Fálkinn


Fálkinn - 09.08.1965, Page 5

Fálkinn - 09.08.1965, Page 5
ingi skyldi ekki lengur ganga laus. En Jeane stóð á því fast- ar en fótunum, að þarna væri um mistök að ræða. „Þetta er ekki rétti maðurinn. Morðinginn er hljóðfæraleikari4 hávax- inn maður með dökkt og lubbalegt hár.“ Hún var þeirrar skoðunar, að Herkos „væri gæddur guðdómlegri gáfu“, en „hefði verið misnotaður“. Tveim vikum síðar handtók rannsóknarlögreglan ungan jazzleikara frá Hyattsville. í dagbók hans var frásögn um hvernig hinn óhugnanlegi glæpur hefði verið framinn. Jeane var sannfærð um, að í þetta sinn hefði lögreglan náð í rétta manninn. Og hann fékk sinn dóm að yfirheyrslum loknum. Sýnin bjargaði lífi samstarísmanns hennar Dag einn þegar Jeane var að fara á hárgreiðslustofu hitti hún einn af samstarfsmönnum sínum í fasteignasölunni, Justice Mitchell. Hann var nýkominn úr fríi og leit hraust- lega út, sólbrúnn og glaður. Hún minntist á það, og hann svaraði hjartanlega: „Já, mér hefur aldrei liðið betur á ævi minni.“ Klukkutíma seinna sat Jeane undir hárþurrkunni og lét sér líða vel. Þá birtist henni skyndilega sýn. Hún hentist á fætur, hljóp að símanum og hringdi í fast- eignasöluna. Hún sagði við George Miller sem var ritari þar: „Farðu ekki að eyða tima í að spyrja spurninga. Hringdu á sjúkrabíl og láttu senda hr. Mitchell á spítala undir eins. Hann er að fá slag.“ ■ Ritarinn sneri sér við í ofboði og leit á Mitchell sem sat Við skrifborð sitt í næsta herbergi. „En það er ekkert að hon- 1um, frú Dixon,“ sagði hann í símann. „Ég sé hann héðan, og hann situr við vinnu sína .. . ó, hamingjan góða, hvað er þetta! Hann er ... hann er að deyja!“ í sömu andrá hafði Mitchell hnigið úr sæti sínu og lá nú meðvitundarlaus á gólfinu. Miller varð svo um, að hann kom ekki upp orði, heldur l'étti stúlkunni við næsta borð símtólið. Hún hlýddi tafar- laust fyrirmælum Jeane að „hringja undir eins á sjúkrabíl handa hr. Mitchell.“ Þegar bíllinn kom var sjúklingurinn svo aðframkominn, að hann varð að fá súrefni áður en hægt var að bera hann út í sjúkrakörfunni. Fimm sólarhringa lá Mitchell í sérstökum súrefnisklefa, -en spítalinn fékk ekki augnabliks frið fyrir upphringingum. Spásögn Jeane um hjartaslagið hafði birzt sem forsíðufrétt í öllum blöðum Washington. Læknarnir sögðu, að hjarta Mit- chells hefði verið hætt að slá þegar hann kom á spítalann. Hefði Jeane ekki séð sýnina og hringt undir eins, myndi hafa verið útilokað að bjarga lífi hans. Jafnvel fáeinar- mínútur hefðu ráðið þar úrslitum. Jeane í veizlu með danska sendiráðherranum í Washington. Kjeld Gustav Winterfeldt. Jeane umgengst marga af háttsett- ustu mönnum heimsins, og í sendiráðunum er allt að því slegizt um að bjjða henni í samkvæmL Spútnik 1. í kristalskúlunni 14. maí 1953 kom Jeane fram í sjónvarpsþætti ásamt Joseph E. Davies fyrrverandi sendiráðherra í Sovétríkjunum og höf- undi bókarinnar „Mission to Moscow“. „Hversu lengi verður hr. Malenkov forsætisráðherra Rússlands?" spurði hinn virðu- legi sérfræðingur. Jeane rýndi í kristalskúluna sína og sá mynd Malenkovs þurrkast út og annað andlit birtast í stað- inn. Hún svaraði: „Hann lætur af störfum innan tveggja ára, ög þá tekur við maður með ávalt höfuð, liðað grátt hár, lit- inn hökutopp og grænleit augu.“ Davies hló. Hann lét þess getið, að sovézkir ráðherrar létú ekki friðsamlega af störfum — þeir annað hvort dæju eða væru skotnir. Og hann bætti við, að Rússar litu ekki út eins og maðurinn sem hún hefði verið að lýsa. Jeane svar- aði stillilega, að hún væri að segja frá því sem hún „sæi“, ekki því sem hún sjálf „hugsaði“, og að þetta myndi örugg- lega koma fram innan tveggja ára. Hún hélt áfram með ákefð, því að nú var ný mynd að mótast innan í kristalskúlunni. Hún sagði, að maðurinn með höku- toppinn yrði ekki lengi við völd, og af honum myndi taká við lítill og feitlaginn sköllóttur maður. „Skömmu síðar", sagði hún, „verður silfurlitum hnetti skotið út í geiminn. Hann fer hringinn í kringum jörðina og lendir á skalla þessa litla og feita manns.“ Þetta þýddi, sagði hún, að Sovétríkin yrðu gífurlega voldug eftir fyrsta geimskotið. Hún hreyfði höndina í hring til að lýsa lögun hins fyrsta Spútniks. Nú gat Davies sendiráðherra ekki lengur á sér setið. Hann greip um handlegg hennar og sagði gremjulega: „Nei, nei, Framh. á bls. 38. FÁLKINN 5

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.