eftir honum og hélt á hlaðinni byssu í hend- inni. Andrew beygði sig niður og tók upp nokkur skothylki, sem hann rétti Wyk. Lögreglu- stjórinn athugaði þau og sagði: Þeir hafa notað þessa aðferð fyrr. Hér hlýtur því að vera Vim sömu þorparana að ræða. Þeir rannsökuðu svæðið nokkra stund, en sneru síðan áftur að bílunum. Greinileg íijólför bíls sáust í röku gras- inu. — Við förum af stað núna. Við fylgjum slóðinni og sjáum til, hvað gerist. Það var James sem fyrst kom auga á þá — og vörubill- inn sem lagt hafði verið í íkugga trjánna í um það bil þundrað metra fjarlægð frá þeim. — Nkosi! Þarna eru þeir — hrópaði hann. En veiðiþjófarnir höfðu einn- ig orðið varir mannaferða. Bíll þeirra var ræstur og brunaði fcíðan af stað. Andrew kveikti á Ijósunum Íg sá að van Wyk gerði slíkt ið sama. Nú þurftu þeir ekki að sýna gætni lengur. Og Ándrew var gripinn brennandi lBngun að hefna fyrir öll vesal- Jngs dýrin sem þessir glæpa- þrienn höfðu grandað á hinn feóðalegasta hátt. Van Wyk kom rétt á eftir Jeppanum og hann gat ekki fmnað en dáðst að því hve rösk- |ega Andrew Miller gekk fram, pg hversu laginn hann var að palda bílnum á veginum — ef veg skyldi kalla. En nú stefndu þeir beinustu leið að fljótinu Og Andrew dró ekki úr hraðan- um heldur. Van Wyk hemlaði bilnum á bakkanum. Hann var fjölskyldufaðir engu síður en en vörður laga og réttar og 8 FÁLKINN hann taldi enga nauðsyn að hann færi að fremja hér sjálfs- morð að gamni sínu. Andrew datt ekki í hug að hika eða snúa bílnum við, er hann sá fljótið framundan. Hann skyldi komast yfir. Vöru- bíll þjófanna var að aka upp úr ánni og spólaði dálítið í leðjunni. — Skjóttu á dekkin, sagði hann við Saul, sem sat fast hjá honum. honum illa að festa hugann við þetta, þegar hann vissi af Alice rétt hjá. Þeim hafði lent illi- lega saman fyrr um daginn. Og þegar hún stóð hjá honum og augu hennar gneistuðu af reiði, þá hafði hann ekki getað stillt sig lengur og tekið hana í faðm sér. Fyrst hafði hún streitzt á móti, en síðan hafði hún fáein andartök endurgoldið atlot hans, og loks ýtt honum frá sér — Þakka þér fyrir hjúkr- unina, sagði hann brosandi. Hún horfði vandræðalega á hann. Öll harka var horfin úr svip hennar og fasi. — Ég var fegin að fá eitt- hvað að gera — hvað sem var! Guð minn góður, en það óveð- ur! Hún skalf og greip hönd- um fyrir andlitið. Hann leit í kringum sig og að fletinu hennar. Hann sá að FIMMTI HLIJTI Saul miðaði og skaut. En i sömu andrá beindu mennirnir í vörubílnum ljóskastara að jeppanum. — Dreptu þá núna! öskraði glæpamaðurinn sem ók bílnum. Andrew heyrði Saul skjóta sex skotum og vörubíllinn komst litið áfram. — Vel af sér vikið, sagði hann. En hann hugsaði með sér: Þetta er þýðingarlaust. Ég get ekki haldið jeppanum í réttri stefnu hér í ánni. Straum- urinn er allt of mikill. Ef ég get bara látið það danka fáeina metra enn — þá erum við komnir... Skyndilega reið skot af frá vörubílnum hinum megin. Andrew fann nístandi sársauka í öxlinni. Þegar Andrew Miller hneig fram á stýrið sá van Wyk með skelfingu að straumurinn var í þann veginn áð taka jeppann — sem barst nú stjórn- laus niður eftir fljótinu. Eldurinn logaði glatt í arn- inum eins og neonljósin á Piccadilly Circus í London. Rusty sat á kassa með blýant og blað i hönd og glímdi við að koma saman fréttaskeyti frá Veleba. Þar eð regntíminn var byrjaður mundi líða að minnsta kosti sólarhringur unz þau kæmust áfram. Rusty óskaði með sér að hann ætti eins létt með að skrifa og tjá sig eins og Andrew. Auk þess gekk og hlaupið burtu. Stormurinn gnauðaði úti fyr- ir og regnið lamdi kofann. Arinristin féll niður með brauki og bramli og Rusty hljóp til og ætlaði að reisa hana upp. Þegar hann hafði komið henni á sinn stað sá hann að hann hafði hruflað sig á hendi. — Þú hefur meitt þig. Hann sneri sér snöggt við og sá Alice standa við dyrnar og undarlegur svipur var á andliti hennar. — Það er ekki hættulegt, sagði hann og vafði í snatri vasaklút um höndina. — Láttu mig líta á það, sagði hún með hjúkrunarkonu- rödd. Hún gekk yfir gólfið til hans, greip um hönd hans og tók vasaklútinn af aftur. Það er bezt þú komir með inn til mín sagði hún. Ég hef sárabindi í töskunni minni. Hann fylgdist með henni inn í hitt herbergið. Honum var nú rórra, þegar hún hafði tekið við stjórninni. — Farðu og þvoðu sárið, sagði hún og benti að vaskin- um, — meðan ég tek til það nauðsynlegasta. Þegar hún hafði bundið um sárið æfðum höndum sagði hún fljótmælt: — Það var heppni að þetta var ekki verra. Aldrei hef ég séð neitt eins heimskulegt og hvernig þú ætlaðir að reisa rist- ina við. Þú hefðir ekki verið snarari í snúningum, þótt mannvera hefði átt í hlut. koddinn lá samankuðlaður við höfðalagið. Auminginn litli, hugsaði hann. Þarna hefur hún þá legið og grafið höfuðið í koddann og barizt við hræðsl- una. Alice lét fallast niður á fletið. Úti fyrir glömpuðu eldingar með fárra mínútna millibili. Alice stundi hálfkæfðri röddu: — Ég þoli þetta ekki lengur. Hvenær tekur það eiginlega enda? Hann settist hjá henni og lagði höndina á axlir henni. — Vertu ekki hrædd, sagði hann. — Það versta er um garð gengið... Þú hefðir átt að koma strax til mín ... ég vissi ekki.. . — Hvers vegna hefði ég átt að gera það? Það er ekki bara þetta óveður. . . það er svo margt annað, sem hefur dregið úr mér kjarkinn. Þegar ég sé eldingarnar og heyri þrumurn- ar fer ég að hugsa til baka —• þegar stríðið var — og þegar pabbi dó. Og þegar ég heyrðí að ristin skall niður þá varð ég að fara inn til þín .. . og þegar ég sá að þú hafðir meitt þig — þá var eins og mér liði pínu- lítið betur að fá eitthvað til að dreifa huganum ... Hann brosti. — Kæra, litla Alice, er nokkuð sem ég get gert fyrir þig? Hún hló með skjálfandi vör- um, en augu hennar voru full af tárum. Hann varð hrærður og áhyggjufullur. — Þú átt ekki neinu slíku

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.