Fálkinn


Fálkinn - 09.08.1965, Qupperneq 23

Fálkinn - 09.08.1965, Qupperneq 23
á loforð sitt um að sýna mér hvar gim- steinarnir væru. Hann fór með okkur, en áður en við lögðum af stað veiktist Amerikaninn, svo að Júgóslavarnir urðu að fara með hann til baka niður með ánni. Það varð því úr, að við André fórum með Anchu. Eftir að ég hafði keypt tvo báta og leigt mér ræðara, lögð.um við af stað í erfiða ferð. Skipsferðin upp með fljótinu var erf- ið, þar sem straumurinn var þungur. Við lifðum á villifæðu og jafnvel krókódíla- kjöt var borðað. Þeir innfæddu borða alla hluta krókódílsins. Ekki er auðvelt að losna við ýmsar furðulegar tilfinningar, þegar ferðazt er gegn um frumskóg. Skógar eru hættulegir, — hversu vanur sem hver einstakur er þeim. Og það er skrítið, að sjá ekki himininn fyrir hinu græna þaki, sem hvolfist yfir og byrgir alla sýn. í fyrsta skipti sem ég kom í frum- skóg ásótti sú hugsun mig, að það væru augu á bak við hvert tré. En slíkt eld- ist burtu, og ég hugsa minna út í hætt- urnar nú en ég gerði áður. Að öllum líkindum var það vegna þess að ég er kona, að hinir innfæddu sýndu mér aldrei neina ókurteisi. Villi- menn á öllum aldri voru elskulegir við mig. Þeir brostu alltaf, þegar þeir mættu mér, og ég varð ekki var við villidýraeðli gagnvart mér. Þeir gátu ekki einu sinni reiðst mér. Ég hafði aldrei haft eins mikið að gera sem læknir eins og í þessari ferð. Sólin var rétt sezt á fyrsta degi þegar Anchu kom til mín með mann, með ljótt, opið sár. Anchu lýsti því með mörgum orðum, hvernig maðurinn heíði meitt sig, og loksins þegar hann lauk máli sínu byrjaði ég. Þetta varð mikil aðgerð, og ég varð að sauma sárið. Með- an á aðgerðinni stóð settust flugur á opið sárið, en villimennirnir stóðu yfir mér, og ýmist töluðu eða hlógu. Sjúkl- ingurinn var langt leiddur, og rétt áður en ég byrjaði að sauma stundi hann, að hann gæti ekki meira. Ég varð því að flýta mér með seinni hluta aðgerðar- innar. Aðgerðin heppnaðist, og klukku- tíma síðar var sjúklingurinn á batavegi. Hofundur greinarinnar léttist um 40 puná vegna þess, að hún þoldi illa fæðu villimann- anna.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.