Fálkinn


Fálkinn - 09.08.1965, Síða 24

Fálkinn - 09.08.1965, Síða 24
IIIIN VAR 1 w I En þetta var minnstur sigur fyrir mig, ég fór heim, lagðist niður og grét. Það tók tvo mánuði að komast þang- að sem gimsteinar Auchus áttu að vera. Þetta var hellir, sem gróf sig undir bakkann, og var fullur af vatni. Við gátum siglt þar inn, og þar blöstu stað- reyndirnar við okkur. Þetta voru krist- alssteinar. Trylltur hlátur og regn. — Þeir eru verðlausir, útskýrði ég fyrir Anchu. Anchu starði á mig. Síðan hló hann tryllingslegum hlátri. Ég reyndi að tala um fyrir honum, en það var ekki hægt að komast að fyrir hlátri hans. En í þeirri andrá virtist sem flóð- gáttir himinsins opnuðust, og regnið streymdi niður. Regntíminn var byrjað- ur. Á innan við fimmtán mínútum hrundu vonir leiðangursins til grunna. Það voru engir gimsteinar lengur, og við urðum að snúa til baka á móti rign- ingunni. Við snerum til tjaldbúða okkar. En fáum dögum seinna tilkynnti Anchu okkur, að hann yrði að fara til þorps síns, en áður en hann fór, sagði hann við ræðarana að fara með okkur til þorps síns. Við André eyddum viku í viðbót í það að leita að gimsteinum, en það var heldur vonlaust verk, og það vissum við bæði. Ég var þreytt og veik, og ég hafði orðið fyrir vonbrigðum. En það var ekkert annað að gera en að fara til þorps Anchus. Þar hlyti Anchu að bíða okkar og hjálpa okkur út úr skóg- inum. Þegar við komum svo aftur til þorpsins, sáum við, að villimennirnir voru byrjaðir að endurbyggja þorp sitt tíu mínútna gang inn í skóginn. Anchu skýrði þetta þannig, að þorpið væri þannig öruggara fyrir flóðum. Ég sagði honum aftur á móti, að við vildum komast sem fyrst. — Við verða klára nýju húsin fyrst, sagði hann. — Hve langan tíma tekur það? spurði ég- — Fimm daga, sagði hann. En það leið hálfur mánuður, og ekk- ert gerðist. Tveir villimenn unnu að húsasmíðinni, en stundum fóru þeir að veiða villidýr, stundum fóru þeir á fiskveiðar og stundum gerðu þeir alls ekki neitt. Anchu sjálfur var alltaf að skipta um skoðun, hvernig hús hans ætti að vera. Stundum átti það bara að vera þak, stundum með veggjum . .. — Við getum ekki beðið meðan verið er að byggja veggi á húsið þitt, sagði ég við Anchu. — Við byggja veggina, sagði Auchu. Og hægt voru veggirnir byggðir, — hlaðnir úr leir. Einn morguninn kom Anchu til min og sagði: — Þú verða hafa hús líka. — Við þurfum ekki hús, sagði ég. — Við erum að fara úr frumskóginum. Þú verður að fylgja okkur út úr honum nú. Anchu sagði ekkert. Hann hafði greinilega orðið fyrir vonbrigðum með mig. Hann hafði trúað því, að ég vildi gerast læknir í þorpinu hjá honum. Ég vissi að Anchu dáðist að mér, þótt ekki væru lækningahæfileikar mínir með taldir. Eitt sinn er við sátum á kletti við fljótið spurði hann, hvort ég vildi búa í húsinu hans. Þetta er aðferð villimanns til þess að biðja sér konu. < — No prando, sagði ég. Og hann skildi það, enda minntist hann aldrei á neitt slíkt framar. Við André vorum alveg frjáls í þorp- inu, nema hvað ég var bundin við sjúklingana. Eitt tilfellið var þannig, Framh. á bls. 35. Þeir liafa sinn eiginn svip, villimenn- irnir. En þeir eru góðar sálir.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.