Fálkinn - 09.11.1964, Page 18
Ef þú leggur það í vana þinn að daðra við konur, er
erfitt fyrir þig að gera þér ljóst, hvenær hætta ber
þeim leik og konur byrja að líta á þig sem föður —
eða afa. Þetta er einkum erfitt vegna þess, að hver
miðaldra maður hefur annað höfuð innan í sínu eigin.
Ytra höfuðið hefur hrukkur, grátt hár, skemmdar tenn-
rr og sljó augu. En innra höfuðið er ennþá hið sama
f % var á meðan hann var ungur, hárið þykkt og svart
'jrundið slétt. tennurnar hvítar og augun skær. Það er
nra höfuðið. sem horfir girndaraugum á konur og
’ldur sig vera þeim sýnilegt. En auðvitað sjá konurn-
■ r ytra höfuðið og segja: „Hvað vill hann, þessi gamla
fuglahræða? Getur hann ekki séð, að hann er nógu
gamall til að vera afi minn?“
Þetta ár var rakarastofan, þar sem ég hef unnið
næstum þrjátíu ár, stækkuð. Skipt var um spegla og
vaska, veggir og skápar voru málaðir, og loks fannst
eigandanum ágæt hugmynd að bæta handsnyrtidömu
við starfsliðið. Hún hét Jóla. Auk eigandans vorum við
þrír á stofunni. Ungur maður, um 25 ára gamall, dökk-
hærður og alvarlegur, kallaður Amato, hafði áður verið
lögregluþjónn. Jósep 5 árum eldri en ég, stuttur, digur
og sköllóttur, og loks ég sjálfur. Ég veitti því mjög
fljótt athygli, að við störðum sifellt á Jólu allir þrír,
eins og alltaf verður, þar sem kona birtist meðal karl-
mannanna. Þetta var ósköp venjuleg stúlka, fremur
rnotur, hafði reglulega andlitsdrætti og svart hár. Hún
líktist milljónum annarra stúlkna.
Þegar hér er komið sögu, verð ég að geta þess, án þess
mig langi til að gorta, að ég er það, sem kallazt getur
fallegur maður. Ég er grannur, hæfilega hár, með skarpa
rndlitsdrætti, fölur yfirlitum. Konur segja, að útlit mitt
veki áhuga. Og vissulega er augnaráð mitt áhrifaríkt,
einkum ef ég lít til hliðar. Augu mín eru blíð og til-
finningarík og í þeim speglast hæfilegur vottur tor-
t"yggni. En það fallegasta við mig er hárið, sem er ljós-
"auðbrúnt, fíngert og liðað og klippt alla nazzarena,
það er að segja, það stendur upp í loftið eins og margar
logatungur. Ég hef langa barta, sem ná mér niður á
miðja vanga. Ennfremur er ég alltaf vei til hafður.
Þegar ég er ekki á stofunni, er ég alltaf rétt klæddur,
með bindi, sokka og vasaklút í sama lit. Á stofunni er
ég alltaf í svo fannhvítum slopp, að líkara er skurð-
Jækni en rakara. Það er ekki að undra, þó að mér gangi
vel gagnvart konum, með slika eiginleika. Og þar sem
velgengni mín á þessum vettvangi hefur alltaf verið söm
og jöfn, þá er það orðinn vani minn, ef kona hefur áhrif
á mig, að horfa á hana, krefjandi og hvetjandi, og kem-
ur það í stað margra gullhamra, þannig að þegar ég
nálgast hana, eftir að hafa horft á hana lengi og ákveð-
ið, finn ég, að ávöxturinn er þroskaður og ég þarf aðeins
að rétta út höndina og taka hann.
Á stofunni var Amato sá, sem ég óttaðist mest, hvað
Jólu snerti. Hann var hvorki laglegur né skemmtilegur,
en hann var ungur. Aftur á móti reiknaði ég ekki einu
sinni með Jósep. Hann var eldri en ég. eins og áður er
sagt, og hræðilega Ijótur.
