Fálkinn


Fálkinn - 09.11.1964, Page 41

Fálkinn - 09.11.1964, Page 41
Lifur með eplum Veljið aflangt og ekki mjög djúpt eldfast mót. Hyljið botninn í mótinu með þéttu lagi af flysjuðum eplum, sem skorin hafa verið i báta. Hellið dálitlu af bræddu smjöri yfir og setjið síðan mótið inn í heitan ofn (um 200°). Hreinsið meðalstóran lauk, skerið hann í þunnar sneið- ar, sem steiktar eru í smjörlíki á pönnu. Skerið lambalifur í þunnar sneiðar. á ská, hreinsið burt allar æðar og himnur. Veltið lifrinni upp úr hveiti, sem kryddað er með salti og pipar. Steikt upp úr vel heitri feiti. Athugið að lifrin brenni ekki og harðsteikist ekki um of. Lauknum og lifrarbitunum raðað ofan á eplin, pannan soðin út með 1 dl af vatni. Hellt í mótið. Borið fram sjóðandi heitt með nýsoðnum kartöflum eða hráu græn- metissalati. Með kaffinu tialop-kaka. 250 g smjöi’líki 125 g sykur 500 g hveiti 3 tsk. lyftiduft 1 tsk. kardemommur 3 egg V\ 1 mjólk Rúsínur, súkkat Rifinn sítrónubörkur. Smjörlíki, sykur og eggjarauður hrært létt og ljóst. Hveiti og lyftidufti sáldrað saman, hrært saman við deigið ásamt mjólkinni. Þá er kardemommunum, ávöxt- unum og í’ifna sítrónuberkinum hrært saman við. Síðast er stifþeyttum eggja- hvitunum blandað varlega saman við. Deiginu er hellt í velsmurða ofnskúffu, sykri stráð ofan á. Bakað við 175—200° í um Vz klst. Kokóskökur með cplum. Mördeig: 100 g smjörlíki 1 msk. sykur 3 di hveiti Vz tsk. lyftiduft 2 msk. mjólk. Ofan á: 2 egg 2 dl sykur 4 dl kókósmjöl 2 msk. bráðið smjör. Innan í: 3—4 epli. Mördeigið: Hveiti og lyftidufti sáldrað á borð, smjörlíkið mulið Framhald á bls. 42. FÁLKINN 41

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.