Fálkinn - 09.11.1964, Blaðsíða 12
á framgangi hennar í leiknum og því tökum við mark
á henni, þó svo að Sonja hafi séð framtíðardrauma
sína hrynja í rúst á þeirri stundu sem Astroff læknir
snýr við henni baki:
Hvað getum við gert? Við verðum að lifa! — Við
lifum, Vanja frændi, við lifum langa, langa röð daga,
endalaus kvöld; þolinmóð munum við þola þær þrautir
sem örlögin senda okkur; við vinnum fyrir aðra nú og
í ellinni án þess nokkru sinni að unna okkur hvíldar,
þegar tími okkar er kominn, munum við deyja auð-
mjúk og þarna við hliðina á kistunni munum við segja
að við höfum þjáðst, að við grétum þú og ég, frændi,
elsku frændi, við munum sjá lífið bjart, fagurt, fallegt,
við verðum hamingjusöm og lítum blíðlega um öxl og
brosum að þessu óláni okkar nú — og við fáum hvíld.
Ég trúi, trúi heitt...“
Hún krýpur frammi fyrir honum og leggur höfuðið
í keltu hans og bætir við þreytulegri rödd: „Við fáum •
hvíld!“
Leikritið ber nafn Vanja frænda og fyrst og fremst
eru það örlög hans sem verða áhorfendum hugstæð. í »
gegnum þá mynd sem við fáum af honum á sviðinu sjáum
við aðra upprunalegri: það er sá Vanja frændi sem á
æskuskeiði ól með sér bjarta drauma og djarfar vonir,
(,,ég hefði getað orðið annar Schopnehauer, annar Dos-
toievskí11). En hann hefur orðið fórnardýr umhverfis
sins, „þessa leiðinlega rússneska sveitalífs." Við þurfum
hvorki að líta til Rússlands né til sveita í því skyni
að fá vitneskju um þess konar „líf“ það blasir víst við
flestum, „þetta leiðinlega rússneska sveitalíf.“
Helgi Skúlason í hlutverki Astroffs læknis.
Astroff og Vanja. (Helgi Skúlason og Gísli Hallórsson).
VANJA FRÆNDI
honum einatt efst í huga fólk sem biður skipbrot, sér vonir
sínar deyja án þess að rætast, fólk sem verður viðskila. Honum er
hugleikinn sá sem bíður ósigur fyrir umhverfi sínu, ekki af læpu-
skap né ódygð, heldur sakir þéss að tilfinningarnar eru of við-
kvæmar, vonirnar of stórlátar. Og þó kemur í ljós ef grannt er
gáð að persónur Tékovs bíða í raun réttri aldrei algeráh ósigur,
fyrir þeim lýsir jafnan ljós vonar eða trúar þegar allt um þrýtur.
Og það er ekki ljós sem skáldið kveikir á síðustu stundu tí} að bjargá
fólki sínu úr bókmenntalegum ógöngum, heldur hefúr það logað
allt frá upphafi og léð verkinu öllu þá kynlegu birtu sem einkennir
leikrit Tékovs.
Orðræða Sonju í leikslok þegar prófessorinn er farinn brott
ásamt konu sinni og allt hnígur til upphafs síns á ný, vonirnar
eru brostnar og Vanja er orðið ljóst að hann hefur elt vafurloga,
þolað hneisu og smán og jafnvel reynt að myrða prófessorinn en
lofar honum þó að lokum þessum 500 rúblum árlega hér eftir eins
og hingað til. Þessi ræða Sonju er ekki orðin tóm, aðeins árétting
12 FALKINN