Fálkinn


Fálkinn - 09.08.1965, Side 11

Fálkinn - 09.08.1965, Side 11
réttar öndunaraðferðir, þannig að þær geti alið börn sin með fullri vitneskju um hvað er að gerast og notið hinnar miklu stundar með óskiptri gleði. EKKINGARSKORTUR or- „ sakar hræðslu. Hræðsia orsakar spennu. Spennan or- sakar sársauka,“ sagði dr. Read. Það er ekki nóg að segja verðandi mæðrum, að þær eigi að slappa af og fæða börn sín sársaukalaust. Þær þurfa að fá fræðslu, öðlast þekkingu á fyr- irbærum meðgöngutímans og fæðingarinnar sjálfrar, læra rétta öndun og iðka líkamsæf- ingar. Því betur sem þær eru undir fæðinguna búnar, þeim mun betur mun hún ganga, og því heilbrigðari sem þær eru andlega og líkamlega, þvi auð- veldari verður hún þeim. Það er þetta sem líf Huldu snýst um — að gera mæðrum kleift að ala börn sín létt og sársaukalaust, þannig að fæð- ingin verði helgasta stundin i lífi þeirra, dýrlegur atburður sem þær geta minnzt með gleði og litið fram á með tilhlökkun. Og hver veit hvaða áhrif það kann að hafa á líf ungbarnsins að fæðast hjá glaðri og ham- ingjusamri móður sem tekur það í faðm sér um leið og það sér dagsins ljós í fyrsta sinn og býður það velkomið í hina nýju, ókunnu veröld? HULDA hefur langa reynslu að baki sér sem ljósmóðir. Hún útskrifaðist úr ljósmæðra- skólanum árið 1949 og hefur síðar dvalizt langdvölum er- lendis við nám og störf. Og hvers vegna lagði hún út á þessa braut? Hún var viðstödd barnsfæðingu . .. ? ,,í dag hafði ég ekki lagt á flótta,“ segir hún í bók sinni, SLÖKUN OG EÐLILEG FÆÐ- ING. „Ég hafði séð barn fæð- ast. Hvílíkt undur! Hvernig hafði ég getað haidið, að þetta frábæra undur væri hræðilegt? Ég gat ekki skilið það lengur. Ég vissi, að í dag hafði ég séð undrið sem mest er allra undra, séð barn fæðast, fagurt, vel- skapað barn. Allt var þar, ekkert vantaði, en þó svo lítið og ósjálfbjarga. Bylting hafði gerzt í huga mér.“ Og hún ákvað, að þetta væri það sem hún vildi gera — „hjálpa nýjum þjóðfélagsþegn- um er þeir hef ja göngu sina á braut þessa jarðlífs,“ Hún fékk inngöngu i skól- ann, „og námstiminn leið við nám og störf, næturvökur, gleði og sorg. Leiðin lá til annarra landa. Þar kynntist ég nýjum hliðum þessa starfs, nýjum skoðunum, nýjum starfsaðferð- um.“ XTN eitthvað var öðruvísi en það átti að vera. Hún vann á risastóru sjúkrahúsi í Svíþjóð. Það var hreint og bjart, búið nýtízkulegustu tækjum, engin hjálpargögn skorti. En þetta var ópersónulegt, allt svo stórt og umfangsmikið, konur komu og konur fóru, ólu sín börn, hurfu af spítalanum ... starfið var orðið eins og hálfgerð verksmiðjuvinna. „ ... vinna sem ég vaknaði til á morgnana og fór frá að kvöldi, fegin að vera laus.“ Hulda var ekki ánægð. Það læddist að henni nagandi grun- ur, að þetta væri engan veginn það sem hún hafði þráð, undr- ið „sem gerzt hafði í vitund minni einn fagran vormorgun fyrir nokkrum árum. En um- hverfið og fastmótaðar starfs- venjur bundu mig og kæfðu glóðina sem í var skarað.“ HÚN fór til Noregs, langt norður á bóginn, starfaði sem ljósmóðir í afskekktri sveit. Og kvöld eitt um hávet- ur gerðist atburður sem varð örlagaríkur í lífi hennar: „Ég stend við gluggann á svefnherbergi mínu og horfi út. En ég sé ekki neitt, því að það er biksvart myrkur. Ég veit, að úti er þung færð, djúpur snjór og 32 stiga frost. Þó er allt svo kyrrt og milt „Ég veit, að í nótt mun nýr borgari fæðast í þessu húsi. Ég veit líka, að svo langt er til læknis, að þaðan er engrar að- stoðar að vænta. Konan sem ala mun barn sitt, er hin ró- legasta yfir því, finnst það ekki skipta máli. Hví skyldi ég þá hafa áhyggjur? „Ég reyni að láta öryggi hennar hafa áhrif á mig, og með því öryggi leggst ég til hvíldar. Ég hef víst sofið að- eins örlitla stund, þegar hæg- látlega er drepið á dyrnar. Allt gengur síðan eins og í sögu. í svefnherbergi þar sem tvö börn sofa við yl frá kolaofni og Ijós af olíulampa, fæðist heilbrigð- ur, fallegur sveinn. Hann gef- ur frá sér hin fegurstu hljóð og vekur með þeim systkini sin bæði, en að öðru leyti hafði hvorki heyrzt hósti né stuna. „Allt er um garð gengið. Enn á ný sé ég konu halda á barn- inu sinu í faðmi sér. Enn á ný Framh. á bls. 33. endast yfir 100 þús. k m. BRIDGEST OIME mest seldu delili á Islandi Treystið BRIDGESTONE BRIDGESTONE TIRE Vörubíladekkin FALKINN 11

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.