Fálkinn - 09.11.1964, Qupperneq 16
Kvikmyndirnar eru ekki aldnar að
árum. Það má segja að þær fylgi
öldinni, sem við lifum á, og þeiry
sem komnir eru yfir fertugt, muna
þá byltingu, sem varð á þessu sviði^
þegar farið var að framleiða kvik*
myndir með tali og tónum. Þegar i
upphafi varð mönnum ljóst, að kvik-
myndir mátti gera í ýmsum tilgangi,
Bandaríkjamenn ui'ðu hvað fyrstir
til að hefja stórframleiðslu á kvik*
(VIKMYNDIR T
myndum. Þeir byggðu heila borg, •
Hollywood, sem um tima var nokk-
urs konar háborg í þessum efnum.
Þar lögðu fjármálamenn fé sitt í
kvikmyndafyrirtæki og tókst á
skömmum tíma að raka saman
nokkrum milljónum dala. Þar varð
líka til það fyrirbrigði, sem kallað
er stjörnur og stjörnudýrkun, eitt
leiðinlegasta fyrirbrigði kvikmynd-
anna. Þó er rétt að hafa hugfast, að
á þessum fyrstu ái'um kvikmynd-
anna vestan hafs voru unnin þau
kvikmyndaverk, sem alltaf vei'ða
talin sígild.
En það voru fleiri en fjármála-
menn, sem komu auga á þetta nýja
form. Listamönnum opnaðist þarna
nýtt listform. En þeir áttu erfitt upp-
dráttar, því það kostaði mikið fé að
gera eina mynd, og þeir, sem réðu
auðmagnínu, höfðu lítinn áhuga á
að gera listrænar myndir. Þetta
tvennt hefur sjaldnast átt samleið.
Þá voru þeir margir, sem gerðu
heimildarmyndir. Þeir festu á filmur
merka viðburði úr samtíðinni og «
einnig um lifnaðarháttu manna.
Og enn er einn þáttur kvikmynd-
anna ótalinn. Það eru fræðslu- og
kennslumyndir. Kvikmyndin er »
máttugt kennslutæki, ef rétt er á
haldið, á sama hátt og hún getur
verið hættuleg og siðspillandi.
Við íslendingar höfum verið held-
ur hægfara í gerð kvikmynda. Þeir,
sem að þessu hafa starfað, hafa átt
við mikil vanefni að stríða, eins og
oft er um brautryðjendur, og verkin
hafa borið það með sér. En nú er
útlit fyrir, að þetta fari að breytast,
hér eru að byrja kvikmyndafélög og
að þeim standa duglegir menn, sem
ekki víla erfiðleikana fyrir sér. Og
um þessar mundir munu vera nokk-
uð á annan tug manna við nám er-
lendis í þessum fræðum. Þessi breyt-
Forstöðumaður safnsins er Stefán
Júlíusson rithöfundur. Hann stendur
hér við skápa þá sem geyma filmur
safnsins, en þeir skápar eru oftast
auðir því safnið lánar út um 20
filmur daglega.