Fálkinn


Fálkinn - 09.08.1965, Page 29

Fálkinn - 09.08.1965, Page 29
j^egar lífverðir koma, eru það i^lltaf sömu mennirnir. Maðurinn renndi fangalinunni í hring á bryggjubrúninni og gerði sig líklegan til að stíga á land. „Andartak," sagði Picot og færði sig af klöppinni fram á bryggjuna. „Þetta er einkaeign." Sá stóri vóg sig upp á bryggj- una, eins og hann hefði ekki hgyrt það, sem sagt var. ,,Ró- legur vinur, rólegur. Við erum kpmnir frá Washington í undir- búningserindum. Við ætlum að litast um á eynni og reyna f jar- sl^iptin, útvarpssendinn og það ► drasl. Það er alltaf gert, ekki sátt?“ Picot fór að engu óðslega, tók sigarettu upp úr pakkanum í . skyrtuvasa sínum, kveikti í henni og hneppti vasanum aftur. ,Haf- ið þið nokkur skilríki?" spurði hann. Sá svarthærði starði á hann, yppti öxlum og hristi höfuðið. Hann leysti fangalínuna og fór aftur um borð í bátinn. ,,Já, ég hugsa við þurfum ekki að lita á alla hluti," sagði hann, „úr því að þú segir þeir séu í lagi.“ .Fjandkornið að ég hafi sagt það, hugsaði Picot, en hann þagði. Vélin fór aftur I gang og bát- urinn sveigði frá bryggjunni og m,eðfram eynni öfuga leið við þá, sem hann kom. Pieot þræddi fiskana á vír- spotta og bar þá upp skógar- stiginn að skálanum. Þótt hann stjæði hæst á eynni, huldu trén sýn til strandar. En hann gat fylgt ferðum bátsins á vélar- hljóðinu. Það þagnaði um stund þgr sem útvarpsstöngin stóð og símaleiðslan lá á land, en eftir fáar mínútur var vélin aftur sett í gang og nú fjarlægðist hljóðið smátt og smátt. |Lyman varð nærgætur um gestakomuna, hugsaði Picot, en þessir voru ekki líklegir til að vinna fyrir vikublað. Erindi þeirra var eitthvað annað, og hvað sem það var, lagðist það illa í hann. Hann fór inn til * að hringja á Lyman. ; -x- Þegar síminn hringdi í skrif- stofu forsetans á annari hæð, sátu þeir þar Lyman, Christo- pher Todd, Art Corwin og Jiggs Casey með kvöldmatardiska fyr- ir framan sig á löngu sófaborði. Forsetinn hafði varla snert við matnum. Hann var búinn að lyfta símanum áður en fyrsta h^ingingin var hljóðnuð. „Kann- ske er það Ray," sagði hann. Andlit hans varð dauflegt af vonbrigðum, þegar hann heyrði röddina í símann, en hann hlust- aði af athygli. Eftir samtalið end- urtók hann frásögn Picots og lýs- ingu á þremenningunum. „Þetta hefur verið Broderick," sagði Casey. „Lýsingin getur ekki átt við annan." „Sá hefur farið langt að heim- an,“ sagði Corwin. „Það eru að minnsta kosti tvö þúsund mílur frá E1 Paso til Maine, er það ekki?“ Todd togaði í vestisboðangana, eins og málfærslumaður, sem er búinn að koma vitni í bobba. ,Herra forseti," sagði hann ákveð inn, „þú hefur hamingjuna með þér.“ „Hamingjuna?" spurði Lyman. „Finnst þér það rétta nafnið, þegar allt er að bresta?" „Sjáðu til," sagði Todd. Hann tók silfurblýant upp úr vestis- vasa sínum og drap honum á stóru, gulu blokkina, sem virtist orðin eins óaðskiljanlegur hluti af búnaði hans og úrfestin eða ermahnapparnir. „Frá upphafi hef ég verið að velta einu fyrir mér, einu afar þýðingarmiklu atriði: Hvað, hefur Scott marga bandamenn? Ef hann á þá marga, og þetta nær til margra hersveita, stórra og smárra, eru boðar fyrir stafni. En ef fáeinir menn eiga í hlut, jafnvel þótt það séu æðstu foringjar, getum við siglt beint af augum. Úr því að Scott verður að senda Broderick alla leið frá E1 Paso til Maine til að vinna verk, sem hver snápur gæti annast, þá þýð- ir það að Scott er að reyna að sigla með pokadruslu." „Ég sé ekki, að við liöfum mikið gagn af þvl, Chris," sagði Lyman. „Það auðveldar þér að ákveða að ganga á milli bols og höfuðs á þessu tafarlaust, og það má ekki dragast lengi úr þessu." Lyman létti ekkert. „Fyrst verðum við að vita hvað orðið hefur af Ray,“ sagði hann. „Guð minn góður, bandarískur öld- ungadeildarþingmaður getur ekki horfið eins og ekkert sé.