Fálkinn


Fálkinn - 15.03.1965, Blaðsíða 35

Fálkinn - 15.03.1965, Blaðsíða 35
• Netagerð Framh. af bls. 17. — Þú þarft auðvitað á mörgum verkstjórum að halda við svona umfangs- mikið fyrirtæki? — Sigurður Ingi, sonur minn, er aðalverkstjóri hjá mér, en hann er að verða sveinn í greininni og hefur á henni mikinn áhuga. — Og þú kennir við stýri- mannaskólann? — Já, lítilsháttar. Ég kenni þeim að bæta net og reyni að láta þá skilja nót- ina, eða réttara sagt, kenni þeim að þekkja hana. — Eru einhverjar nýjung- ar á döfinni í gerð nóta? — Það þótti nýlunda í fyrravor þegar við settum upp þorsknætur, sem ætlað var að gætu sokkið. Þeim var að mörgu leyti gefið hornauga og lítið gert úr. En það varð þó til þess, að fjöldinn allur fékk slíkar nætur og reyndust þær vel, eins og kunnugt er. Síðan höfum við sett upp 17 nýjar þorsknætur og eru þær all- ar gerðar þannig að þær geti sokkið. — Hvernig er þeim sökkt? — Til þess þarf sérstakan útreikning á flotmagni eins og gefur að skilja. Nótin kemur upp þegar byrjað er að snurpa, þá léttir á blý- inu og flotin koma upp með nótina. — Það er því mikil þörf fyrir sérþekkingu á þessum sviðum? '— Það er helber skömm að því að enginn ráðunaut- ur skuli vera til fyrir sjávar- útveginn. Ég tel hann engu siður mikilvægan en land- búnaðinn, þar sem ráðunaut- ar eru á hverju strái og til allra hluta, jafnvel til þess að segja bændum hvernig setja eigi niður kartöflur. — Jæja Ingólfur, við þökkum þér fyrir viðtalið og greið svör. Viltu taka eitthvað sérstakt fram að lokum? — Það væru þá helzt einkunnarorðin hans Björns Benediktssonar, en ég hef reynt að tileinka mér þau, en þau eru þessi: „Maður á alltaf að gera það sem mað- ur álítur bezt.“ ★ ★ &WIPL4q fJELAGSPItENTSnifiJUNNAR SPÍTALASTÍG 10 — (VIÐ ÓÐINSTORG) ERU AFGREIDDIR MEÐ DAGS FYRIRVARA VAIMDAÐ EFIMt @ Tom Jcates Framh. af bls. 29. gerðist ekki einungis ásthrif- inn af Soffíu Western, heldur og staðráðinn í að kvænast henni. En það mátti lafði Bellaston eiga, að ekki duldi hún lávarð- inn þess, er miður fór í þessu sambandi sagði hún honum til dæmis, að fantur nokkur og lubbi öllum leiður, Tom Jones að nafni, hefði með ein- hverjum brögðum og líkast til galdri, náð ástum hinnar göf- ugu ungfrúar. Yrði lávarður- inn því að hafa sig allan við, og mætti jafnvel ekki hika við að beita brögðum á móti, ef hann ætti að vinna sigur á óþokkanum og hrifsa af hon- um hnossið. Mundi og enginn verða honum þakklátari ef honum tækist það en faðir ungfrúarinnar; aftur á móti mundi sá heiðursmaður aldrei líta glaðan dag, yrði fantinum, Tom Jones að bráð og ræddu þau margt um þetta sín á milli. Vandi lávarðurinn nú mjög komur sínar til lafði Bellaston, og vottaði ungfrú Soffíu inni- lega aðdáun sína á allan hátt. Soffia var lávarðinum hæ- versk og ljúf í viðmóti, en ekki heldur neitt fram yfir það. Þóttust þau, lafði Bellaston og lávarðurinn, því sjá fram á það, að gripa yrði til einhverra bragða, ætti mál þeirra að ná fram að ganga. Og svo gerðist það eitt kvöld- ið, þegar lafði Bellaston sat við spil ásamt nokkrum kunn- ingjum sínum, sem að sjálf- sögðu voru allir af tignum ætt- um, að einn þeirra lét þess getið, er fréttir voru sagðar af ýmsum atburðum í borgarlíf- inu, að dánumaður nokkur hefði háð einvígi um morgun- inn og fellt andstæðing sinn, fant og kvennabósa, Tom Jones að nafni, nýkominn til höfuð- borgarinnar frá Sommersets- hire. Þegar ungfrú Soffía heyrði þessi orð varð henni svo mikið um, að hún féll í ómeginn. Þegar stumrað hafði verið yfir ungfrúnni eins og með þurfti, og hún hafði verið lögð í rekkju sína, sátu þau um hríð á eintali, lafði Bellastone og lávarðurinn. Varð það að ráði, að hann skyldi heimsækja ungfrúna árla næsta dags, og hét lafði Bellastone því að svo skyldi um hnútana búið, að ekkert truflaði fundi þeirra. Að vísu mundi ekki hjá því komizt að þerna ungfrúarinn- ar yrði heima, enda.annað ekki sæmandi, og sjálf hugðist hin tigna frú verða heima við, en halda sig á öðrum stað í hús- inu. ÞRÍTUGASTI OG ANNAR KAFLI. Ekki ber allt upp á sama daginn. Vér munum ekki þreyta les- andann með alltof nákvæmri lýsingu á því, er gerðist þegar hann hejmsótti Soffíu umrædd- an morgun. Hún var föl og fá eins og að líkum lætur, þar eð hún vissi ekki betur en að maðurinn, sem hún unni hug- ástum þrátt fyrir allt, hefði lát- ið líf sitt í einvíginu, sem áður er um getið. Og þegar Fella- • ••••• Framh. á bls. 37. 6- FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.