Fálkinn


Fálkinn - 29.03.1965, Page 33

Fálkinn - 29.03.1965, Page 33
CONSUL CORTINA bálaleiga magnnsar skipholti 21 símar: 21190-21185 Hauhut ýuðntuhdMCH HEIMASÍMI 21037 sagði hann. — Eru hin ekki komin ennþá? Sjálfsöryggið rauk úr henni eins og loft úr blöðru. Hún leit á hann og roðnaði. — Fyrirgefðu mér, Mikael en það eru engin önnur. Ég vildi bara hafa það fyrir okk- ur eins og það var áður. Ég ætlaði í apríkósulita kjólinn, sem þú kunnir svo vel við, en það fór allt út um þúfur... Ég hefði átt að vita betur. — Komdu hérna, sagði hann hranalega og dró hana upp af stólnum. Þau ætluðu sem sagt heim. — Ég á kjötsneiðar í ís- skápnum, sagði hún auðsveip. —Ég skal steikja þær, meðan þú ekur stúlkunni heim. Ef við verðum við verðum fljót, þá náum við laugardagsþættin- um í sjónvarpinu. Hann þagði áfram, og hún settist niðurdregin við hlið honum í bílnum og hallaðist upp að honum, þegar bíllinn tók skarpa beygju. — Ég fór í bíó í dag, sagði hún, og sagði honum frá Söru. — Það versta er, að ég er hrædd um að ég sé ekki að gera rétt. — Ég? sagði Mikael. — Hvers vegna segirðu ekki við? Hann tók um hendi hennar. — Hér förum við úr. Svo fór hann með hana inn á lítinn bar, þar sem þau fengu sér tvo kalda martini. Hann leit brosandi á hana og sagði: — Ég vona, að þú kunnir vel við þig hérna. Ég fann þennan stað fyrir ári síðan, og datt þá í hug að þú mundir kunna við hann! — En, Mikael, hvað hefur komið fyrir þig? — Ég gæti hafa bitið úr mér tunguna um kvöldið, þegar ég spurði, um hvað við ættum að tala, sagði hann og lagði hend- ina yfir hana. — Svo hugsaði ég með sjálfum mér, að ég skyldi geyma afsökunina þang- að til í kvöld og segja þér, að það er ekki nokkur, sem talar eins skemmtilega um börn og þú, elskan mín. Hún fann, að hann hafði ekki kennt þessa hendi utan um sig langa lengi. Hún var hlý og sterk og þægilega kunn- mín, gleymdu þvi ekki, hvisl- aði hann í hár hennar. Hún leit niður í glasið og sagði: — En það er mitt starf, og ég er hrædd um, að mér takist ekki fyllilega upp við það. Sara ætti ekki að mega setja á svið harmleik, þótt ég gefi gamlan hníf, og Róbert ætti alls ekki að fá að klifra upp á húsgögnin og ... — Ég hef ekki heyrt Söru gráta í langan tíma, og Róbert — Og Pálína, hún neitar að borða mat með eggjum í. Það er skrýtið uppátæki. — Varst þú sjálf ekki kenj- ótt, Þegar þú varst lítil? Taktu þessu bara með ró, elskan. Við nge^ 'iuipq i uaoq npaq uinSta þér saltmöndlu og martini-sopa. Hún gerði eins og hann sagði. Síðan sneri hún sér að honum og brosti óstyrk. — Mikael, hvað er það eigin- lega, sem við höfum talað um síðan við settumst hér. Ég sór að tala ekki eitt einasta orð um börnin. Við höfðum nóg umræðuefni í gamla daga. — Og það höfum við í fram- tíðinni, sagði hann. — Hver er það sem róar mig, þegar ein- hver viðskiptasamningur virð- ist ætla að renna út í sandinn. Hver er það sem segir mér frá nágrönnunum? Og hver segir mér frá síðustu bók Jensens? Þú og engin önnur. — En það er ekki eins og áður, sagði hún íhugandi. — Við höfum breytzt. — Auðvitað, sagði hann. — Við erum orðin foreldrar. Svona, elskan mín, drekktu í botn. Ég ætla að fara með þig á einhvern fyrsta flokks veit- ingastað. Hann tók um hendi hennar og brosti: — Það er aðeins ein kona í heiminum, sem segir mér frá örlögum og ævintýrum minnar eigin fjölskyldu. Hvílík heppni, að ég skyldi einmitt ratast á að giftast henni. Hann þrýsti henni að sér og kyssti hana fyrir framan nefið á fatageymslukonunni, áður en þau hlupu út í regnið og inn í bílinn, sem beið þeirra. Og gamla konan horfði á eftir þeim og tautaði: — En fallegt, ungt og nýgift par! ★ ★ SKRÍTLUR|-aei ------------- Eva kemur til vinkonu sinn- ar og er með helblátt auga: — Hvað hefur eiginlega komið fyrir þig, manneskja, spyr vinkona hennar. — Æjæ, það var maðurinn minn. — Nú, ég hélt að hann væri í Danmörku. — Já, það hélt ég líka. — f gær sá ég þig í Austur- stræti með konu við arminn, þú ert nú meiri kvennabósinn. Heyrðu annars, hvaða kven- maður var þetta? — Klukkan hvað var þetta? — Um sexleytið. — Nú, þá hlýtur það að hafa verið konan mín. — Þú ert sem sagt giftur, sagði fanginn við herbergis- félaga sinn, ertu ekki reiður yfir því að hún heldur framhjá þér? — Nei, svarar hinn. — En fjögur ár er langur tími... — Það veit ég vel. En konan er í fyrsta Iagi mjög viljasterk. í öðru lagi er hún yfir sig ást- fangin í mér og í þriðja lagi situr hún líka inni . .. ugleg. — Og þau eru líka börnin hefur ekki orðið fyrir neinu slysi. Mér finnst þú vera prýðis móðir, sagði hann og þrýsti hendi hennar. FALKINN 33

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.