Fálkinn


Fálkinn - 09.08.1965, Síða 31

Fálkinn - 09.08.1965, Síða 31
*] Winthei* þi*í3i|ól — margar stærðir og geróir. matast óreglulega. Ef þér eruð klukkustund of seinn, verður hún skelfingu lostin. Hún mun gera sér í hugarlund, að þér hafið orðið fyrir slysi og dáið eða að einhver þokka- dís hafi hremmt yður.“ „Ég get varla ímyndað mér Díönu þannig!“ æpti Alan yfir sig kominn af fögnuði. „Þér munið ekki þurfa á ímyndunarafli yðar að halda,“ sagði gamli maðurinn. „Og, fyrst ég minntist á þokkadísir, sem eru á hverju strái, — ef svo skyldi fara, seinna, að yður skrikaði ofurlítið fótur, þá hafið engar áhyggjur. Hún mun fyrirgefa yður, að lokum. Hún verður auðvitað fyrir hræðilegu áfalli, en hún mun fyrirgefa yður — að lokum.“ „Það mun ekki eiga sér stað,“ sagði Alan af hita. „Auðvitað ekki,“ sagði gamli maðurinn. „En þótt svo kynni að verða, þá þurfið þér engu að kvíða. Hún myndi aldrei skilja við yður. Ekki aldeilis! Og, að sjálfsögðu myndi hún sjálf aldrei gefa yður nokkra minnstu ástæðu til — tortryggni." „Og hve mikið,“ sagði Alan, „kostar þetta dásamlega lyf?“ „Það er ekki eins dýrt,“ sagði gamli maðurinn, „og bletta-hreinsarinn, eða lífhreinsarinn, eins og ég nefni það stundum. Það kostar fimm þúsund dali, ekki eyri minna. Menn verða að vera eldri en þér til að geta látið slíkt eftir sér. Menn verða að safna fyrir því.“ „En ástardrykkurinn?" spurði Alan. „Ó, hann,“ sagði gamli maðurinn, opnaði skúffu í eld- húsborðinu og tók upp örlítið, fremur óhreint glas. „Hann kostar aðeins einn dal.“ >.Ég get ekki þakkað yður nógsamlega,“ sagði Alan og horfði á hann fylla glasið. „Mér þykir vænt um að geta orðið að liði,“ sagði gamli maðurinn. „Þá koma viðskiptavinirnir aftur, seinna á æv- Framh á bls 42. □ RNINN SPÍTALABTÍG B - SÍMI 14661 — PáSTHDLF 671. r\ Ir^íl SKARTGRIPIR UV/U^t^L^ li=ili=i Irúlofunarhringar HVERFISGÖTU 16 SÍMI 2-1355 TRÚLOFUNAR ULRICH FALKNER oullsm LÆKJARGÖTU 2 2. HÆD

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.