Fálkinn


Fálkinn - 15.03.1965, Blaðsíða 4

Fálkinn - 15.03.1965, Blaðsíða 4
AN O Ringo Starr og Maureen skrifa undir vígsluvottoröiö. Jæja, stúlkur lwernig finnst ykkur sú útvalda? Ó, hann Rmgo Starr er giftur! Þar sem það kemur á daginn, að OPNAN OKKAR nýtur mestrar hylli hjá unglingunum, er ekki nema sjálfsagt að birta hér stóra mynd frá brúðkaupi aldarinnar í aug- um þeirra, sem dá bitlana og „Veltandi steina“ (Rolling Stones)! Fimmtudaginn 11. febrúar hljóta margar ungar meyjar að hafa fellt höfug tár — Ringo, hugsið ykkur, Ringo Starr giftur! Sú alsæla heitir Maureen Cox og er frá Liverpool. Maureen var hárgreiðslukona, en lætur nú af því starfi, nema hvað hdn greiðir lokka síns heittelsk- aða. Hjónin hafa keypt sér faliegt hús í Susséx (skammt frá London). Gluggarnir eru gríðarstórir og gott útsýni út yfir hafið, gólfið er úr svörtum marmara; þar prýða sali hvít og g'ulli slegin itölsk húsgögn og gríðarstór flygili. Hjónin ungu, sem fyrir nokkrum árum áttu heima meðal verkafólks í Liverpool, fátæk og illa menntuð, eru nú orðin Jiagvön i hðpi fína fólksins. Þegar blaðið Playboy hélt ríkasta manni heims, Paui Getty, veizlu, þá var Ringo boðið að koma og heilsa upp á Paul, en hann hafði ein- hverntíma haft við orð, að hann hefði meiri áhuga á að hitta Paul en drottninguna. Paul og Ringo urðu mestu mátar, en Paul vildi ekki brosa fyrr en Ringo sagði: — Jæja, pápi, gefðu nú eitt smael. Og þá brosti Paul líka breitt. Og svo sannarlega var brosað í brúðkaupinu þeirra Ringos og Maureens. Stórfurðulegt þótti að takast skyldi að halda brúðkaupinu leyndu — að mestu. Viðstaddir voru foreldrar brúðhjónanna, framkvæmdastjóri bítlanna, Brian Epstein, og bítlarnir George og John, en hann kom til brúðkaupsins á Rolis Royce með Cynthiu konu sinni, en George kom á hjóli. Þriðji bítillinn, hann Paul, gat ekki komið, því hann var á ferðalagi í Afriku. Og nú spyrja menn: Nýtur Ringo sömu hylli hjá kven- þjóðinni eftir að hafa sett upp einbauginn? 1 næsta Fálka verður löng grein með mörgum myndum um þessa frægu fjórmenninga. Missið ekki af því blaði! Bréf frá lesendum 8JIVI BLAIIAMEWSKU Kæri póstur, Með hálfum huga sezt ég niður og skrifa þér. Mig hefur lengi langað til þess, en hef ekki lagt I það fyrr en nú. En engu er reyndar að tapa og þetta bréf lendir þá bara í ruslakörfunni. Stundum finnst mér ég aga- lega skrýtin manneskja — og samt er ég ekki skrýtin, því ég dái bítlana! En þetta „skrýtna", sem ég var að tala um, er að ég hugsa svo margt og mest um að verða blaðamaður. Ég er sextán ára og tek Iandspróf í vor. Ég held ég sé fremur óframfærin og hafi fremur erfitt lundarfar. Eina stundina er ég ánægð með tilveruna og kvíði engu, en rétt seinna er öllu kollvarpað og ég hugsa af hverju ég sé eiginlega til. Þýðir svona manneskju að reyna að verða eitthvað? Ég veit að þetta bréf er mjög asna- legt, en er það furða, þar sem ég er asni sjálf? Samt sem áður vil ég gerast svo djörf að vonast eftir svari. Vissulega þurfið þið ekki að birta það — bréfið sko! Hvernig þarf blaðamaður að vera? Hvar á hann