Fálkinn


Fálkinn - 09.08.1965, Síða 41

Fálkinn - 09.08.1965, Síða 41
• Ljósntóðir Framh. af bls. 33. fæðingu og meðferð ungbarna, Hulda ræðir afslöppun og gildi hennar og gefur heilræði um brjóstameðferð, og fimmtán mínútur fara í æfingar sem eru nokkuð með öðrum hætti eítir fæðinguna en fyrir. EKKI á hún heldur frí á kvöldin nema endrum og eins. Þá taka við afslöppunar- námskeiðin fyrir verðandi mæð- ur. Þau eru haldin í húsakynn- um Heilsuverndarstöðvarinnar, og eru 10-12 konur saman í hverjum tíma. Þær liggja á þunnum svampdýnum og slappa af eða gera æfingarnar. Stundum sitja þær með kross- lagða fótleggi og hlusta af eft- irtekt á Huldu þegar hún fræðir þær um starfsemi líffæranna og vöxt fóstursins í móðui’lífi. Nú er hún ekki lengur í hvíta ein- kennisbúningnum, heldur ó- formlega klædd í víða flaks- andi skyrtu og síðbuxur. Rödd hennar er svo mjúk og þýð, að maður slappar ósjálfrátt af bara við að hlusta á hana. Hún leggur áherzlu á heilbrigða lifnaðarhætti og segir hinum verðandi mæðrum að fara að öllu með gát, en hlífa sér þó ekki um of. Meðgöngutíminn á ekki að tákna veikindi eða van- heilsu, heldur eðlilegan þátt í lífi konunnar. KLUKKAN að ganga tólf er hún loks komin heim í litlu vistlegu íbúðina sína. Ef hún er ekki of syfjuð hefur hún nóg af áhugamálum og meira en það — bækur að lesa og grammó- fónplötur að hlusta á. Minja- gripir frá mörgum ferðalögum skreyta boi'ð og hiliur, sjnld- gæfir steinar, myndir og fagrir munir, grískir, egypzkir, aust- rænir. Hulda hefur víða farið, en ekkert land er henni þó jafn- kært og fósturjörðin. „Það verð- ur gaman að komast á ellilaun," segir hún brosandi, „þá getur maður gert hitt og þetta.“ Kannski verða fjallgöngur í óbyggðum fslands hennar mesta hugðarefni á efri árum eins og Maríu Maack, kannski fer hún að mála í gríð og erg eins og Grandma Moses . . . þarna eru Iitfagrar myndir eftir hana sjálfa á veggjunum, en hún hef- ur lítinn tíma til að sinna mvnd- listinni. Hjá stereófóninum er safn af plötum með klassískri tónlist sem hún hefur mætur á, í bókahillunum eru ævisögur merkra manna og kvenna, ferðabækur og rit um sögu krist- indómsins. Trúin er Huldu upp- spretta lífsins; hún er aðvent- isti, festir sig ekki við neinar kreddur, en hugsar meira um að sýna trú sína í verki og fylgja þannig boðorðum meist- arans frá Nazaret. Á skrifborð- inu hennar stendur spjald sem letrað er á með skrautstöfum það sem gætu verið einkunnar- orð Huldu í lífinu: Christ is the Head of this house, theUnseen Guest at every meal, the Silent Listener to every conversation. • Hún sér Framh. af bls. 39. brátt náði hinn lágvaxni, feit- lagni og sköllótti Nikita Krú- sjeff æðstu völdum innan kommúnistaflokksins. Árið 1957 skutu sovézkir visinda- menn á loft fyrsta geimhnett- inum gerðum af mannahönd- um. í marz árið eftir tók Krú- sjeff við af Búlganin sem for- sætisráðherra Sovétríkjanna. Árið 1953 eftir þessa sjón- vörpuðu spásögn Jeane Dixon um „silfurlita hnöttinn sem færi hringinn í kringum jörð- ina“ tók Andrew Haley, aðal- ráðunautur alþjóðasambands geimfara og þekktur sérfræð- ingur í geimvísindum, að spyrj- ast fyrir meðal evrópskra starfsbræðra