Fálkinn


Fálkinn - 09.08.1965, Síða 28

Fálkinn - 09.08.1965, Síða 28
Opinber ákæra, sem Lyman flytti sjálfur á þingi Sameinuðu þjóðanna? Tillaga um að þeir Feemerov skiptust á heimsókn- um til eldflaugaverksmiðja og veldu hvor sina borg? Komið gat til greina að halda sjónvarpsræðu, sem gervihnatta- kerfið endurvarpaði um allan heim, lýsa yfir að Bandarikin hefðu vitneskju um að eitthvað væri á döfinni í Jakútsk og krefjast þess, að alþjóðlegur eft- irlitsflokkur fengi að fara þang- að tafarlaust. Vera má, hugsaði hann, að þetta sé í raun og veru happ. Hver veit nema ekki einu sinni hrottarnir í Kreml fái staðizt fordæmingu almenningsálitsins í heiminum, ef Freemerov verður nú uppvís að svikum? En hvað um Scott? Gerum ráð fyrir, að hann grípi þessa vit- neskju á lofti og leggi hana fyrir þjóðina áður en mér tekst að yfirbuga hann. Hvernig fer, ef okkur tekst ekki að hafa hendur í hári hans fyrir laugardag? Hvernig á að fara að þvi að stöðva hann? Hann hringdi á Esther. „Hef- ur nokkuð frétzt af Ray?“ „Því miður, fylkisstjóri. Ekki aukatekið orð.“ FIMMTUDAGUR SlÐDEGIS. Utanríkisþjónustan er alveg einstök, hugsaði Henry Whitney meðan hann ók um Madrid á leið út úr borginni, þetta undarlega sambland af geðfelldu og ógeð- felldu við störfin sem manni eru falin. Þarna var hann, aðalræðis- maðurinn, að leggja af stað í sendiferð, sem ekki varð kölluð annað en viðbjóðsleg, og fyrir hana varð að fórna fyrsta kvöld- inu á þrem vikum, sem hann hefði annars getað verið í mak- indum heima hjá sér. Allt sam- an af því að ambassadorinn hafði komizt að þeirri niðurstöðu, að hér væri þörf fyrir háttsettan mann til þess að ganga í aug- un á þeim í Hvíta húsinu, þó að lægst setti starfsmaðurinn í ræðismannsskrifstofunni hefði getað kannað hvernig lík Gir- ards væri á sig komið — og hefði átt að gera það. Þetta var ein- tóm pólitík. Whitney reif sig upp úr þess- um hugleiðingum, þær voru „ó- frjóar", svo notað væri eitt af uppáhaldsorðum utanrikisráðu- neytisins. Þrátt fyrir allt lá leið hans í þessari sendiferð um landslag, sem honum fannst eitt- hvert hið fegursta í heimi, og tilhugsunin um það létti skap hans meðan hann ók í Mercedes- bílnum eftir þjóðveginum í norð- vestur í átt til fjallanna. Þetta var dásamlegur bíll — ein hlunn- indin sem ekkert var verið að íjölyrða um við öldungadeildar- menn á eftirlitsfgerð var lága verðið á bilnum — og hann hafði aldrei augum litið fallegra um- hverfi en á vegarkaflanum upp í Navacerrada skarðið og svo undan brekkunni niður að La Granja, þar sem sumarhöll Habs- borgar stóð umkringd yndisleg- um görðum og gosbrunnum. Hann kæmist áreiðanlega á slysstaðinn í björtu. Hann gat litið á flakið, gengið frá því við lögregluna sem með þurfti og samt haft tíma til að borða kvöldmat í ró og næði. Whitney hægði ferðina, þegar kom að Torrelodones og einbeitti athyglinni að þvi að krækja eftir þröngum götunum milli syfjaðra asna, kærulausra fótgangenda og tilkomumikilla en gagns- lausra umferðarlögregluþjóna. Úti á veginum jók hann aftur ferðina og tók að brjóta heilann á ný. Hvað gekk að ambassa- dornum að gera svona mikið veður út af þessu flugslysi? Ekki hafði hann fyrr frétt af þvi en hann hringdi í skrifstofusímann til Whitney og skipaði aðalræðis- manninum að fara sjálfum og athuga hvort það væri nokkuð, sem hann gæti annazt. Whitney spurði, hvort skipun hefði komið frá Washington. Ambassadorinn svarði neitandi — heldur hrana- lega — og minnti hann á að aldrei sakaði að láta ráðuneytið, svo ekki sé minnzt á Hvíta hús- ið, sjá að sendiráðið sinnti líka þýðingarmiklum smáatriöum af