Fálkinn


Fálkinn - 28.12.1964, Page 5

Fálkinn - 28.12.1964, Page 5
Þá vil ég byrja á því að segja, að kurteisi hér almennt hefur hrakað mjög á seinni árum. Hverju þetta er að kenna veit ég ekki og hef ekki ætlað mér að kenna þar neinum um, hvorki foreldrum' né skólum eins og nú er víst tízka. En þetta með hnignunina er stað- reynd. Menn bjóða vart góðan dag lengur, né heilsa þeim mönnum, sem þeir þekkja á götum. Og allir eru orðnir dús, þótt það sé sjálfsögð kurteisi að þéra bráðókunnugar mann- eskjur. Og þegar maður fer að hitta einhvern að máli á opin- berum skrifstofum, er undir hælinn lagt, að manni sé boðið sæti. Það mætti nefna mörg dæmi í þessa áttina, en ég læt þetta nægja. Vil aðeins að end- ingu koma fram með þá uppá- stungu að kurteisi verði ein af skyldunámsgreinum í skólun- um. Með þökk fyrir birtinguna. Jóst. Svar: Þaö munu margir vera á sama máli og bréfritari aö kurteisi al- mennt sé mjög aö fara aftur hér á landi nú á dögum eins og svo mörgu ööru. Þessi tillaga aö kenna kurteisi i skólum hefur víst oft komiö fram áöur og eittlivaö mun liún þar kennd þótt liún sé ekki lögfest skyldunámsgrein. Þá eru þaö þéringarnar. ÞaÖ mál er nú nokkuö viökvœmt hjá mörgum. Þaö var mikiö rœtt liér í Póst- hólfinu ekki alis fyrir löngu og slciptust menn i tvo hópa. Annars munu flestir á þvi aö þaö sé sjálfsögö kurteisi aö þéra ókunnuga og mun þaö vera hin almenna regla. Annars er rétt í þessu sambandi aö minnast á þá skóla sem sprottiö hafa hér upp seinni árin og lieita tízkuskólar. t þeim er kennd kurteisi. Götuvitar. Háttvirta Pósthólf! Varla líður svo dagur, að maður lesi ekki í blöðunum fréttir um umferðarslys og þessum fréttum fjölgar stöðugt. Það er alltaf talað um að eitt- hvað þurfi að gera róttækt til að koma í veg fyrir þessi hrylli- legu slys af völdum umferðar- innar, en því miður er sorglega lítið gert. Á mörg horn hér vantar götuljós, umferðarljós eða götu- vita eins og þeir eru kallaðir hér. Og þeir, sem eru í notkun, eru mjög gamaldags. Víða er- lendis er hætt að nota slíka hluti í þessum tilgangi. Þá er þess og að gæta, að margir þessara götuvita eru oft bilaðir, og ég hef tekið eftir því, að þeir eru jafnvel bilaðir dögum saman. Ég minnist þess, að ég las frétt um daginn þar sem skýrt var frá að þennan um- rædda dag hefðu orðið fleiri árekstrar í Reykjavík en nokkru sinni fyrr á einum degi. Þá var sagt, að öll kurl væru samt ekki komin til graf- ar, þar sem lögreglan hefði ekki komizt yfir að kanna allt vegna fámennis. Að hafa lög- regluliðið svo fámennt, mest vegna þess að þeim eru ekki greidd sómasamleg laun, er ó- afsakanlegt með öllu. Bílstj. Svar: Götuvitarnir eru kannski ekki bilaöir dögum saman, en hitt er annaö mál, aö þeir bila oft. Og þaö er mjög slæmt aö lögreglan skuli vera svona fámenn. Hvað er annars afbrýðisemi. Kæri Fálki! Ég er með strák sem er jafn- gamall og ég. Við erum seytján ára. Við höfum talað um það að gifta okkur, en ekki alveg strax. Hann vill kvænast strax, en ég vil það ekki af því að mig langar til að leika mér meira áður en ég fer að eign- ast börn. En þessi strákur, sem ég er með, er svo hræðilega afbrýðisamur. Ef ég brosi til annarra stráka, tala við þá, dansa við þá, eða geng með þeim á götu, verður hann al- veg hræðilega vondur og er í fýlu lengi á eftir. Um daginn varð hann svo vondur, að ég hélt að hann mundi kannski berja mig. Hann var heima hjá mér er síminn hringdi. Hann svaraði og þá var strákur að spyrja um mig. Þessi strákur, sem hringdi til mín, er bara kunningi minn og gamall fé- lagi. Það er ekkert milli mín og hans sem hinn strákurinn gæti verið vondur út af. Hvað á ég að gera við þessari af- brýðisemi? Hvernig á ég að lækna hann af þessu? Hvað er annars afbrýðisemi? Svaraðu mér nú fljótt góði Fálká. E. Svar: Þú veröur aö venja hann af þessu. Hvernig? Þaö er ekki gott aö segja. Þú veröur aö finna þaö út sjálf, en margar leiöir eru sjálfsagt til. Afbrýöisemi er leiöinlegt af- brigöi af eigingi"ni. Skólavörðustig 41. Sími 20235. AGFA-rapid-filmur Auðviíað cru faanlegar allar gerðir af filinum ■ H AI*II>-m> mlavclar nar Viðgerðir- og varahlutaþjónusta ÁRS ÁBYRGÐ EINKA UMBOÐ Margar gerðir af sýningartjöldum Sýningarlampar Flestar gerðir af litfilmum 35 mm—8 mm svart-hvítar allar stærðir 8 mm filmuskoðarar, límarar — lím Margar gerðir af Ijósmyndavélum 8 mm tökuvélum 8 mm — 16 mm — 35 mm 70 mm sýningarvélum fyrir heimili, skóla, félagsheimili og kvikmyndahús. Transistor ferðatæki og viðgerðaþjónusta jLeiðbeinum meðhöndlun á sýninga- og tökuvélum 8—16 mm filmuleiga Fullkomnasta litskuggamynda- sýningavélin með innbyggðu bendiljósi. FALKINN 5

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.