Fálkinn


Fálkinn - 09.08.1965, Qupperneq 4

Fálkinn - 09.08.1965, Qupperneq 4
Hér lýkur hinni merkilegu œvisögu Jeane Dixon sem sagt heíur fyrir fleiri stórvið- burði á sviði heimsmálanna en nokkur annar sjáandi í mannaminnum. Lesið um spádóma hennar um sigur Tru- mans í forsetakosningunum 1948. ósigur Churchills fyrir Attlee eftir stríðið, fyrsta geimskot Sovétríkjanna, valdamissi Krú- sjeffs og framtíðarhorfur heimsins allt til ársins 1999. í aprílmánuði 1948 fór frú Maloney, kona Walthers Maloney lögfræðings í Washington, til Jeane og fékk hjá henni ýmsar ráðleggingar. Að lokum bað Jeane hana að óska sér einhvers. Hún rýndi um stund í kristalskúluna og sagði síðan: „Óskin þín er ekki sérlega persónulegs eðlis, en hún rætist samt.“ Frú Maloney hélt, að nú hefði sér tekizt að leika á vinkonu sína. Hún fór að hlæja og játaði, að hún hefði óskað eftir endurkjöri Trumans forseta. En það var þá almennt álitið gersamlega óhugsandi. Jeane sagði, að Truman myndi verða endurkjörinn. Og hún hélt fast við þá staðhæfingu sína þegar hún kom fram í útvarpinu rétt áður en frambjóðendur flokkanna voru kosnir. Hún sagði, að keppinautur Trumans um forsetaembættið yrði Thomas E. Dewey. Og bætti við: „Ég sé hr. Dewey hverfa í flóði af dagblöðum, en lárviðarsveig sigurvegarans yfir höfði hr. Trumans.“ Þessi spádómur vakti mikla furðu og þótti álitshnekkir fyrir Jeane, því að Truman hafði enga sigurmöguleika að dómi flestra er til þekktu. Og Gallup skoðanakönnunin sýndi fram á, að meirihlutinn virtist styðja Dewey. En þegar sigur Trumans var tilkynntur hækkaði Jeane aftur í áliti, og frægð hennar varð meiri en nokkru sinni fyrr. Hún spáði Churchill ósigri Þrem árum áður hafði hún vogað sér að segja Winston Churchill, að hann myndi brátt láta af embætti sem forsætis- ráðherra. Hinn mikilsvirti þjóðarleiðtogi var staddur í Wash- ington snemma á árinu 1945, og Lord og Lady Halifax buðu Jeane í veizlu, sem .haídin var honum til heiðurs. Jeane þekkti ekkert til stjórnmálaástandsins í Bretlandi, en um leið og hún snerti hönd Churchills fékk hún sterkt hugboð. Hún 4 FÁLKINN sagði í bænarrómi: „Herra forsætisráðherra, gætið þess að láta kosningar ekki fara fram á næstunni, því að ef svo verð- ur, munuð þér tapa þeim.“ Hinn voldugi brezki öldungur leit hvasst á þessa djarf- mæltu ungu konu. Hún mætti augnaráði hans einarðlega, og hann muldraði: „England svíkur mig aldrei.“ Jeane hélt áfram eins og hún hefði ekki heyrt til hans: „En það gerir ekkert til. Þér takið aftur við völdum eftir nokkur ár.“ Churchill ákvað kosningar í júlí sama ár. Verkalýðsflokk- urinn sigraði í þeim, og Clement Attlee tók við af Churchill sem forsætisráðherra. En sex árum síðar náði Churchill aft- ur völdum og var við stjórn þangað til hann lét af störfum árið 1955. 1952 spáði Jeane Eisenhower sigri í forsetakosningunum næsta nóvember. En hún sagði við vinkonu sína, frú Maloney: „Stjarna Adlai Stevenson fer líka hækkandi. En hann mun aldrei geta kallað Hvíta húsið heimili sitt. Repúblikanar verða við völd næstu tvö tímabil og þá munu demókratar taka við önnur tvö.“ Ljóstraði upp leyndarmáli Eisenhowers Fárra leyndarmála var betur gætt í stjórnartíð Eisen- howers en golfúrslita forsetans. Kvöld eitt í maí 1953 var Jeane boðið að taka þátt í útvarpsþætti þar sem Bob Hope var kynnir. Þegar hún kom fram á sviðið sagði gamanleik- arinn ertnislega: „Jæja, frú Dixon, ég var að spila golf með Ike í dag. Ef þér eruð svona slyng ættuð þér að geta sagt mér úrslit keppninnar." Jeane leit í kristalskúluna sína og svaraði rólega: „Úrslitin voru 96 og 92. Þér unnuð." Brosið fraus á vörum Bobs Hope, og sem snöggvast virtist hann í þann veginn að hníga niður. Um leið og þátturinn var á enda þaut hann til bróður síns og umboðsmanns að tjaldabaki og stundi: „Jack, þessi Dixon kona er búin að eyðileggja mig. Forsetinn trúir aldrei, að ég hafi ekki fleipr- að út úr mér golfúrslitunum.“ Hann lét klippa þessi orðaskipti af segulbandinu áður en þættinum var útvarpað um öll Bandaríkin. En margir höfðu hlustað á útsendinguna, og leyndarmál forsetans var nú á hvers manns vitorði. Hún lýsti morSingja lackson fjölskyldunnar í júní 1960 var þekktur hollenzkur miðill að nafni Peter Herkos fenginn til Washington í því skyni að aðstoða við uppljóstrun á morði sem framið hafði verið einu og hálfu ári áður, þegar Caroll Jackson, kona hans og tvær dætur voru öll drepin. Herkos skoðaði staðinn þar sem glæpurinn hafði verið drýgður, og benti lögreglunni á götusópara nokkurn sem þegar var handtekinn. Daginn eftir var ekki talað um annað í Washington, og öllum létti, að þessi hættulegi morð-

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.