Fálkinn - 09.11.1964, Síða 11
I
ykjav. sýnir um þessar mundir Vanja frænda eftir Anton Tékov
undir stjórn Gísla Halldórssonar
hinn mikli prófessor sem móðir hans dáði og tignaði gæti
óskiptur helgað sig vísindalegum rannsóknum og glæsilegu
líferni heimsmannsins. Og Serebiakoff rekur raunir sínar
fyrir Helenu konu sinni sem hefur gefizt honum aðeins 25
ára að aldri. Það er nótt og þrumuveður í aðsigi, þvagsýru-
giktin hans heldur vöku fyrir þeim báðum:
„Að vinna allt sitt líf fyrir vísindi og menntir, verða sam-
gróinn skrifborðinu, áheyrendasalnum og háttvirtum sam-
starfsbræðrum — til þess eins að lenda óvænt, að tilefnis-
lausu, í þessu grafhýsi, umgangast daglega heimskt fólk, hlusta
á auðvirðilegar samræður... ég vil lifa, ég elska f rama, ég
elska frægð, hylli — og svo hér — hér er ég eins og útlagi.
Að sakna fortíðar sinnar hverja stund, hafa spurnir af annarra
framgangi, að óttast dauðann. . ég get það ekki! Ég hef
ekki styrk til þess! Og þarna er þeim rétt lýst, þau vilja ekki
einu sinni fyrirgefa mér að vera gamall.“
Ýmsum hættir til að hugsa sér Tékov sem bölsýnismann o;|
leikrit hans sorgarleikrit. Ekkert er fjær lagi. Að vísu ef
FÁLKINN 11