að ieita fyrir sér? Ég á ekki heima í Reykja- vík og á því ekki gott með að leita mér upplýsinga. Kemur það nokkuð málinu við þótt maður eigi gott með að skrifa, t. d. rit- gerðir í skólanum? Já, þýðir nokkuð fyrir mig að hugsa um þetta, sem fell inn I sjálfa mig við minnsta mótvind? Og hvað um tungumálin. Mér þykir nú danska leiðinleg, en likar vel við easkuna. Verður maður að vera fulllærður í þeim? Jæja, ég er búin að rausa nógu mikið — já, það mikið, að ég held að þetta bréf fari í ruslakörfuna án um- bugsunar. En hvað um það, ég vonast eftir svari fyrir því. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Magga. Svar: Bréfið þitt gejur tilefni til langrar greinargeröar urn blaöa- mennsku og blaöamennskunám. En í stuttu máli er hcegt aö segja, aö flestir veröi blaöamenn fyrir tilviljun og án nokkurs sér- staks undirbúntngs. Margir koma inn á blööin, þegar vantar fölk til afleysinga, og ílendast svo, ef ritstjórum blaðanna þykir fengur i viökomandi. Sumir hafa svokallaö fréttanef, aörir eru ágætir þýöendur og enn aörir hafa ágæta málakunnáttu. Menn geta veriö ágætir blaöamenn, þótt þeir séu eklci neinir spek- ingar. Aöalatriöiö er aö nenna aö vinna og láta sér ekkert mannlegt óviökomandi. AÖ sjálf- sögöu er blaöamennska léttari fyrir þá, sem liafa góöa undir- búningsmenntun, en fyrst og fremst lcerir maöur blaöa- mennsku á því aö vinna viö blaö og taka sér þá til fyrirmyndar, sem kunna bezt til verka. Viö vitum að þaö stafar dálítill Ijómi af þessu starfi, en þetta er eins og lwert annaö starf — maöur lærir af reynslunni og af mistök- unum. Þaö er lield ég franskt máltœki, sem segir: einu sinni blaöamaöur, alltaf blaöamaöur! Og ef þú kemur í bæinn. Magga, þá skaltu líta liér inn á ritstjórn og viö skulum spjalla um þetta frekar. Beztu kveöjur og þakkir fyrir eftirmálann. HVO VARÐ FYRSTUR? Kæri Fálki, I efniskynningu 9. tbl. í því 8., er m. a. skýrt frá grein um „jeppa“akstur á fjallið Esju og gætir þar töluverðs misskilnings. Þér segið að aldrei áður hafi landbúnaðarfarartæki náð þeim árangri að leggja fjaliið að hjól- um sér, en það er ekki rétt. Fyrir nokkrum árum vann einn af lærifeðrum skóla vors, Egill Jónasson Stardal, ásamt bróður sinum, það afrek að aka fjailið. Þar sem oss er annt um hróður skóla vors, þykir oss leitt að sjá að einn af kennurum hans, sé sviptur heiðrinum af unnu af- reki og viljum vér leyfa oss að fara fram á, að þér bætið úr þessu og getið hins merka braut- ryðjendastarfs hins ágætasta sögu- og enskukennara vors í blaði yðar. Með fyrirfram þökk, 3. bekkur D. Verzlunarskóla fslands, viö Grundarstíg. Svar: . Okkur þykir vœnt um aö sjá, aö þiö viljiö rétta hlut lœriföö- ur ykkar, og mættu aörir nem- endur taka ykkur til fyrirmynd- ar í þeim efnuni. Rétt skaí vera' rétt og drögum viö ekki í efa sannleiksgildi þess, aö kennari ykkar hafi ekiö fjallið fyrstur manna. Beztu kveöjur til ykkar og Egils. DOIMIMI Það er aldeilis ekki fyrir taugabilað fólk að stundr mennta- skólanám, ef marka má fréttirnar ...

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.