Fálkinn


Fálkinn - 09.11.1964, Qupperneq 24

Fálkinn - 09.11.1964, Qupperneq 24
þjófi en heiðarlegum vinnanda í löglegu happdrætti. Don Camillo fylgdist með, málinu án alls ákafa en þó með töluverðum áhuga. Og þar sem hann var ekki viss um, að Kristi líkaði það alls kostar vel, að þjónn hans legði fyrir sig leynilögreglustörf, vék hann að honum nokkurri skýringu. — Meistari, það er ekki lág- sigld forvitni, sem rekur mig áfram, heldur löngun til þess að gera skyldu mína. Maður, sem hlotið hefur svo mikla náð guðlegrar forsjónar, má ekki setja ljós sitt undir mæliker. — Don Camillo, svaraði 1 Kristur. — Vera má, að guð- leg forsjón hafi einhverjar mætur á knattspyrnugetraun- um, þó að ég efist persónulega um það, en henni er áreiðan- lega ekkert gefið um allt þetta írafár um vinninginn. Stað- reyndirnar skipta öllu máli, og þær eru þegar kunnar! Einhver maður hefur unnið allvæna fjárhæð, en hvaða ástæða er til þess að þú sért að sveitast við að komast að því, hver hann er? Þitt hlutskipti er að hugsa um þá, sem ekki eru alveg svona heppnir. En Don Camillo gat ekki vikið forvitninni úr huga sér. Gátan um Pepito hélt áfram að ásækja hann sýknt og heil- agt, þangað til ljós rann loks upp fyrir honum. Minnstu mun- aði að hann hringdi kirkju- klukkunum af fögnuði, og hann gat ekki stillt sig um að smeygja sér í yfirhöfnina og' bregða sér í gönguferð niður í þorp. Þar bar hann að verk- stæði Peppone, bæjarstjóra og járnsmiðs. Don Camillo stakk höfðinu inn um dyragættina og kastaði kveðju á óvin sinn. — Góðan daginn, félagi Pe- pito! Peppone hætti að hamra ; járnið og starði á prestinn' skelfingu lostinn. — Hvað áttu við, faðir? — Ekkert annað en það, að að Pepito er stytting úr Pepp- one, þegar nánar er að gáð, og Pepito Sbezzeguti er anagram, eða ný mynd af Giuseppe Bottazzi fengin með breyttri stafaröð. Þar munar aðeins ein- um staf. Peppone tók aftur að hamra járn sitt. Don Camillo hristi höfuðið. — Það er illt til þess að vita, að þú skulir ekki vera sá Pe- pito, sem vann milljónirnar. — Já, satt er það, þá hefði ég getað borgað þér tvær eða þrjár milljónir fyrir það.að fara strax aftur heim. þögninni. Enginn maður, sem höndlaði með hveiti, rúg, hey, búpening eða ost gæti gengið undir því nafni. — Þetta er gervinafn, það er ég viss um, sagði gestgjaf- inn. — Mér finnst það ólíklegt, að ókunnur maður hér um slóðir noti gervinafn. Þetta hlýtur að vera einhver þorps- búi, sem ekki kærir sig um að láta það fara hátt, að hann hætti fé sínu í getraunum. Hann vill ef til vill leyna því fyrir skuldheimtumönnum sín- um eða eiginkonu. Þetta virtust rökréttar álykt- anir. Þorpsbúar vörpuðu fyrir borð kenningunni um það, að vinnandinn væri aðkomumað- ur og beindu eftirgrennslunum að samborgurum sínum. I^ann- sóknin var svo aðgangshörð, að meira líkist leit að, skaðræðis- EFTIR GIOVANNI GUARESCHI GULLÆÐIÐ Fréttin barst eins og sprengja félli um hádegisbilið, þegar dagblöðin komu. Einhver mað- ur í þorpinu hafði unnið tíu milljónir líra í knattspyrnuget- raun. Nafn ■ vinnandans var birt í blöðunum. Hann hét Pepito Sbezzeguti, en í þessu þorpi hét enginn svo útlendu nafni. Forvitinn lýður þyrptist um umboðsmann getraunanna, en hann fórnaði aðeins hönd- um í örvæntingu. — Ég seldi nokkrum utan- bæjarmönnum miða á mark- aðnum á laugardaginn, sagði hann. — Þetta hlýtur að vera einn þeirra. Tíu milljónir líra! Hann hlýtur að koma í leitirn- ar. En enginn kom í leitirnar að sinni, ' og þorpsbúar héldu áfram að tala um þetta, því að þeir þóttust vissir um, að eitthvað gruggugt byggi undir þessu. Sbezzeguti var ekki frá- leitt nafn, og trúlegt var, að einhver með því heiti hefði komið á markaðinn. En Pepito. varð ekki tekið, með þegjandi FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.