Fálkinn


Fálkinn - 28.12.1964, Síða 8

Fálkinn - 28.12.1964, Síða 8
HVAÐ SKEÐl HOROSKOP ANNO DOMINI 1965 Svo sem önnur Herrans undanfarin hefst ár þetta á sam- hringingu kaþólskra í Landakotinu, að hvurri endaðri vor signaði útvarpspáfi, Hans Margfaldleiki Vilhjálmur Þ. G. (ylfabróðir) býður nýju ári í bæinn, eftir að hafa því gamla um bakdyrnar útsparkað. Er þá mikill söfnuður vors páfa og þó fjölmennastur meðal framliðinna. Hefst svo janúar með almennri þynnku, móralskri kortslútningu og vaxandi rukkarahræðslu en febrúar verður honum að því einu leyti skárri, að hann hefur færri daga. Anno Domini 1965 verður merkilegt ár og jafnvel ekki laust við tákn og stórmerki. Seint á útmánuðum sjá nokkr- ir menn óljúgfróðir Lagarfljótsorminn, og verður svo bylt við feiknleik hans að af þeim rennur og hverfur ormur- inn. Hækkar sýn þessi dagleiguna fyrir veiðistöngina uppí milljón og fá færri en vilja — en enginn orminn, sem þá hefur verið lagður á allt gullið í bankaútibúinu á Egils- stöðum, og þýðir skiplausum útgerðarmönnum ekki þangað að koma. Litlu síðar lendir Marzfar í Skagafirði og spur kaptuginn eftir Birni á Löngumýri en Björn lýsir yfir því, að hann tali ekki við geimskip. Það gerist í maí seint að Gylfi Þ. hefur drauma þunga í Kongóreisu, er hann ræður fyrir stjórnarslitum hér heima; rís hann þá upp við dogg og skipar sjálfan sig bankastjóra án banka en Helga Sæm dr. i. h. c. — doktor in honoris cratie — og verður síðan etinn án servíettu og borðbæna af kollega sínum. Verður það upphaf mælskulistar í því sótsvarta Kongó, og endalok mannáts, því að þar eftir gefa svartir sér ekki tíma til að tyggja. Afleggjast þá og mikið til utanfarir hérlendra ráðherra, svo að fjármálaráðherra leggst út milli jökla í þann mund sem skattaskráin verður framlögð. Forsætis- ráðherra bregður sér samt í aðkallandi skyndireisur eftir að hafa látið stimpla 1 diplomatpassa sinn að hann sé óætur. Sildveiði bærileg fyrst, en spillist fljótt fyrir velmeinta, en misráðna leit Jakobs fiskifræðings. Vildi hann gerast mellufær í síldarsprokinu, að hann gæti ginnt torfurnar i nætur, jafnvel afvegaleitt norður á Siglufjarðarmið með loforðum um Rússlandsferðir og stefnumót bak við rósa- runna; en sú tilraun snýst á öfugan máta og síldin lærir talstöðvarsprokið. Axla þá Einar og kó sín skinn til Moskvu austur, bregða Bressnéf á hljóðskraf og plata hann um milljónrúbblnalán til niðurlagningar á rauðátu. Hinsvegar hafnar Bréssnéf málaleitan Sjobegga afa, varðandi lán til niðurlagningar á vatnaskrímslum. þar sem sovéttið hefur gert fimm ára áætlun um að verða sjálfu sér nógt í þeim efnum. En Sjobeggi afi er þá í Kreml til að vera við- staddur upphafninguna á guðinu Stalin úr þeirri helgi- spjalladós, hvar í sá illi bandarikjaleppur Krússi hafði það niðurlagt og í túngarðsholu innstungið. Það sumar verða kerlingabækur flestar skrifaðar á íslandi, og skáldalaunum úthlutað á þéttprentaðan hektara, sam- kvæmt uppmælingu trúnaðarmanna Búnaðarfélagsins, en útgefendur gjalda ritlaun í gólfábreiðum, húsgögnum og búsáhöldum allt niður í hraðsuðuketil. Gerast þá hús- bændur húsfreyjur, en húsfreyjur svo ritglaðar, að þær skrifa samtímis sína bókina hvorri hendi til að hafa undan innstreymi andagiftarinnar og standa þó á blístri, en það ákvæði verður í skólalöggjöfina upptekið, að telpum skuli einnig kennt að skrifa með tánum. Þá verður aftur tekið að skrá handrit á skinn á íslandi, því að margur karlmað- urinn fær sína hrygglengju útskrifaða kvenlegum skáld- verkum, sumir hverju ofan í annað og með ýmsum rithönd- um; getur og enn farið svo, þá er útlendir taka aftur að grafa upp skinnhandrit á íslandi að öldum liðnum, að örðugt reynist að ákveða höfundana, þó að flest verði vitað um eigendur skinnsins. Lagður verður kjölur að fljótandi farmanna- og fiskimannahöll, hvarí verður Hótel Veiðisaga — verður þar allt á floti allstaðar, enda bar komið fyrir í reykháfnum. Þá verða hótel svo mörg, að gera verður þar lokrekkjur með slagbröndum, svo að stjórar steli ekki sof- andi gestum úr rúmum hver frá öðrum; verða þá engir húsnæðislausir í borginni nema borgarbúar og þykir fram- för. Þá gangast búnaðarsamtökin fyrir enskunámskeiðum uppi á heiðum að sumarlagi — fyrir Lundúnalömb. Sú fregn flýgur fyrir að Filipus drottningarmaður muni skreppa hingað aftur að skoða fleiri skrýtna fugla, hvað verður til þess að blaðamenn láta sauma sér skriðbuxur. Hafinn útflutningur á fegurðardrottningahunangi á vegum Einars og þykir prímavara. Þá verður öll framræzlufram- kvæmd í sveitum stöðvuð í bili, þar eð skurðgröfur allar verða notaðar til að grafa fyrir veiðiám. Hafin framleiðsla gervistórlaxa úr plasti og verður þá veiðilegt að líta í mörgum hylnum, þó að dræmt taki. Undir haustið færist fjör í flesta hluti. Sökum sívaxandi samkeppni veitingastaðanna verða upp teknar nektarsýn- ingar — en þykja hversdagslegar, slík verður skattapín- ingin. Þá hefst ný bókmenntagrein á íslandi, því nú taka draugar að skrifa sjálfsævisögur og þykja merkilegar.. taka síðan að skrifa skáldsögur og yrkja atómljóð — gef- ur menntamálaráð út skáldsögu eftir Stokkseyrar-Dísu í mörgum bindum, en Leirulsekjar-Fúsi verður fastaskáld í Lesbók Moggans. Loks taka draugar að mála abstrakt og 8 FALKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.