Fálkinn


Fálkinn - 09.08.1965, Qupperneq 8

Fálkinn - 09.08.1965, Qupperneq 8
DAGIJRINN HENNAR fleiri komast ekki fyrir, og fæðingarnar geta orðið 3-4 og upp í 6 á dag. Meðaltalið er 70-90 börn á mánuði. • Næsta atriðið á dagskránni er stofugangurinn, og hann tek- ur um það bil hálftíma. Hulda gengur hratt, en virðist þó aldrei flýta sér, fas hennar er kyrrlátt og röddin þýð, hún rabbar glaðlega við ungar mæður og verðandi mæður, spyr * um líðanina og segir nokkur hvatningarorð þar sem þeirra er þörf. „Hér gengur allt vel, er það ekki?“ spyr hún, og málrómur hennar er svo sefjandi, að það virðist hreint og beint fjarstætt, að nokkuð geti gengið illa. Enda eru svörin jákvæð. Tvær ungar mæður eru á förum heim til sín, kátar og óþreyjufullar, aðrar hvíla sig eftir erfiði fæðingarinnar, ein kvartar um verki, og Hulda óskar henni brosandi til ham- ingju — „það þýðir, að þú ert að fá aftur fína vöxtinn þinn; legið er að dragast saman“ — en flestar eru stálslegnar. Og gleðin ljómar af hverri ásjónu. HULDA lítur sem snöggvast inn í ungbarnastofuna. Þar má sjá raðir af litlum vöggum, og agnarsmá höfuð, ljós- hærð, dökkhærð og rauðhærð, liggja friðsamlega á mjallhvít- um koddum. Allir eru steinsofandi nema lítill herramaður í einu horninu. Hann orgar eins hátt og lungun leyfa — hann er orðinn sársvangur og heimtar sinn mat og engar refjar. „Rétt bráðum, ljúfurinn,“ segir Hulda og huggar hann blíð- lega. Hann lætur sannfærast og fer aftur að sofa. Og nú er kominn morgunverðartími fyrir fleiri. Hulda sezt við borðið og fær sér súrmjólk með rúsínum. Hún er grænmetisneytandi og bragðar helzt ekki kjöt eða fisk. „Og það er nú meiri vitleysan, að fólk geti ekki haldið fullum kröftum á jurtafæðu,“ segir hún hneyksluð. „Hún er einmitt

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.