Fálkinn


Fálkinn - 28.12.1964, Page 25

Fálkinn - 28.12.1964, Page 25
AlfSTURBÆJARBÍÓ SÝNIR: Söngleikir njóta mikilla vinsælda um þessar mundir og á hverju ári koma nokkrir nýir fram á sjónarsviðið og víkja þeim eldri úr vegi. Sumir verða þó sígildir og njóta stöðugra vinsælda. Við höfum ekki alveg farið á mis við þessa söngleiki. Hér hafa verið sýndar kvikmyndir byggðar á vinsælum söngleikj- um svo sem „Oklahoma" og „The King and 1“ og fleiri. Þá færði Þjóðleikhúsið upp fyrir nokkrum árum söngleik, sem sagður er nr. 1, „My Fair Lady“. Nýjársmynd Austurbæjarbíós verður að þessu sinni „The Music Man“ en hún er byggð á samnefndum söngleik. Þessi söngleikur var frumsýndur á Broadway fyrir réttum sjö árum og varð mjög vinsæll og var sýndur nokkur hundruð sinnum eins og vinsælum söngleik sæmir. Söngleikurinn gerist árið 1911 og segir frá sérkennilegum sölu- og ævintýramanni, prófessor Harold Hill. Verður sú saga ekki rakin hér nánar. Textinn og tónlistin er efti'r Meredith Wilson. Robert Preston hét sá, sem fór með aðalhlutverkið, prófesssor Harold Hill, þegar leikurinn var frumsýndur. Hann fór með þetta hlutverk 883 sinnum og hlaut góða dóma fyrir flutning sinn. Preston hefur lengi verið í sviðsljósinu og leikið í fjöl- mörgum kvikmyndum. Með aðalhlutverkið fór Marian Paroo, en það hlutverk er leikið af Shirley Jones í myndinni. Shirley er ein af upp- rennandi kvikmyndaleikkonum vestan hafs og munu margir minnast hennar úr myndinni „Elmer Gantry“ sem Austur- bæjarbíó sýndi á þessu ári. Fyrir leik sinn í því hlutverki hef- ur hún hlotið margháttuð verðlaun. Leikstjóri myndarinnar heitir Morton DaCosta. Tom Jones ... inn Square viðurkenndi að það hefði verið í góðu skyni gert, en þó ekki orðið fuglinum til neins góðs, þar sem það varð bani hans. Þrættu þeir um þetta nokkra hríð, unz Western landeigandi greip frammí fyrir þeim. „Hvernig stendur á því, að þið hafið hvorugur minnst neitt á það, sem mér finnst þó mest um vert í þessu sambandi — hugrekki hins piltsins og það riddarabragð hans, er hann lagði sjálfan sig í hættu til að sefa harm dóttur minnar. Þó að ég sé ekki lærður maður, veit ég að það lýsir sönnum dreng- skap og göfgi, hvað sem öðru líður. Hans skál ... og muna skal ég honum þetta svo lengi sem ég lifi!“ „Smáatriðin valda oft dýpst- um áhrifum," lét einn af fræg- ustu óskmögum ástarinnar sér um munn fara. Og víst er um það, að uppfrá þessu bar Soffía að sama skapi hlýjan hug til Tom Jones og henni var kalt til fóstbróður hans, Blifil unga. í sannleika sagt, var Soffía enn ung að árum, þegar hún þóttist þess fullviss, að enda þótt Thomas Jones væri ofsa- fenginn og sæist litt fyrir, þá mundi vandfundinn betri drengur í raun og mundi hann engum bregðast nema sjálfum sér. Aftur á móti mundi Blifil ungi, þrátt fyrir alla sína still- ingu og hæversku, fá'um eða engum reynast vel nema sjálf- um sér, sökum eigingirni sinn- ar og sjálfselsku. Hún dáði því Tom Jones, en fyrirleit Blifil löngu áður en hún vissi merk- ingu þessara orða. Soffía dvaldist í þrjú ár hjá frænku sinni, og bar sjaldan saman fundum hennar og þess- ara tveggja leikbræðra henn- ar allan þann tíma. Þegar hún sneri heim aftur til föður síns, var hún orðin þroskuð stúlka, sem hann fól öll húsmóður- störf og lét sitja fyrir enda borðsins við máltíðar, en Tom Jones var þá orðinn tíður gest- ur á heimili hans, eins og áður er frá sagt. Ekki veitti Tom Jones æsku- leiksystur sinni sérstaka at- hygli, að því er séð varð, en sýndi henni þó meiri virðingu en stúlkum almennt. Soffía var öllum stúlkum hæ- verskari og saklausari, en fjör- mikil stúlka og ákaflega glað- lynd, og kom það aldrei eins greinilega í Ijós, og þegar hún var návistum við Tom Jones. Hefði hann ekki verið eins ung- Framhald á næstu síðu. FLUGELDAR Aldrei fjölbreyttara úrval ELD- FLAIIGAR Skiparakettur Stjörnurakettur Skrautrakettur - danskar- SÓLIR — GULLREGN — SILFURREGN VAX-UTIBLYS — VAX-GARÐBLYS, loga y2 og \y2 klukkustund. Hentug fyrir unglinga. VERZLUN 0. ELLINGSEN ÍVWD- BLYS Jokerblys Bengalblys Stjörnublys Stjörnugos Stjörnuljós FÁLKINN 25

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.