Fálkinn


Fálkinn - 15.03.1965, Blaðsíða 19

Fálkinn - 15.03.1965, Blaðsíða 19
sjálfsagðir og eðlilegir. Þess vegna horfi ég ekki á þá með augum gestsins, heldur tileinka mér þá ósjálfrátt, sýg í mig öll áhrif í einni heild, ef ég má orða það þannig.“ JÆJA, hvernig finnst þér þá heildaráhrifin af Ástralíu þegar þú lítur til baka?“ „Góð. Ég kunni fjarska vel við landið og þjóðina. Við hittum alls staðar gestrisið og indælt fólk og fengum hlýjar móttökur. Margt er líkf með Ástralíu og íslandi, landið er einangrað frá umheiminum og afar strjálbýlt, aðalbyggðin við ströndina, nýtt og gamalt blandað saman, einstaklings- hyggjan sterk, hver vill eiga sitt einbýlishús út af fyrir sig og standa á eigin fótum. Brezkra áhrifa gætir talsvert; jafn- vel fólk sem er fætt í Ástralíu, talar um að fara ,heim til Englands* — það er ekki fyrr en í fimmta lið sem það er orðið að raunverulegum Ástralíubúum. En þetta er ágætis- fólk, hjálpsamt og alúðlegt, fallegt og sindrandi af heilbrigði, frjálslegt í framkomu. Það er eitthvað ungt og ferskt yfir því.“ FRÚ Edith, eiginkona Eggerts Guðmundssonar listmálara, talar reiprennandi íslenzku og þarf sjaldan að leita að orði til að tjá með hugsanir sínar. Hún hefur víða ferðazt, en svo virðist sem dvölin í Ástralíu hafi haft stexkari áhrif á hana en flest önnur ferðalög. „Fyrst hugsaði ég um Ástralíu sem landið þar sem allt er öfugt — fólkið gengur neðan á jörðinni en ekki ofan á eins og við, veturinn er á sumrin og sumrin á veturna, norðrið er heitast og suðrið kaldast, svanirnir eru svartir en ekki hvítir, o. s. frv. Svoleiðis er að minnsta kosti talað um það í barnabókunum. En það er ekki svo ólíkt okkur hér þegar allt kemur til alls.“ „Hvað voruð þið lengi þarna?“ „Tæp tvö ár. Við lögðum af stað frá íslandi 17. janúar 1951, öll fjölskyldan, þ. e. a. s. Eggert, Þór litli og ég, fórum sjóleiðis og komum til Melbourne í marz þegar haustið var að byi'ja. Þar vorum við nokkra daga, og ég hélt fyrirlestur um ísland og sýndi kvikmyndir héðan. Fólkið var mjög áhugasamt að heyra um lifnaðarhætti svo fjarlægrar þjóðar, en vonsvikið, að við skyldum ekki vera Eskimóar. Ég flutti marga fyrirlestra um ísland meðan við vorum í Ástralíu, og þeir öfluðu okkur fjölda vina.“ VAR bjugguð þið lengst?“ „í Brisbane, Sydney og Melbourne og svo úti á landi. Systir mín býr í Brisbane og er gift enskum verkfræðingi sem hún reyndar kynntist hér á landi, og þangað fórum við frá Melbourne. Brisbane er ákaflega falleg borg, byggð á sjö hæðum, og við tókum á leigu hús uppi á hæstu hæðinni. Satt að segja urðum við svo gagntekin af útsýninu, að við gleymdum öllu öðru og hugsuðum minna um, hvort sjálft húsið væri hentúgt eða ekki. Það var byggt á staurum eins og öll eldri húsin í Brisbane — til varnar gegn skordýrum og eins vegna flóða í rigningatímanum — ekkert vatnssalerni í því eða slík þægindi, garðurinn var fullur af skordýrum, slöngum, moskítóum og maurum, og rétt upp að honum lá frumskógarsvæði þar sem ekki varð þverfótað fyrir eiturslöng- um og alls kyns öðrum ófögnuði.“ „Frumskógarsvæði inni í borginni?“ „Já, hún hafði verið svo undarlega skipulögð, að bygging- arnar voru reistar á víð og dreif í kringum frumskógarsvæðið, en aldrei hugsað um að ryðja það, svo að seinast varð eftir hluti af því inni í sjálfri borginni. Brisbane er ekta áströlsk S<7s-'' ......—n -.......... j££jjj£Xj

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.