Fálkinn


Fálkinn - 15.03.1965, Blaðsíða 7

Fálkinn - 15.03.1965, Blaðsíða 7
„Já, ég tel mig það. Auðvit- að geta flestir borgarbúar rak- ið ættir sínar til sveitanna, en ég er fæddur við þessa götu og hef aldrei átt annars stað- ar heima. Föðurfeður mínir voru Engeyingar og Seltirning- ar, en móðurætt móður minnar •var alreykvísk í marga ættliði, af Hlíðarhúsætt. Þegar ég segist vera Reyk- víkingur, þá er mér það ekk- ert launungarmál, að mér þyk- ir vænt um fæðingarbæ minn, en þó þykir mér vænzt um „götuna" og hika ekki við að halda því fram, að hún sé lang merkilegasta gata borgarinnar. „Og að hvaða leyti?“ skýt ég inn í. „Jú, sjáðu til, fyrst og fremst dáist ég að þeirri framsýni og dugnaði er þeir menn sýndu og bjuggu yfir, er lögðu þessa götu fyrir áttatíu til níutíu ár- um, þegar ekkert annað farar- tæki en hestvagninn var til viðmiðunar og í dag er með góðu móti hægt að koma þrem bifreiðum hlið við hlið án þess að þeim sé þrengt. f öðru lagi tcl ég, að hér við „götuna“ hafi búið alveg sérdeilis gott og traust fólk, hreinskilið og sjálfbjarga. Þá hefur menningarlíf stað- ið hér í góðu meðallagi og minnist ég þess t. d., að þegar ég var barn og unglingur, ómaði hljóðfærasláttur og söngur úr húsunum beggja megin okkar húss. Heimilisfeðurnir, sem reyndar voru báðir járnsmiðir, voru sannkallaðir músikantar. Þeir bjuggu hér um miðbik „götunnar“, annar á 38 og hinn á 33, og ekki voru börnin nein- ir eftirbátar þeirra í músikinni. Þá má ekki gleyma honum Pétri okkar Jónssyni, sem bjó hér skammt frá, já og Árni heitinn Thorsteinsson, sem var á 41. Það hreint og beint mor- aði af tónskáldum og músikönt- um í nágrenninu og í fljótu bragði get ég talið upp þá Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Sigvalda Kaldalóns, Markús Kristjánsson og nú er hann Rögnvaldur Sigurjónsson kom- inn á númer 38, svo það er engin goðgá að halda því fram, að ungfrú músika hafi tekið sér bólfestu hér við „götuna“. „Hvernig var annars um- horfs hér á uppvaxtarárum þínum, Jón?“ „Jú, ég held ég muni fyrst eftir mér um aldamótin þá sjö ára. Húsin hafa lítið breytzt, nema hvað auðvitað nokkur ný hafa verið reist. Norðanmegin „götunnar", þar sem nú er Ný- lendugata, voru mýrarfen og fiskreitir. Að sunnanverðu voru bara tún og aðeins tvö hús á svæðinu frá Garðars- stræti vestur að Bræðraborgar- stíg. Það voru Doktorshúsið við Ránargötu og Stýrimannaskól- inn gamli við Öldugötu." „Þú nefndir fiskreiti, hverj- ir áttu þá?“ „Blessaður góði, það voru hinir og aðrir bæði karlar og konur. Útgerðarmennirnir fengu nefnilega fólkið til að sjá um þurrkun saltfisksins og þetta mæddi oft á húsmæðrun- um, því fyrirvinnan var þá jafnan á sjónum. Það er svo sem engin ný bóla, að eiginkon- ur hlaupi í vinnu utan heimilis síns.“ „Hverjir voru þá útgerðar- menn hér í Vesturbænum?“ Björn Bjarmcm rœðir viS Jón Otta Jónsson, fyrrverandi skip- stjóra, sem átján ára gamall varð annar stýrimaður á Skúla fógeta elzta. Síðari hluti viðtalsins birtist í nœsta blaði. Björn Bjarman og Jón Otti Jónsson ræða saman á heimili Jóns að Vesturgötu 36 A.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.