“ Hann leit á armbandsúrið. ,Nú er kominn hálfur annar sólar- hringur síðan þeir Jiggs skildu á flugvellinum." Todd var að því kominn að benda á flöskurnar, sem stóðu á bakka úti við vegg, en hann stillti sig. Það mátti ekki angra forsetann meira. En hvað gat það verið annað? Enginn í skrif- stofu Clarks vissi um hann. Bú- ið var að hringja í hótelið í Ma- con, þar sem hann var vanur að gista á ferðum til Georgíu. En það kom fyrir ekki. Hann hlaut að vera einhvers staðar í grennd við E1 Paso. Lyman hafði meira að segja lagt til að hringt yröi til allra hótela og mótela þar urn slóðir, en Todd gat sann- fært hann um, að það væri háskalegt. Todd hnyklaði brýnnar hugsi. Hann barði með hnúanum á gulu blokkina og sagði hvasst: „Allir sem hér eru staddir vita að valda- rán hersins er yfirvofandi. Ég býst meira að segja við að Rut- kowski hershöfðingja og Palmer aðmírál gruni það.“ Todd þagnaði, svo hreytti hann út úr sér orðunum eins og mál- flutningsmaður sem er að skýra mál fyrir starfsliði sínu: „En við höfum engin sönnunargögn sem kviðdómur tæki trúanleg, svo ekki sé minnzt á almenning sem er yfir sig hrifinn af Scott hers- höfðingja nú þegar. Og það sem meira er, ég geri ekki ráð fyrir að okkur takist að klófesta frek- ari sönnunargögn — nema Clark öldungadeildarmaður skili sér fljótlega." „Ég reiði mig á Ray,“ sagði Lyman þrjózkur. „Það er von en ekki vissa, herra forseti," sagði Todd. „Mitt álit er að nú sé tíminn kominn til að taka þetta mál föstum tök- um, að koma Scott á kné og slá þvi föstu að það ert þú sem ræð- ur. Ætti ég í hlut, myndi ég gera þetta í kvöld: í fyrsta lagi skipa Garlock hershöfðingja að hleypa engum inn í Mount Thunder nema með mínu leyfi og setja öflugan vörð dag og nótt við rofann sem stjórnar sjónvarps- og útvarpskerfunum. 1 öðru lagi kallaði ég Scott hershöfðingja hingað og ræki hann úr embætti fyrir að setja ECOMCON á stofn í heimildarleysi. Maldaði hann í móinn myndi ég ógna honum með skattframtali þessarar Seg- nier, og dygði það ekki lokaði ég hann inn í herbergi hér í hús- inu í gæzlu manna Arts. 1 þriðja lagi ræki ég Hardesty, Dieffen- bach og Riley úr embættum fyr- ir samsæri um að ónýta sátt- mála sem öldungadeildin hefur staðfest." Todd ruddi úr sér fyrirætlun- um eins og liðþjálfi. Enginn gerði sig líklegan til að grípa fram í fyrir honum, svo hann þrumaði áfram: „1 fjórða lagi gerði ég Palmer aðmírál að her- ráðsforseta og setti Rutkowski hershöfðingja yfir flugherinn og fæli honum að sjá um að engar herflutningaflugvélar færu til Stöðvar Y. 1 fimmta lagi sneri ég mér til forstjóra RBC og bæði hann að gera mér þann persónu- lega greiða að hindra að fábján- inn hann MacPherson komist að hljóðnemanum á laugardag. 1 síðasta lagi myndi ég kalla til herflokk úr þriðja fótgönguliðs- herfylkinu og setja hann á vörð hér við Hvíta húsið.“ Casey kom á óvart að ráðherr- ann skyldi svo mikið sem hafa hugmynd um veru hersýninga- herfylkisins í Fort Myer, hvað þá heldur kunna að nefna það réttu nafni. Hann hafði kynnt sér málið, ekki bar á öðru. Lyman sneri sér að Casey. „Heldur þú sem hermaður að þetta allt saman sé framkvæm- anlegt?" „Ég held það gæti heppnazt, herra minn, ef nýr maður tæki við forsæti yfirherráðsins þegar Framh i næsta blaði. FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.