Fálkinn


Fálkinn - 09.08.1965, Page 13

Fálkinn - 09.08.1965, Page 13
EIMM I FliLLIi . . . fjöri, og lætur engan bilbug á sér finna. Svona er að vera ungur I anda og láta lífsgleð- ina hafa yfirráðin í æviskeiðinu. Nú er Pablo Picasso orðinn 83 ára gamall og hefur ný- lega tekið í notkun nýja vinnustofu og vinnur af fullum krafti að málverkum sínum. Við sjáum hann hér á myndinni þar sem hann stendur hjá einu af nýjustu málverkum sínum, sem sumir hafa sagt að væri sjálfsmynd, en það segir sá gamli að sé alger misskilning- ur, ... en þið getið dæmt sjálf. \(i HEFUR . . . hin frábæra skáldsaga Thomasar Mann, Tonio Kröger, verið kvikmynduð í Ber- lín (v). í hlutverki Tonios er franski leikarinn Jean Claude Brialy, en með hlut- verk elskunnar hans, listakonunnar Lisaweta, fer Nadja Tiller hin þýzka. — Frómt frá sagt fékk myndin lélega dóma á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum, því miður. AVA GAROMER BYRJUÐ AD leika á ný, og það af fullum krafti, sýnist oss. Eftir margra ára þögn, sem duldi persónulega harmsögu hennar, hefur hún hafizt upp á stjörnuhimininn á ný. Eftir að hafa hlotið verðlaun og viðurkenningu fyrir leik sinn í kvikmyndinni „Night of the Iguana“, hóf hún að leika í kvikmynd á Ítalíu, en það er hinn frægi leik- stjóri Dino de Laurentiis sem hefur ráðið hana. Þær fréttir berast frá Ítalíu, að Ijósmyndarar og fréttamenn séu ætíð á hælunum á hinni frægu leikkonu, þó kom- in sé hún allnokkuð til ára sinna, en hvaða máli skipta árin ef manneskjan er ... YVES MOMTAMD þykir vera hressilegur í lifnaðarháttum, enda íþróttamaður af lífi og sál. Eins og flestum er kunnugt, hóf hann sinn stjörnu- feril sem dægurlagasöngvari, og fékk síð- an minni hlutverk í kvikmyndum. En Montand þótti hæfileikamikill og þess vegna urðu hlutverkin æ mikilvægari og dægurlagasöngvarinn fyrrverandi varð einn vinsælasti kvikmyndaleikari í Frakk- landi og þó víðar væri leitað. Yves Mon- tand er giftur frönsku leikkonunni Simone Signoret, þó ekki sé það hún sem með honum er á myndinni.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.