Fálkinn


Fálkinn - 09.08.1965, Síða 20

Fálkinn - 09.08.1965, Síða 20
LJÓSPRENTUNARTÆKI Yflfldaðor v.-þýihar vörur hafa Jiá kosti, scm ljósprentunartæki þurfa að hafa: Taka alla Iiti, vönduð, einföld í mcðferð, fljótvirk, fallcg, fyrirfcrðarlítil og ódýr. cru framlcidd í 2 stærðum: Mcð 25 cm valsi, verð kr. 6.935,— og mcð 10 cm valsi, vcrð kr. 9.220,— Auk þcss hjálpartæki til að taka úr Jbókum. Vcrð kr. 2.760.— pappirs- hirzlur sérlega þægilegar og smekklegar. eru ómctanleg hjálpartæki fyrir Inn- og útflutningsfyrirtæki, banka, sparisjóði, lögfræðinga, verkfræðinga, arkitckta, tciknistofur, borgar-, bæja> og sýsluyfirvöld, tryggingafélög, skóla, til nótnaprcntunar c.fl. o.fl. LATIÐ okkur sýna yður TÍBBMfliíá ÍUMO' J PRINT, Ingólfsitrnli 18 — Þósihólt 1152 Simar: I-55-95 ag 1-59-45 UmboðtmoCur á Akureyrí: boriloinn Svanlouguon, Áiveg 24. og drunur vélanna, og jörðin skelfur. Allan sólarhringinn tala þær sínum margvislegu rómum, liigurbarkalegum, skrækum, nöldrunarsömum, ráðríkum, biðj- andi, en háværir skellirnir í Die- selvélum hraðlestanna taka fram í öðru hverju. Þegar verkfall skellur á og brautin er auð, deyr borgin. Ég fann götuna og númerið, sem ég leitaði að, og nam staðar íyrir framan húsið. 1 gamalli rólu í fordyrinu, sat maður. Ég gekk í áttina til hanseftirmjórri sprunginni steinstétt, milli tveggja smábletta af harðnaðri mold með nokkrum grasstráum á strjálingi. Hann horfði á mig nálgast. Maðurinn var hreinleg- ur og velnærður. Hann var í ódýrum, röndóttum baðmullar- fouxum og upplitáðri, blárri skyrtu, opinni í hálsinn og með uppbrettar ermar. Hár hans og skeggbroddarnir á hökunni var nærri hvítt, en það var ekki það, sem gerði hann ellilegan. Það voru augun, föl og tómleg í and- liti, sem var eins og saman- krypplað pappirsblað. Hendur hans héngu niður á milli hjánna. Hann var ekki að hvílast. Ekki heldur að bíða eftir neinu. Hann bara sat. „Ert þú Harold Francis?" spurði ég. Hann horfði á mig eins og gegnum þokubólstur. Ef til vill var hann að reyna að muna. ,Kemur heim,“ sagði hann. „Hver ert þú?“ Kona nokkur kom fram í for- dyri nágrannahússins. Hún rýndi á mig og bílinn og hraðaði sér síðan inn aftur. „Ég heiti Walter Sherris," sagði ég við hann. „Þú þekkir mig ekki, en við eigum margt sam- eiginlegt. Það var líka ráðizt á mig, á undan þér.“ „0-o,“ sagði hann og blim- skakkaði augunum á fótinn á mér. „Er það þess vegna, sem þú ert svona?" Ég sagði, að svo væri. Það stóð gamall tágastóll við dyrnar. Ég dró hann til okkar og settist. Francis lagði báðar hendur á kvið sér. „Þarna lömdu þeir mig. f magann. Ekki vel góður innan um mig síðan. Ég skal segja þér eins og er. Systir mín eldar þetta sull, og ég ét það, en ég er ekki vel góður. Ég er alltaf að segja henni, að ég sé ekki vel góður. Ég segi. henni, að ég þurfi að fá meðal, en þetta andskotans kvenfólk þykist allt vita og er ekki við mælandi." Hann hallaði sér áfram með skyndilegum slægðarsvip, og augun urðu vökul af vakandi von. „En þú, þú ert karlmaður og skilur þetta. Er það ekki?“ „Það er nú líkast til,“ sagði ég og misskildi af ásettu ráði augljósan tilgang hans. „Ég skil 20 það. Ég held, að það hafi verið sami hópurin, sem réðst á okkur báða. Manstu eftir nokkru við þá, herra Francis?" „Þeir spörkuðu í mig,“ sagði hann og lagði höndina aftur á kvið sér. „Ekki vel góður síðan. Ef ég gæti fengið meðal ....“ „Hvað voru þeir margir?" „Hvað margir?" Hann hug- leiddi þetta nokkra stund. Ná- grannakonan kom út aftur. Þetta var mjög stutt og digur kona i mjög hreinum, bleikum baðm- ullarkjól. Hún krosslagði þrekna handleggina og stóð eins og rót- föst við grindverkið og horfði á. „Nokkrir náungar," sagði Francis. Hann hristi höfuðið. „Hvað áttu við með nokkrir? Tveir? Eða hefðu þeir getað ver- ið fleiri?" „Ég var fullur þetta kvöld," sagði hann og hló. „Alveg blind- fullur. Ég gat drukkið hérna áð- ur fyrr, lagsmaður, það segi ég satt." „En hvað voru þeir margir?" ,Nokkrir. Þrír. Fjórir. Ég veit ekki .... “ Hann varð allt í einu var konunnar við grindverkið. „Bölvuð ekkisen gamla kjafta- tífa,“ sagði hann öskureiður, „nú hefur hún hringt í nornina hana systur mína aftur. Ég fæ ekki stundlegan frið ...." Hann sneri sér að mér. Þessa stundina var hann nærri greind- arlegur og það var illt, því við það breyttist svipur hans, sem áður hafði verið brjóstumkenn- anlegur, og varð ótugtarlegur og illkvittinn, veikgeðja; sjálfs- elskuandlit drykkj usjúklingsins. „Heyrðu, lagsmaður," sagði hann fljótmæltur. „Ég man heil- mikið. Ég gæti sagt þér margt, sem þig langar að vita. Ef við færum i bílinn þinn og ækjum eitthvað, þar sem bölvaðar kell- ingarbykkjurnar eru ekki til að trufla, þá gæti ég sagt þér það. Ef við færum, áður en systir mín kemur .... “ Hann stóð upp. Ég leit útund- an mér á konuna við grindverk- ið. Hún gerði sig líklega til að ganga niður þrepin, en þegar ég hristi höfuðið við Francis og sat sem fastast, þá hikaði hún við, með aðra höndina á hand- riðinu. „Hvað geturðu sagt mér?“ spurði ég. „Voru þeir fjórir eða fimm? Var einn stór og annar stuttur? Ég er tímabundinn, Francis. Þú verður að segja mér það núna.“ Hann rýndi yfir öxl mér, niður eftir götunni. Varir hans voru votar og skulfu af ákafa. „Ef,“ sagði hann, „þú gæfir mér smá- vegis til að kaupa meðal fyrir, svo ég gæti qleyft þennan verk, sem ég hef innan um mig . .. . “ Ég sneri mér við og horfði líka. Lágvaxin, gráhærð kona kom upp eftir götunni, á hraðri göngu. Hún var í sterkjuðum, hvítum slopp utan yfir kjólnum, eins og hún ynni ef til vill við afgreiðslu í matvöruverzluninni á horninu. „Ég er hrædur um, að ég geti það ekki," sagði ég við Francis. Augnablik fylltust augu hans hatri, síðan var eins og hann ætlaði að fara að gráta. Hann settist þunglega niður í róluna. Gráhærða konan gekk upp að húsinu. Hún kinkaði kolli til ná- grannakonunnar og kallaði: „Þakka yður fyrir, frú Barnard." Frú Barnard veifaði og kinkaði kolli, en stóð kyrr, þar sem hún var komin, og horfði á. Gráhærða konan var komin að tröppunum. „Þarna kemur hún,“ sagði Francis. „Heilaga systir María. Svo fjandi heilög, að hún gat ekki náð sér í rnann." Hann sagði þetta meinfýsilega og nógu hátt til, að hún heyrði. „Hún er búin að reyna allar kirkjur, sem til eru, en engin þeirra er nógu heilög fyrir hana. Ég veit ekki, hvað hún tekur til nú bragðs. Stofnar kirkju sjálf, býst ég við.“ Ég stóð á fætur og óskaði þess, að ég hefði ekki komið. En syst- ir Francis sinnti engu rausi hans. Hún horfði fast á mig, ein þess- ara járnhörðu, gleðisnauðu kvenna, sem virðast aldrei hafa verið ungar. „Gáfuð þér honum nokkra pen- inga?" spurði hún mig. „Nei,“ svaraði ég. Hún var ekki sannfærð. „Þér kunnið að halda, að þér séuð að gera honum greiða. Hann er slóttugur, þegar um sopann er að ræða. „Ég gerði það ekki,“ sagði ég. „Ég kom einungis til að spyrja bróður yðar nokkurra spurn- inga.“ Ég skýrði mál mitt, en fjandsamleg augu hennar viku aldrei af andliti minu. „Mér þyk- ir leitt, ef ég hef orðið yður til óþæginda, en mér ríður á að komast að eins miklu og hægt er.“ Hún hristi höfuðið. „Hann kveinar heilmikið um þessa bar- smíð, en það var ekki hún, sem eyðilagði hann utan sem innan. Það var áfengið, og hann var f ullur þessa nótt. Hann man ekk- ert.“ Rödd hennar var ákveðin og róleg. En hún gerði Francis óð- an af bræði. „Ég man sko meira en þú heldur," hrópaði hann. „Ég man eftir fótum allt í kringum mig. Ég man eftir gríðarstórum ná- unga sem lyfti mér á fætur og henti mér síðan niður aftur, og annar hló. Hann hló eins og andskotans asni, allan tímann, sem hann var að sparka mig 1 sundur. Reyndu ekki að segja mér hvað ég man.“ „Ég myndi ekki byggja um of á þvi, sem hann segir," sagði systir hans. „Hann er ekki sterk- ur í höfðinu. Eruð þér tilbúnir að fara núna? Ég þarf að kom- ast aftur til vinnu minnar." „Hafið þér engan áhuga á að finna þá, sem misþyrmdu bróð- ur yðar?" Framh. í næsta blaði. FALKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.