Jóla sat alltaf við litla handsnyrtiborðið sitt í horn-
inu, dauðleið og hreyfingarlaus og sökkti sér niður í
að lesa aftur og aftur þessi tvö eða þrjú dagblöð, sem
fyrirfundust á stofunni. Stundum snyrti hún á sér negl-
urnar, á meðan hún beið eftir því að geta gert slíkt
hið sama fyrir viðskiptavinina. Ég horfði stöðugt á hana,
aæstum ósjálfrátt og gegn vilja mínum. Viðskiptavinur
vom inn og settist í stólinn, ég tók handklæðið og breiddi
’t því með einni glæsilegri hreyfingu, um leið og mér
'ókst að senda henni langt tillit. Eða ég starði á hana,
meðan ég var að þvo einhverjum um hárið og nuddaði
' eyðandi sápunni um höfuð hans með báðum höndum.
'’tundum var ég að snyrta hár viðskiptavinarins með
• kæraoddunum, og tókst mér þá að líta á hana við
r'órðu hverja beitingu skæranna. Ef hún hreyfði sig
á sinn letilega hátt, var t d. að ná í einhver áhöld
niður í skúffu. var ég vanur að elta hana með augun-
18 FÁLKINN
um í speglinum. Ég verð að viðurkenna, að Jóla var langt frá
því að vera fjörleg eða aðlaðandi. Hún var eins og stór syfjaður
köttur, svipurinn dauflegur og sljór. En smátt og smátt fór þetta að
bera árangur hjá mér. í fyrstu tók hún eftir, að ég horfði á hana,
siðan gerði hún sér ljóst, að það var hún, sem vakti slíka athygli,
og loks byrjaði hún að horfa á móti á sinn hægláta hátt, í sannleika
sagt án þess að nokkuð byggi undir.
Nú þótti mér sem mál væri komið til að láta til skarar skríða,
og laugardag einn bauð ég henni á Ostía-baðströndina daginn eftir.
Hún þáði boð mitt strax, en lét þess þó getið, að ég mætti ekki setja
út á baðfötin hennar, hún hefði fitnað dálítið, og þau væru orðin
sér nokkuð þröng. í sannleika sagt sagði hún alveg feimnislaust:
„Ég er farin að safna spiki af því að sitja svona grafkyrr hér á
stofunni." Þetta var alveg undirhyggjulaus athugasemd, mér féll
vel við hana fyrir að segja þetta.
Við ákváðum að hittast á San Paolo stöðinni næsta dag. Ég snyrti
mig gaumgæfilega, áður en ég lagði af stað. Ég rakaði mig og
SMÁSAGA EFTIR ÍTALSKA R
GAMALL
GLÓPUR
ROSKINN MAÐUR BERST ÖR
stráði dálitlu púðri á kinnarnar ég greiddi mér með fíngerðum
kambi til að uppræta hinn minnsta vott af flösu, og loks úðaði ég
dálitlu fjóluilmvatni yfir höfuð mitt og vasaklút. Ég var í Byron-
skyrtu, léttum hitabeltisjakka og hvítum buxum. Jóla var mjög
stundvís. Á mínútunni tvö sá ég hana koma á móti mér gegnum
fólksmergðina. Hún var hvítklædd frá hvirfli til ilja og virtist
fremur lág og gildvaxin, en ung og aðlaðandi engu að síður.
„Enn sá fólksfjöldi,“ sagði hún um leið og hún heilsaði mér. „Ég
er hrædd um, að við verðum að standa alla leiðina."
„En sá fólksfjöldi,“ sagði hún um leið og hún heilsaði mér. ..Ég
finna henni sæti hún skyldi aðeins láta mig um það.
Nú var lestin komin. og fólksfjöldinn á stöðvarpallinum var grip-
inn einhverju hræðsluæði. Allir æptu og kölluðu hver á annan.
Ég brauzt í gegn, krækti í hurð og hóf mig upp yfir mannfjöldann
og var í þann veginn að komast inn í lestina. Þá kom ungur, dökk-
hærður maður, sem ýtti við mér og ætlaði að komast framhjá.
Ég ýtti rækilega við honum í staðinn og komst fram fyrir hann.
Hann togaði í ermina mína ég gaf honum olnbogaskot i magann,
losaði mig og kastaði mér inn í klefann. En ég hafði misst tíma í
viðureigninni við þennan unga dóna, og klefinn var þegar full-
skipaður að undanteknu einu sæti. Ég þaut þangað og hann líka.
Ég kastaði baðfötunum mínum í-sætið og hann jakkanum sínum