Fálkinn - 09.11.1964, Page 10
sli Halldórs-
ti sem Vanja
endi<
Gestur Pálsson,
Karl Sigurðsson
og Gísli
Halldórs í hlut-
verkum Ser-
briakoffs, Vöfflu
og Vanja.
i
Leikfélag Re
„En hvar eru hin? Mér líkar ekki þetta hús. Eins konar
völundarhús, tuttugu og sex stærðar herbergi, fólk dreifir sér
um og finnur aldrei hvert annað.“
Þetta segir prófessor Serebiakoff og að því búnu hringir
hann bjöllunnL Hann hefur stefnt til fjölskylduþings á hinum
aldna rússneska herragarði þar sem hann hefur leitað athvarfs
um stundarsakir ásamt konu sinni ungri. Hann er kominn
að fótum fram fyrir elli sakir, kvennaguliið og gáfnaljósið,
núorðið er of dýrt fyrir hann að búa í borginni og nauðugur
10
hefur hann orðið að setjast að á óðalinu sem fyrri kona hans
átti. En rússneskt sveitalíf er dauflegt og dapurt og ólíkt
snauðara en lífið í samkvæmissölum og háskólum borganna.
Þvagsýrugikt og búksorgir af ýmsu tagi hrella þennan fræga
bókmenntamann. Hann er af lágum stigum en hefur öðlazt
frama og hylli, hér er hann kominn til þess fólks sem alla
tíð styrkti hann af ósérplægni og trú. Vanja, fyrrum mágur.
hans, hefur í raun réttri fórnað lífi sínu fyrir hann, slitið sér
út við rekstur búsins fyrir lítil laun eingöngu í því skyni að
FALKINN