Fálkinn


Fálkinn - 15.03.1965, Blaðsíða 20

Fálkinn - 15.03.1965, Blaðsíða 20
SIENZKAR HÚSMÆÐUR ÚÐRUM HEIMSÁLFUMIII boig, gamaldags og handahófskennd á köflum, en vinaleg og indæl." „Var mjög heitt?“ „Ekki á veturna, veðráttan þá minnti á góðan sumardag í Danmörku, 18—25° í skugganum. Maður varð að skipta um föt þrisvar á dag til að fylgjast með hitabreytingunum — snemma á morgnana var svo kalt, að ég varð að vera í þykkri skíðapeysu, eftir hálfníu fór ég í léttan sumarkjól, og á næturnar kólnaði aftur. í september byrjaði rigningatíminn og hitirin, en þá fórum við til Sydney sem liggur miklu sunnar og er þar af leiðandi svalari, 32— 38° á sumrin, en það er ekki rakur hiti, svo að maður finnur lítið til hans. Sydney er nýtízkulegri borg en Brisbane og ekki eins vinaleg; þar er bara að nota olnbogana og vera nógu harður. Ef ég ætti að lýsa muninum á hugsanagangi íbúanna í nokkrum áströlskum borgum, myndi ég gefa þetta dæmi: það fyrsta sem sagt er við þig þegar þú kemur til Perth, er: ,Velkomin — komdu inn og fáðu þér drink‘, til Adelaide: ,Hverrar trúar ertu?‘, til Melbourne: ,Hver var afi þinn?‘, til Sydney: ,Hvað áttu mikla peninga?‘ og til Brisbane: ,Velkomin — komdu inn og fáðu einn drink í viðbót‘.“ HVAÐ fannst þér um áströlsk heimili?“ „Ja, á venjulegum heimilum sér maður ekki mikið af bókum og málverkum, en fólkið er mjög gefið fyrir heilbrigt útilíf, íþrótta- iðkanir, sund, siglingar og veiðar og eyðir mestöllum frístundum sinum undir berum himni. Strend- urnar eru alltaf fullar af bað- gestum. Það er þó betra að fara gætilega ef mann langar í sjóinn, því að þarna er urmull af há- körlum. Á flestum ströndum er haldið uppi gæzlu, og annars staðar má ekki fara í sjóböð. Gæzlumennirnir eru uppi í turn- um, og þegar þeir koma auga á hákarl, hringja þeir bjöllu, og þá flýta allir sér í land. Sums stað- ar eru rauð flögg til viðvörunar, og á öðrum stöðum eru net strengd fyrir, þannig að maður kemst ekki of langt út í sjóinn. Samt verða alltaf einhver slys á hverju ári af völdum hákarla. Ég sá einu sinni hákarl í dýragarð- inum í Sydney, og óhugnanlegri skepnu get ég ekki ímyndað mér. Þeir eru voðalegir skaðvaldar í Ástralíu, en nyrzt í landinu eru krókódílarnir og háskalegustu eiturslöngurnar.“ Þór með blindan kengúruunga í fanginu. TZ" OMST þú aldrei í tæri við slöngur eða önnur hættuieg dýr?“ „Nei, ég slapp vel. Þó man ég eitt kvöld í sveitinni þegar ég ætl- aði að fara að hátta og rakst á stóra svarta slöngu í svefnher- berginu mínu. Ég kallaði í ofboði á hjálp, og þá kom gamall mað- ur á bænum, tók hinn rólegasti í skottið á slöngunni og sló henni nokkrum sinnum við gólfið þang- að til hún var dauð, fleygði henni siðan í bréfakörfuna og labbaði burt. Honum fannst ekki mikið til um þvílíka smámuni." „Hvernig átti ástralski matur- inn við þig?“ „Mér fannst hann ekki svo ólík- ur enskum mat, nema hvað ávext- irnir voru öðruvísi og sömuleiðis ýmiss konar skritnir fiskar sem ég þekkti ekki áður. Ástralíubúar borða mikið af kjöti, en fiskurinn er tiltölulega dýr, og þeir byrja alltaf daginn með kjötrétti: buffi eða kótelettum. Ég er ekki vön að borða mikið í morgunverð, svo að ég skildi ekki hvernig fólkið gat haft lyst á þessu nývaknað. En öllu má venjast.“ KYNNTISTU nokkrum ástr- ölskum frumbyggjum?“ „Nei. Þeir halda hópinn og skipta sér lítið af öðrum kyn- flokkum. Mest er þarna af fólki af brezkum ættum, Englending-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.