Fálkinn


Fálkinn - 15.03.1965, Blaðsíða 5

Fálkinn - 15.03.1965, Blaðsíða 5
SKRITLU- SAMKEPPIMIN — Afsakið, þér minnið mig svo mikið á hana Sophíu Lóren! (Sendandi J. B.) Og svo er að gera texta við næstu mynd. Skilafrestur er hálfur mánuður. — Góða skemmtun! Lasarus vinur minn í næsta húsi er með virðulegri mönnum hér í borg, hið mesta sam- kvæmisljón og á honum feikna trantur, ef einhver gerir á hluta hans. Þegar Lasarus er heima er hann allur annar maður, eins og þessi mynd ber með sér, en hana tók konan hans, frú Sigríð- ur Kjartans, einn sunnudags- morgun. Mér datt í hug, að þið kynnuð að hafa gaman af mynd- inni. Ykkar Stjáni. Við fengum ágætt bréf frá Grími, sem við getum því miður ekki birt af sérstökum ástæðum. En Grimur lætur fylgja nokkrar gamansögur og skritlur, sem við kunnum honum beztu þakkir fyrir. Og hér er ein af mömmu- stelpu: „Þetta skeði í bæ einum um hásláttinn í brakandi þurrki. Húsmóðirin hafði tekið jóðsótt, en barnið var ekki fætt, þegar vinnufólkið kom inn til þess að borða morgunmatinn. Ljósmóð- irin lofaði að senda skilaboð til fólksins, þegar barnið væri fætt. Um hádegisbilið kom Anna litla, 4ra ára telpa, hlaupandi út á túnið og hrópaði: — Þið megið öll vita, að það er komin stelpa út úr henni mömrnu!" Og Grímur sendir okkur þessa sögu af pabbastrák: „Hann Gunni litli sagði eitt sinn við hana ömmu sína: — Hefurðu alltaf verið svona gömul, amma mín?“ Siggi litli var orðheppinn og fljótur að átta sig á hlutunum. Gárungarnir höfðu gaman af að erta hann, og eitt sinn, þegar Siggi var að ganga út úr her- bergi, kallaði Bjössi vinnumaður á eftir honum: — Heyrðu Siggi! Það er gat á rassinum á þér! Siggi sneri sér við i dyrunum og svaraði að bragði: — Já, þetta sama og er á þér og öllum öðrum! sá bezti Kunnur stjórnmálamaður, sem við getum kallað Magnús, sat við borð og var að rabba við viðstadda um menn og málefni. Einn úr hópnum spurði Magn- ús um álit hans á öðrum stjórn- málamanni, sem hafði á yngri árum verið mjög handgenginn Magnúsi. Magnús glotti við og sagði: — Já, hann var ágætur, en svo tók hann upp á því að vilja endilega vera hann sjálfur! Sendið okkur spaugilegar klausur, sem þér rekizt á í blöðum og tímaritum. Þér fá- ið blaðið, sem klausa yðar birtist í, sent ókeypis heim. i.iorgunbiaöið. Sendandi: Þórir Steindórsson, Ho'ðorgerði 122. Reykjavík. Til þeás að lej'i. áis. SíSar er húh to,Vin'f<í»t af Alþýðublaðið. Sendandi: Sveinbjörn Enoksson, Kirkjuvegi 10 A og Hannes Þorsteinsson, Vesturgötu 139, Akranesi. Fáikinn. öend.: Margrét Þórðardottir, Pverlæk Kangárvauasýsiu. MANMABÚSTAÐIJR Blaðamaður „Fálkans" leit inn i hinar nýju verbúðir Isfélags Vestmannaeyja, þegar hann var á ferð í Eyjum á dögunum. Húsvörðurinn, Ásgrimur Sigurðsson, frá Siglu- firði, fræddi blaðamanninn á því, að í hinum nýju ver- búðum væru 23 tveggja manna herbergi, en hæglega gætu 3 menn rúmast í hverju herbergi þegar margmenni væri. Rennandi vatn, heitt og kalt, væri í hverju herbergi, tvö- faldir skápar fyrir hvern mann þannig að vinnuföt og spariföt væru aðskilin. Meiningin væri að setja upp sex steypiböð i verbúðunum. Blaðamaðurinn leit inn í eitt herbergjanna, en þar voru þrír Mývetningar til húsa og voru Þeir sammála um, að aðbúnaðurinn i verbúðunum væri til fyrirmyndar. Myndin sýnir Mývetningana í herbergi sínu, en þeir eru, talið frá vinstri: Örn Hauksson, 18 ára, frá Grimsstöðum, Bjarni Pétursson, 17 ára, frá Gautlöndum og Brynjólfur Steingrímsson, 17 ára, frá Grímsstöðum. Þeir félagar hafa ekki verið á vertið áður, en leizt vel á starfið, oftast væri unnið til klukkan 12 á miðnætti, en þeir væru þó ekki orðnir þreyttir ennþá,_____________

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.