Fálkinn - 09.11.1964, Page 35
ekki taldir með kristnum
mönnum. ef þeir tækju upp á
því. Börn fá aldrei að koma
nálægt blóðvellinum. Hvar ætl-
ið þið að hafa krakkana, þau
kvöld, sem lógað er í sjónvarp-
inu?“
„Góði tengdapabbi, heldurðu
virkilega, að það sé eintómt
ljótt í sjónvarpinu?“
„Nei, ekki dettur mér það
í hug, enda er þá auðvelt að
loka fyrir það, sem fallegt er.
Blessuð kaupið þið ykkur sjón-
varp. íslendingar hafa ekki
beysið viðskiptavit. Þeir eru
ailtaf fúsir til að kaupa
heimsku sína, eins og meistari
Jón orðar það.“
„Dobba mín,“ sagði hús-
bóndinn. „Þegar hann pabbi
hefur meistara Jón með sér,
kemst enginn upp með moð-
reyk.“
Frú Dobba fékk líka í annað
horn að líta. Dyrnar opnuðust,
og börnin þrjú komu inn. Móð-
irin þaut á fætur til að koma
í veg fyrir, að þau færu lengra
en að fatasnögunum. Þar lét
hún þau fara úr yfirhöfnum og
skóm og ýtti þeim á undan sér
inn í almenninginn. Þetta voru
hraustleg börn á skólaaldri,
tveir drengir og ein stúlka, og
jórtruðu öll ákaflega. Að öðru
leyti voru þau snotur.
„Kyssið þið hann afa ykkar,“
sagði faðirinn.
En sá gamli sagði, að það
væri til of mikils ætlazt „Fyrst
verður að sá vináttunni, síðan
að uppskera. Og enginn eignast
neitt nema það, sem hann gef-
ur sjálfur, sagði vitur maður.“
Hallvarður leit í kringum
sig: „Það er olnbogarúm fyrir
fáeina króga í svona höll.“
„Jesús minn,“ sagði konan.
„Við verðum í vandræðum með
herbergi handa börnunum
strax á næsta ári.“
„Þá megið þið fyrst og fremst
ekki eignast fleiri börn,“ sagði
tengdafaðir hennar. „Húsasmið-
ir eiga auðvitað að ráða slíku.
En ekki hefur neinn spurt,
hvort búið sé að koma upp
nafninu mínu, og hvort megi
ætla því álnarlangan bás í
höllinni.“
„Já, en já, en þú vildir sjálf-
ur...“
„Já, já, Þorbjörg mín, ég
veit að ég bað um nafnið hans
Gissurar ísleifssonar handa
þessum dreng. Hann var mín
hetja, þegar ég var að lesa
fornsögurnar, lítill strákur.“
Hallvarður greip fram í með
hægð: „Sá kunni nú að inn-
heimta skattana, blessaður
guðsmaðurinn. Það hefur þú
snemma metið mikils."
„Þar þaut í þeim skjá. Onei,
ég hugsaði víst ekki um það.
En hann var fardrengur góður,
ágætur búþegn og friðarhöfð-
ingi, allt, sem íslendingur get-
ur bezt orðið. Mig skorti
fimmta soninn, til þess að bera
nafnið hans.“
„Jú, jú, það urðu heldur ekki
aukvisar í ættinni hans,“ sagði
Hallvarður.
„Þetta er ljótt, Hallvarður,"
sagði sýslumaður stuttur i
spuna og alvarlegur: „Hann
hefur fallegan svip, drengurinn
þarna og verður góður maður
eins og friðarbiskupinn. Heyrið
þið, elskurnar litlu, hefur hann
pabbi ykkar ekki kennt ykkur
að kveðast á? Nei, ekki það.
Það er alltaf eitthvað í útvarp-
inu á kvöldin, sem fólk heldur
að þurfi að suða út og inn um
eyrun. Ekki ferst mér að lá
neinum. Ég er stundum hálfiv
aður að hlusta á leikritið eilífa
um ótrúu eiginkonuna, áður en
ég veit af.“
Börnin voru nú orðin leið á
því að standa á miðju gólfi
frammi fyrir tveimur skrýtn-
um körlum, og laumuðust burt
og hurfu bak við þil.
Jón Sigurþórsson vildi nú
vita, til hvaða lækna gömlu
mennirnir hugsuðu sér að leita.
„Það fer nú eftir því, hvaða
lasleika við látum sitja fyrir,“
svaraði faðir hans.
Sonurinn spurði, hvort þeir
hefðu ekki skilríki frá viðkom-
andi sjúkrasamlagslæknum
heima.
„Hvað segirðu? Þarf vottorð
um, að ég sé veikur, ef ég get
sýnt það svart á hvítu, að ég
sé dauðans matur?“
Jón hélt að það skipti engu
máli, þó að menn bæru ein-
hver merki kvilla síns, hér yrði
engu um þokað. „Bréf upp á
það, að þú finnir til, karl
minn.“
„Sjáum hvað setur,“ sagði
sýslumaður. „Mörg er nú regl-
an brotin.“
Frúin færði sig nú úr mats-
eldarhorni almenningsins, ak-
andi litlum vagni með kaffi-
bakka, skrautlegu brauði,
mjólkurkönnu og hitabrúsa.
„Hvað er þetta?“ spurði
tengdafaðirinn. „Er engin vél
i þessum hjólbörum? Ég hélt
að handknúin tæki væru úr
sögunni.“
Eg get eklci trúaö
«ö hann sí svona
viökvænmr og til-
flnningasanmr . 34i
hvernig œtti hann
annars aö geta ort
avona ljóö...
eftír mort WaTker
FÁLMNN 35