Fálkinn


Fálkinn - 12.07.1965, Síða 44

Fálkinn - 12.07.1965, Síða 44
5> <é & SVIÐSLJOSINU -K-K-K-K-K-K-K-K-K-K* BtlMEDIKT VIGGOSSON SKRIFAR FYRIR UIMGA FOLKID Það sér ekki j mðurtroðið grasið á Arnarhóln- um fyrir mannmergðinni, sem þekur hann eins og mý á mykjuskán. Landnámsmaðurinn stendur gneypur og horfir þungbúinn á viðstadda og honum er það ekki láandi. því þetta velklædda fólk er ekki komið til að horfa á hann. Nei, Ingólfur Arnarson stelur ekki senunni frá þeim, sem skemmta á hinni árlegu kvöldvöku á þjóð- hátíðardaginn. Að vísu snúa viðstaddir ekki óvirðu- legri endanum í landnámsmanninn, eins og oftast áður á þessum degi. Það stafar þó ekki af virðingu fyrir Ingólfi, heldur af því, að það var kostnaðarminna að láta kvöldvökuna fara fram þarna hjá styttunni. Það var að sjálfsögðu aukaatriði, hvort að fólk nyti þess eins vel. Eftir að lúðrasveitin hafði blásið hvíldarlítið í 30 mín. gátu þeir andað aftur eðlilega og stjórnandinn hætt að pata út í loftið, eins og ölvaður lögregluþjónn við umferðarstjórn. Þegar kvöldvökunni var lokið, streymdi fólkið niður í bæ, jafnt ungir sem gamlir, allir í dansinn. Á Lækjartorgi skemmti hin þekkta hljóm- sveit Svavars Gests ásamt hinum vinsælu söngvurum, Ellý Vilhjálms og Ragnari Bjarnasyni. Lúdó og Stefán skemmtu í Aðalstræti, en ósköp eru þeir illa á svið settir, piltarnir, þarna í Moggaundirganginum. Það eru ekki nema 20—30 manns, sem sjá þá um leið og þeir flytja lögin, nema þegar þeir hoppa upp í fjörugustu lögunum, en það er takmarkað, hvað menn geta hoppað hátt, jafnvel þó þeir séu í Lúdó. Þjóðhátíðarnefnd ætti að sjá sóma sinn í því að láta reisa háan pall þarna á gangstéttinni fyrir næsta 17. júní. 1 Kópavogi léku Sóló.'en frekar var lítið dansað og ástandið var svipað í Hafnarfirði, en þar voru J. J. og Einar og vakti það athygli mína, hvað piltarnir voru smekklega klæddir, í bláum jökkum og ljósum buxum. Tvímælalaust bezt klædda hljómsveitin 17. júní 1965. ROY OG „HIÐ FRÍÐA SPRLIXID” Roy Orbison hefur tekið á móti gullplötu fyrir Iagið „Oh pretty woman“, en það lag náði feikna vinsældum hér heima. Nýjasta Iagið hans heitir „Good night“. „Hið fríða sprund“ er langt frá því að vera fyrsta lagið, sem kemur nafni Roy Orbison’s á vinsældarlistann. Ber þar hæst lögin „Only the Ionely“ og „Dream baby“. SKLGGALEG SINFÓNÍA Þið getið verið alveg óhrædd, Shadows eru ekki gengnir í brezku sinfóníuhljómsveitina. Þetta er einungis atriði úr nýlegri kvikmynd, sem „Skuggarnir“ koma fram í. LITFRÍO OG LJÓSHÆRD Eitt haustkvöld fyrir fimm árum síðan kom 19 ára stúlka til enska hljómsveitarstjórans Ambrose, og bað um að fá að syngja með hljómsveitinni til reynslu. Hún fékk sínu fram og Ambrose hlustaði af athygli. Þegar laginu var lokið, horfði hún kvíðafull og spyrjandi á hljómsveitarstjórann og hann brosti við henni og sagði: ,,Þú ert ráðin.“ Og nú er Ambrose orðinn umboðsmaður hennar. Já, ekki má gleyma nafninu á stúlkunni. Hún heitir Kathy Kirby. Eitt frægasta lagið hennar er „Let me go, lover“. Kathy er ljóshærð, skapmikil og ógift. FALKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.