Fálkinn


Fálkinn - 09.11.1964, Síða 19

Fálkinn - 09.11.1964, Síða 19
á sama augnabliki. Síðan litum við hvor á annan: „Ég kom fyrst,“ sagði ég. „Hver segir það?“ „Það geri ég,“ svaraði ég og fleygði jakkanum framan í hann. Um leið kom Jóla og settist í sætið án þess að hika og sagði: „Þakka þér fyrir, Laugi.“ Ungi maðurinn tók upp jakkann sinn, hikaði við en þegar hann sá, að Jólu yrði ekki þokað gekk hann burtu og kallaði hárri röddu: „Gamli glópur!“ Lestin lagði jafnskjótt af stað. Ég stóð og hélt mér í stöng- ina og var mjög nálægt Jólu. En nú var allur ákafi minn horfinn og mig langaði mest til að fara út úr lestinni og heim. Þessi orð:„gamli glópur“ höfðu dunið á mér einmitt, þegar ég sízt vænti þess. Ég fann, að tvöföld þýðing lá að baki orða unga mannsins. Móðgunin fólst í orðinu glópur, en það gerði mér ekki neitt. Hann hafði ætlað sér að móðga mig vegis að vona, að hún segði: „Laugi, þú gamall Hvað áttu eiginlega við?“ En í stað þess sagði þetta dauðyfli ekki neitt, og ég var nú sannfærður um, að ég hefði sagt sannleikann. í Ostia afklæddist hún fyrst í baðskýlinu og kom út í svo þröngum sundbol, að ég hélt, að hann myndi springa utan af henni. Hún var hvít, fersk og þéttholda og svo ung, að ég varð næstum því reiður. Þegar ég fór inn í skýlið, var mitt fyrsta verk að líta í spegilbrotið á veggnum. Já, ég var vissulega gamall. Hvernig í ósköpunum hafði það farið framhjá mér? Á einu augabragði sá ég sljó augu, sem næstum hurfu í hrukkur, hár, sem úði og grúði af hvítum þráðum, slapandi kinnar, gular tennur. Byronskyrtan mín var svo ungæðisleg, að ég skammaðist mín. Hún sýndi allan hálsinn á mér með slapandi húðfellingum yfir barkakýlinu. Ég afklæddist, og þegar ég beygði mig niður til að smeygja mér í sundskýluna sá ég, hvernig kviður minn hófst og hné ITHÖFUNDINN ALBERTO MORAVIA VÆNTINGARFULLRI BARÁTTU FYRIR KVENHYLLI SINNI og kallaði mig glóp. En orðið gamall hafði ekki verið notað í þeim tilgangi að móðga. Hann hafði notað það eins og sjálf- sagðan hlut. Rétt eins og hann hefði sagt (hefði ég verið sextán, en ekki fimmtíu ára): „Drengasni." Sannleikurinn var sá, að í augum hans og allra annarra, einnig Jólu, var ég gamall maður, og það skipti ekki miklu máli að ég var heimskingi í augum hans, en aftur á móti gáfaður í augum Jólu. Ef til vill hefði ekki verið nauðsynlegt að koma Jólu í sætið. Það hefði getað farið svo að lokum, að maðurinn hefði eftirlátið mér það, af virðmgu fyrir aldri mínum. Þessi grunur minn var styrktur af manni, sem sat gegnt Jólu og hafði orðið vitni að viðskiptum okkar og sagði nú: „En hvað þetta var ruddalegur ungur maður. Hann hefði átt að eftirláta yður sætið af virðingu fyrir aldri yðar, ef ekki öðru.“ Það fór um mig kuldahrollur, og alltaf öðru hverju var ég að þreifa á andliti mínu eins og ég ætlaði að rannsaka með fingrunum, þar sem ég hafði ekki spegil, hve gamall ég værl orðinn. Jóla tók auðvitað ekki eftir neinu. Þegar við vorum komin hálfa leið til Ostia, sagði hún: „Mér þykir leitt, að þú skulir þurfa að standa.“ Ég gat ekki stillt mig um að svara: „jÉg veit að ég er gamall maður, en ekki svo gamall, að ég geti ekki staðið í hálftíma eða svo.“ Ég var svona hálf- síðan aftur eins og tómur poki. „Gamli glópur,“ endurtók ég æðislega við sjálfan mig, Ég fór að hugsa um, hvernig lífið kemur manni á óvart. Fyrir einni klukkustund fannst mér ég nógu ungur til að vera riddaralegur við Jólu. Nú sá ég vegna þessara tveggja orða, að ég var nógu gamall til að vera faðir hennar. Ég skammaðist mín fyrir að hafa horft svona mikið á hana á stofunni og fyrir að hafa boðið henni út. Hvað í ósköpunum skyldi hún hugsa um mig, og hvernig leit ég út í hennar augum? Seinna fékk ég að vita, hvað hún hugsaði. Við stóðum og héldum okkur í öryggiskaðalinn og létum öldurnar skella á okkur, það var nokkuð hvasst á sjónum. Eftir hverja öldu stóð ég á öndinni og hugsaði með mér: „Svona sýp ég hveljur, af því að ég er orðinn gamall.“ En hún hrópaði til mín, ljóm- andi af ánægju: „Jæja, Laugi, aldrei datt mér í hug, að þú værir svona mikill íþróttamaður.“ „Nú?“ spurði ég. „Hvernig maður hélztu, að ég væri?“ „Ja,“ svaraði hún, „karlmenn á þínum aldri vilja venjulega ekki fara á baðströnd. Það eru ungu mennirnir.. .“ Á þessu augnabliki skall á okkur stór freyðandi alda. Ég datt ofan á Jólu og greip í handlegginn á henni til að styðja mig. Þetta var ávalur handleggur hlýr og fjaðurmagnað- Framh. á bls. 34. FÁLKINN 19

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.