Fálkinn


Fálkinn - 09.08.1965, Síða 21

Fálkinn - 09.08.1965, Síða 21
VM KVIKMYXUINA „SVALIRXAB4 Svo er leikflokknum „Grímu“ fyrir að þakka, að ekki er Jean Genet með öllu ókunnur íslenzkum almenningi. Leikrit hans um vinnukonurnar var flutt af talsverðri reisn hér um árið og þótti meðal góðborgar- anna mesta „hryllingsstykki“ þess vetrar. Ég reit lítinn pistil um þá frumsýningu og minnir, að ég hafi sagt eitthvað á þá leið, að óséð væri hvor aðilinn væri meir kaunum sleginn, Jean Genet, sem lagðist á glugga kemur í Bæjarbíó, en sótt verð- ur hún vafalaust. Jean Genet er fæddur árið 1909. Hann komst snemma í ónáð þjóðfélagsins og eyddi mörgum árum innilokaður með utangarðsfólki Um þau æviár reit hann bók, „Journal d un voleur — dagbók þjófs. í fang- elsinu reit hann aftur á móti skáldsögur, „Notre Dame des fleurs“ og „Miracle de la rose“. Auðvitað hefur maðurinn verið hataður, hæddur og sví- virtur fyrir — og ekki hafa leik- rit hans bætt um fyrir honum. En heimsfrægð hefur hann náð. Hatrið er að kenna skrifum Genets um óeðli, glæpi og mannlega niðurlægingu. Heims- frægðin, því sama, að viðbættu því, að hann skrifar um þetta allt af óumdeilanlegri snilld. „The balcony" heitir myndin, sem Joseph Strick ætlar að vera svo vænn að senda okkur fyrir jólin. Myndin var frumsýnd í Lond- on í október—nóvember 1963 (svo að það er tími til kominn, að við fáum að sjá hana). Það er gaman að bera lítið eitt saman, hvað tvö brezk blöð, sem að jafnaði birta kvik- myndagagnrýni, segja um kvikmyndina. „Films and Film- ing“, sem gefið er út af Hanson books, birtir gagnrýni Robins Bean undir fyrirsögninni: Rob- in Bean finnst skáldskapurinn komast nær sannleikanum .... Að því búnu hefur Robert Bean upp sinn fagnaðaróð: Veröldin er full af skækjum, það, sem hún þarfnast er góð- ur bókhaldari (það skal tekið fram, að Bean er þarna að vitna í kvikmyndahandritið.) Bean minnist á Ben Maddow, sem samið hefur kvikmynda- handritið, hlýlega og fyrirgefur honum fúslega, að hann á sjálf- ur (Maddow) um það bil helm- ing alls talandans í myndinni, því að: ... ætlunin hefur verið að bera fram hugmyndir Gen- ets, í útsetningu höfunda kvik- myndarinnar og sem hreina kvikmynd (cinema) í stað hreinnar kvikmyndunar sviðs- verks. Bean dáist að notkun frétta- myndabrota í myndinni. Einnig lætur hann frá sér fara mikil lofsyrði um Shelley Winters, Peter Falk og Ruby Dee, sem öll fara með lykilhlutvek í myndinni. Joseph Strick, leik- stjóra og hans mönnum þakkar hann kvikmynd, sem fer með sannleikann, þannig að hann verður aldrei leiðinlegur, og hrósar Strick fyrir það, að hann hefur ekki hlaðið myr.dina tæknibrellum, sem hafi þó ver- ið fjarska freistandi og auð- velt. Loks klykkir hann út (inni í miðri grein þó) með því að telja myndina þannig gerða, að ómögulegt. sé að greina milli leiks og ekki leiks. Tímaritið „Sight and Sound“ er gefið út af The British film institute í vetrarhefti þess 1963 —1964 skrifar Tom Milne um „The balcony. Hann skrifar þar meðal annars: ... kannski sé það mest uppörvandi við verk Josephs Strick að Hollywood kvikmynd skuli vera svo mikið verk Genets að tímaritið „Film rewiew“ hafi fyllst mögnuðum taugaskjálfta. Milne kveður Ben Maddow hafa þynnt út flókinn vef marg- slunginna tilvísana Genets. Hann ásakar líka höfunda kvik- myndarinnar fyrir að hafa fellt úr eina merkilegustu persónu leikritsins, skækjuna Chantal, vegna þeirrar handvammar kveður hann margt misf arast og misskiljast og ekki þykir hon- um mikið koma til götubardag- anna (hvað sagði Bean?), sem nái aldrei fullu sambandi við aðra hluta myndarinnar. Genet hluti verksins, ef svo má s^gja, er að áliti Milne góð- ur, og Strick kveður hann auk hlut Genets með aðferðum sín- um. Aðalleikararnir fá mikið hrós, jafnvel svo, að Shelley Winters „could hardly be bettered“. Ekki getur Milne stillt sig um í lokin að skjóta því að lesendum sínum, að kannski hafi Strick ekki annað gert en að stilla upp myndavél sinni og láta svo leikendurna sjálfráða. Ættum við ef til vill að síð- ustu að geta efnis myndarinn- ar í fáum orðum? f hús madömu Irmu (hús Framh. á bls. 33. borgaranna, eins og skrímsli eða borgararnir, sem ekki þyrðu að mæta augnaráði hans. Þetta rifjaðist upp fyrir mér, þegar ég frétti þau tíðindi, að Bæjarbíó hefði í hyggju að sýna kvikmynd Josephs Strick, sem gerð er eftir leikriti Genets ,,Svalirnar“. Bágt á ég með að trúa því, að við, hinir „norrnal" andsjá- endur Genets, höfum breytzt einhver ósköp frá því að við fengum að líta vinnukonurnar strjúka hvor aðra. Þar af leiðandi þarf ekki get- um að því að leiða, að kvik- myndin mun vekja deilur, reiði og tannagnístran, þegar hún

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.