sinna um hugsan- legar tilraunir Rússa með geim- skot. Enginn þeirra vissi til, að neitt slíkt ætti sér stað. Tveim árum síðar tilkynntu sovézkir fulltrúar á þingi alþjóðasam- bandsins, að vísindamenn í Rússlandi ynnu að tilraunum með geimskot. Haley sneri sér þá til Jeane og spurði hvaðan hún hefði fengið þessa vitn- eskju. Hún sagðist ekki hafa „vitað“ neitt um sovézkar geim- skotatilraunir. Hún hefði að- eins ,,séð“ Rússa skjóta fyrsta gervihnetti jarðarinnar á loft. Þegar Spútnik I var skotið á loft árið 1957 var Haley einn af þeim fyrstu sem hringdu til Jeane og óskuðu henni til ham- ingju með spádóminn fjórum árum áður. Nafn nýja leiðtogans byrjar ó S. Hin skyndilegu stjórnar- skipti í Kreml í október 1964 sem komu flatt upp á stjórn- i málamenn um allan heim, hafði Jeane einnig séð fyrir. í ára- mótadálki Ruth Montgomery 1964 var haft eftir henni: „Ég sé fram á mikla hættu í sam- bandi við innan- og utanríkis- mál Bandaríkjanna á árunum 1964-1967. Þessi hætta mun aukast við valdatöku nýs leið- toga í Sovétríkjunum sem mun taka við af Krúsjeff innan átján mánaða frá þessum degi. Nafn hins nýja leiðtoga bvrjar á S. Hann er menntamaður, fræðimannsleg týpa, og verður miklu örðugri að fást við en Krúsjeff.“ Tíu mánuðum síðar tóku þeir Leonid Brezhnev og Aleksei Kosygin við af Krúsjeff. En sovétfræðingar byrjuðu strax að velta fyrir sér hvort þeir myndu ekki vera settir þar til bráðabirgða unz nýr voldugur leiðtogi kæmi fram á sjónar- sviðið. Það vakti mikla athj'gli, að Mikhail Suslov, sem lýst hefur verið sem „einum af hin- um fáu menntamönnum innan æðstu klíku Sovétríkjanna", flutti aðalræðuna á þingi mið- stjórnarinnar við stjórnarskipt- in. Mánuði síðar kom annar mað- ur, Aleksandr Shelepin, fram í sviðsljósið í Kreml. Hann hafði þegar náð óvenjulegum völdum, en nú var hann óvænt kosinn í æðsta ráð flokksins og var þannig orðinn meðlimur einnar af valdamestu stjórnardeildum Sovétríkjanna. Framtíðin ein getur leitt í ljós hvort spádómur Jeane um hinn nýja leiðtoga með nafn sem byrjar á S, reynist réttur. Samt er hún ekki óskeikul Það hefur þó komið fyrir, að forspár Jeane Dixon rættust ekki. Til dæmis spáði hún styrjöld við Kína í október 1958, og hún hélt, að verkalýðs- leiðtoginn Walther Reuther myndi bjóða sig fram sem for- setaefni 1964, og hún sagði, að brezki íhaldsflokkurinn undir forystu Sir Alecs Douglas-Home myndi vinna þingkosningarnar 1964. Mörgum finnst léttir að vita, að henni geti skjátlazt, þótt það komi sjaldan fyrir. Þeir sem hugsa með hryllingi til sumra þeirra ógna sem hún sér í framtíðinni, geta huggað sig við, að hún er þrátt fyrir allt ekki óskeikul. FramtíSarhoríurnar til órsins 1999 Og að lokum skal hér sagt frá nokkrum spádómum Jeane Dixon um framtíðina: • Tvö alvai'legustu vanda- ► endurnyjum SÆNGUR OG KODDA FLJOT afgreiðsla HÖFUM EINNIG EINKASÖLU A REST-BEST KODDUM Póstsendum um land allt. DÚN- 0C FIÐUR- HREINSUNIN VATNSSTIG 3 (örfá skref frá Laugavegi) Sími 18740. Einangrunargler Framleitt einungis úr úrvals gleri. — 5 ára ábyrgð. Pantið tímanlega. KORKIDJAIM H.F Skúlagötu 57 — Símar 23200 FALKINN 41

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.