Fálkinn


Fálkinn - 09.11.1964, Síða 31

Fálkinn - 09.11.1964, Síða 31
að tala við þig, meistari. Ég átti við stjórnendur getraun- anna, tautaði Don Camillo um leið og hann sofnaði. 2. ÍIEFND IK».\ €AMILLO§! — Meistari, sagði Don Ca- millo, — þetta er of langt geng- ið, ég skal merja hann undir hæl. — Don Camillo, svaraði Kristur hinn krossfesti yfir alt- arinu, — þeir gengu líka nokk- uð langt, þegar þeir krossfestu mig, en mér tókst þó að fyrir- gefa þeim. — Já, en þeir vissu ekki, hvað þeir voru að gera, sagði Don Camillo. — Peppone vissi það vel. Hann hafði augun opin og á ekki skilið neina miskunn. — Líttu nú í eigin barm, Don Camillo, sagði Kristur. — Hefurðu ekki verið heldur harður við Peppone síðan hann varð þingmaður? Þessi spurning kom illa við Don Camillo, og hann styggðist við. — Þú mundir ekki segja þetta, meistari, ef þú þekktir mig svolítið betur, andmælti hann. — Ég þekki þig nógu vel, svaraði Kristur. Don Camillo kunni sér hóf á þessum stað. Hann kraup í flýti á kné, krossaði sig, reis svo hvatlega á fætur og gekk út. En þegar hann kom út úr kirkjunni, þrútnaði reiði hans enn að mun. Honum hafði orð- ið litið heim að dyrum prests- hússins og séð, að einhver hafði límt allstórt blað á vegginn við dyrnar. Þar gat að lesa tilkynn- ingu þá, sem var undirrót hinn- ar upphaflegu gremju hans. Sú saga var nú tveggja ára gömul. Eitt sinn á myrku vetrar- kvöldi, er Don Camillo var í þann veginn að ganga til náða, var drepið á dyr prestsseturs- ins. Don Camillo sá þegar, að þar var Peppone kominn, eins og hann hafði raunar búizt við. Presturinn bauð gestinum sæti og rétti honum vínglas, sem Peppone tæmdi í einum teyg. Tvö glös þurfti tii viðbótar tii þess að losa um málbein hans. Loks slitnaði þó haftið: — Ég þoli þetta ekki lengur. Peppone dró allmikinn böggul undan kápu sinni. — Ég hef ekki getað sofið rólegan blund síðan þetta kom í hús mitt, sagði hann. Þarna voru tíu milljón lír- urnar aftur komnar, og Don Camillo svaraði: — Settu þær þá í banka. Peppone hló við háðslega. Þetta er léleg fyndni. Held- urðu að kommúnistískur bæj- arstjóri geti sett tíu milljónir líra í banka án þess að segja, hvernig hann hafi komizt yfir þær? — Breyttu þeim þá í gull og grafðu það í jörð niður. — Þá mundi ég ekki hafa neitt gagn af þessum fjármun- um mínum. Don Camillo var orðinn mjög syfjaður, en þó var þolinmæði hans ekki alveg þrotin. — Leystu þá frá skjóðunni, félagi, sagði hann vinsamlega. — Við skulum komast að kjarna málsins. — Jæja, þá það, faðir. Þú þekkir vafalaust þennan fjár- málamann, sem tekur að sér að ávaxta annarra manna fé. — Nei, ég þekki hann ekki. — Jú, áreiðanlega. Hann er af þínu sauðahúsi. Ég á við manninn, sem hagnast vel í skiptum við kirkjunnar fólk en léttir svo á samvizku sinni með því að gefa stórgjafir til kristi- legs líknarstarfs. — Já, ég held ég viti, hvern þú átt við. En ég hef aldrei átt nein skipti við hann. — En þú getur auðveldlega komizt i samband við hann. Presturinn í Torricella er einn umboðsmanna hans. Don Camillo hristi höfuðið þreytulega. — Félagi, sagði hann. — Þó að guð gefi þér góðan hlut þarftu ekki endilega að krefj- ast meira. — Þetta kemur guði ekkert við, faðir. Ég hafði heppnina með mér, og nú vil ég njóta góðs af því. — Þá er málið augljóst. Farðu til prestsins í Torricella og biddu hann liðsinnis. — Nei, það get ég ekki. Fólk þekkir mig allt of vel til þess. Ef fólk sér mig vera að snigl- ast kringum prestssetrið í Torricella eða hús fjármála- mannsins, glata ég öllu áliti. Hugsaðu þér það hneyksli, að háttsettur kommúnisti eigi í bralli við kirkjuna og hina meiri háttar fjármálamenn. Ef ég get haldið nafni mínu utan við þetta, getur allt farið vel. Framhald á bls. 33. LEIGUILI G - ÁÆTLi A AfiU LLG SJIJKKAFLIJG HELLISSANDUR PATREKSFJÖRÐUR ÞINGEYRI FLATEYRI REYKJANES GJÖGUR HÓLMAVlK REYKHÓLAR STYKKISHÓLMUR VOPNAFJÖRÐUR TIL LEIGUFLUGS HÖFUM VIÐ ÞESSAR FLUGVÉLAR BEECHCRAFT BONANZA (6 farþega) DE HAVILAND DOVE (9 farþega) TWIN PIONEER (16 farþega) CESSNA 180 (3 farþega) Leitið frckari upplýsinga á afgreiðslu Flugþjónusta Björns Pálssonar á Rcjkjavíkurllugvclli Sími 21611 — 21612 BALLETTO - HRÆRIVÉLIN Eins árs ábyrgð Sími 1-33-33 • 1-16-20 er handhægasta húshjálpin F I S L É T T BALLETTO kostar aðeins kr: 1282,— FALKINN S)

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.