kostgæfni. Klukkutíma síðar klifraði Whitney upp á klettahnúk fyrir ofan La Granja, ásamt Juan Or- tega, foringja Guardia Civil á þessum slóðum. Þegar þeir komu upp á brúnina, blasti flakið við. Enn rauk úr hrúgum af málm- tætlum í farinu sem vélin hafði plægt. Stærsta hrúgan hlaut að hafa verið flugvélarskrokkurinn. Þrir menn í grágrænum ein- kennisbúningum Guardia Civil stóðu í hnapp með byssur í ól yfir öxlina. „Eins og þér getið séð,“ sagði Ortega, „hef ég varð- menn hér til þess að gæta þess að engir aðvífandi raski neinu. Við engu hefur verið hreyft, 12. HLIJTI nema nokkrum smáhlutum, sem lágu á víð og dreif. Þeir eru í kassa á skrifstofunni, og ég skal afhenda yður þá. Líkin eru öll sundurtætt, engin leið að bera kennsl á þau.“ Þeir fóru sömu leið til baka niður hlíðina og óku til bæjarins. 1 skrifstofunni lét Ortega einn manna sinni sækja sherry, síðan lagði hann kassa á borðið. „Þetta er allt og sumt, senor," sagði hann. „Eins og þér sáuð, kom upp mikill eldur." Mikið var það ekki. Whitney ýtti varlega við tveimur sviðnuð- um bókum, eyrnalokki, rifinni tösku, sem ilmaði af koniaki úr brotinni flösku, karlmnnshatti, peningabuddu, tætlum af flug- mannshúfu og beygluðu sígar- ettuveski með silfurlokið klesst aftur. Whitney varð flökurt við að horfa á þessar ömurlegu leifar af fjörutiu og átta manneskjuin. Hann neyddi sjálfan sig til að láta á engu bera og dreypti á víninu. „Kærar þakkir,“ sagði hann, þegar báðir höfðu lokið úr glös- unum. „Nú verð ég að fara. Með yður leyfi ætla ég að taka með mér kassann.“ „Auðvitað," sagði lögreglufor- inginn. Hann reis einnig á fætur. „Ég vona, senor, að við eigum eftir að hittast aftur við geð- felldari aðstæður." Whitney gekk út úr húsinu og kom kassanum fyrir í farangúrs- geymslunni á bílnum, skellti lok- inu og læsti. Ferskt kvöldloftið hressti hann. Nú þarf ég viskí- sjúss og mat, hugsaði hann. Ég get farið yfir þetta dót seinna. FIMMTUD AGSK V ÖLD. Hank Picot var niðri við lend- ingu að gera að fiski, þegar hann heyrði vélbátinn koma fyrir nesið á eynni. Fari það bölvað, hugsaði hann, ekki nema miður maí og ferðalangarnir strax farnir að skjóta upp koll- inum. Hann horfði út undan sér á bátinn, meðan hann nálgaðist. Mennirnir þrír um borð voru alls ekki að fiska, heldur skoðuðu eyna vandlega. Þá mundi hann eftir simtalinu við Jordan Lyman. Æ, þessir blaðamenn! Myndirnar, sem þeir tóku I fyrra, hefðu átt að end- ast öllum vikuritum landsins í mannsaldur. Picot var einmitt að ljúka við að fara innan í siðasta fiskinn, þegar maðurinn I framrúminu benti á hann og sá við stýrið beygði upp að bryggjunni. Picot stóð upp um leið og þeir slökktu á utanborðsvélinni og lögðu að bryggjunni. Þeir líkj- ast ekki borgarbúum, hugsaði hann. Það er að sjá á þeim, að þeir hafi nóga útivist, og ekki vildi ég þurfa að eiga I útistöð- um við þá. „Ert þú umsjónarmaður hér?“ Sá sem talaði og stóð í stafni var svarthærður, sambrýndur og með ör á hökunni. „Ætli það ekki,“ sagði Picot. „Get ég nokkuð fyrir ykkur gert?" „Leyniþjónustan," sagði sá svarthærði. „Þurfum bara að líta yfir staðinn fyrir næstu ferð for- setans." Jæja, er það? hugsaði Picot. Ég hef aldrei séð þá áður, og „Herra forseti,” sagði hann dkveðinn, „þú hefur ham- ingjuna með þér.” „Hamingjuna?” spurði Lyman. „Finnst þér það rétta nafnið þegar allt er að bresta ...” . . . Todd hnyklaði brýnnar hugsi. Hann barði með hnúanum d gulu blokkina og sagði hvasst: „Allir. sem hér eru staddir vita að valdarón hersins er yfirvofandi. Ég býst meira að segja við ....

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.