Fálkinn


Fálkinn - 09.11.1964, Qupperneq 28

Fálkinn - 09.11.1964, Qupperneq 28
Skúli Skúlason spáir í stjörnurnar Skúli Skúlason hefur nú tekið að sér að gera vikulegar stjörnuspár fyrir lesendur Fálkans, en hann hefur að undanförnu ann- azt slíkar spár fyrir Vísi um nokkurt skeið. Jafnframt heldur Skúli áfram að svara bréfum lesenda blaðsins, en hann er sem kunnugt er Astró. Bréf til hans skal stíla á Vikublaðið Fálkann, merkt Astró. HVAÐ GERIST ÞESSA VIKU Hrúturinn, 21. marz—20. april: ÝmisleKt varðandi sameginleK f.iármál verður að likindum dregið fram í dagsljósið þessa viku, og er því eins gott að hafa allt á hreinu varðandi þau mál. Leitaðu ráða hiá félaga þínum. Nautiö. 21 avril—21. mai: Þú ættir ekki að eyða of miklum tíma eða peningum í skemmtanir þessa viku, en reyndu að koma lagi á það, sem aflaga hef- ur farið í skiptum þínum við annað fólk. Tvíburarnir, 22. maí—21. júní: Ef heilsan hefur ekki verið sem bezt undanfarið, er nú ágætt tækifæri til að fá úr því skorið, hvað amar að. Ok ef aðstæð- ur leyfa, væri ferð í kvikmyndahús eða leikhús um helgina ánæg.iuleg. Krabbinn, 22. júní—23. júU: Heppilegt að byrja nú á nýju tómstunda- starfi, en varastu að láta ættingja þína eða vini koma í veg fyrir, að svo megi verða. Ekki mundi vera sem heppilegast að leggja út í feí-ðalög. Ljóniö, 2U. júlí—23. áaúst: Nú er ágætt tækifæri til að koma ýmsu því í lag varðandi heimilið og fjölskylduna, sem betur hefði mátt fara að undanförnu. Stutt ferðalag um helgina væri til ánægju, svo fremi að það létti ekki pyngjuna of mikið. Meyjan, 2k. ápúst—23. sept.: Reyndu að leysa sem haganlegast úr persónulegum vandamálum þínum. Þér gæti borizt skemmtilegt bréf og jafnvel óvæntir peningar í vikunni. Starfsmenn þínir gætu orðið þér nokkuð erfiðir. Voain, 2h. sevt.—23. okt.: Fjármálin verða ofarlega á baugi hjá þér þessa viku. Það má jafnvel búast við, að þú auðgist eitthvað, en um leið máttu búast við, að nokkurrar öfundar muni gæta í þinn garð. Drekinn, 2h. olct.—22. nóv.: Vertu ekki of eigingjarn. Vinir þinir kunna að snúa baki við Þér af þeim sökum. Farðu gætilega í fjármálunum, og stofnaðu ekki til óþarfa skulda eða legðu ekki út í vafasamar framkvæmdir. Boaamaöurinn, 23. nóv.—21. des.: Þú ættir að taka þér eins mikla hvíld og þú hefur tækifæri til, því búast má við, að þú verðir nokkuð viðkvæmur til heilsunnar. Nágrannar þínir reynast þér kannski nokk- uð erfiðir. Steinaeitin, 22. des.—20. janúar: Vonir þínar varðandi visst málefni munu nú eiga fyrir sér að rætast, en bó kannski ekki á þann hátt, sem þú hefðir helzt kosið. Fjármálin eru ekki hagstæð nú sem stend- ur. Vatnsberinn, 21. janúar—19. febrúar: Þér gæti boðizt tækifæri til að fá betri stöðu í þjóðfélaginu, en gættu þess að of- metnast ekki. Reyndu að láta fjölskyldu þína n.ióta þess með þér, sem áunnizt hefur. FiskamerkiÖ, 20. febrúar—20. marz: Það eru miklar líkur til, að þér bjóðist óvænt tækifæri til ferðalaga, og er sjálfsagt að notfæra sér það, svo framarlega sem það kemur ekki fram á atvinnu þinni. Þú færð óvænta aðstoð frá vinum þínum. 28 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.