Fálkinn


Fálkinn - 15.03.1965, Blaðsíða 32

Fálkinn - 15.03.1965, Blaðsíða 32
N flj • CO C/) rH £ 3 JShs bo £ o C tó < Hreiðar Þór Scemundsson, Stóragerði 7 í Reykjavík, skrifaði okk- ur langt bréf um líkamsrœkt, og þar sem við þykjumst vita, að margir lesendur hafi nokkurn áhuga á þessum málum, birtum við greinina hans Hreiðars, ásamt myndum sem hann sendi. Larry Scott, bezt vaxni ma'ður heimsins 1964. vöövaþjálfun LEIDBEININGAR um líkamsrækt og Síðastliðin þrjátíu ár hefur mönnum, sem stunda líkams- rækt og vöðvaþjálfun, stöðugt farið fjölgandi um allan heim. Má segja; að í Bandaríkjunum, þar sem líkamsrækt er stund- uð af hvað mestu kappi, líði varla svo dagur, að ekki sé haldin keppni í einhverju fylkjanna um bezt vaxna manninn. Einn mesti sérfræðingur heims í líkamsrækt og líkamsþjálf- un er dr. Joseph Weider og úr bókum hans og tímaritum (hann /KÍZÚfiU&AVGUfS /2c~i. rnznmi ^ VS'Cry). OXULl CjáRVSTÓWe) . /y^ (A.M.r. 6 st/fur'a //ya?A/£YúÁ) (?) ÍTÖmwA tCOM/íT UÞ B 20 SKÍFOR). Þetta tæki er hægt að fá smíðað í hvaða járn- smiðju sem er. gefur út stærsta tímarit heimsins um líkamsrækt, Muscle1 Builder) hef ég að mestu unnið þessa grein. Myndirnar, sem fylgja greininni, eru báðar af mönnum, sem hann hefur þjálfað. Ég vil geta þess til gamans, að höfundur Jowett — kerfisins (sem hefur verið gefið út á íslenzku), George F. Jowett, er núna í þjónustu dr. Weider. Ég vil taka mjög skýrt fram, að æfingarnar hér á eftir eru ekki allt kerfi dr. Weiders — alls ekki, því bæði eru æfingarnar mörgum sinnum fleiri og raðað niður og gerðar á margbreytilegan hátt. Þar að auki eru áhöldin, sem notuð eru við æfingar, fleiri en myndin hér til hliðar sýnir. /EFINGATILHÖGUN: Þegar þú tekur að æfa hina ýmsu líkamshluta, er bezt að skipta dögunum þannig, að þú æfir handleggi, axlir og fætur á mánudögum, miðvikudögum og föstúdögúm, eh brjóst og ' bak á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum. Bezt er1' fyrir þig að æfa á morgnana, áður en þú ferð í vinnuna, eða á kvöldin, áður en þú ferð að sofa. Ágætt er að gera nokkúrn hluta æfinganna á morgnana og áfganginn á kvöldin. í öllum æfingunum skaltu nota „þyngd“, sem gerir þér kleift að endurtaka áefinguna 10—12 sinnum í striklotu, en ekki oftar. Bættu við ,,þyngdum“ þegar með þarf. Fyrstu þrjár vikurnar skaltu ekki gera meira en 1 „sett“ af æfingu (1 sett er 10—12 endurtekningar, hvíld í 1—2 mínútur og síðan aftur 10—12 endurtekningar) þá skaltú bæta einu setti við hverja æfingu ojg framvegis á þriggja til fjögurra vikna fresti, þar til þú gerir hverja æfingu í 4—5 settum. Og hér eru nokkur heilræði, sem þú verður að fylgja ná- kvæmlega til þess að ná góðum árangri: 1. Æfðu þig aldrei strax eftir máltíð. ■ t- 2. Æfðu í hreinu lofti. c 3. Æfðu þig alltaf léttklæddur. '* 4. Æfðu ekki vöðva, sem þú hefur harðsperrur eða verki í. Vöðvarnir geta ekki stækkað nema þeir fái hvíld. . 5. Borðaðu mikið af eggjahvítuauðugri fæðu. Þetta er mjög áríðandi, því ef vöðvarnir fá ekki nægilega . mikið a£ 32 ÉáLki NN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.