Fálkinn


Fálkinn - 09.08.1965, Page 43

Fálkinn - 09.08.1965, Page 43
armobil ísland hefur löngum þótt stórt land og erfitt yfirferö- ar. Fyrr á öldum var guðsköpun landsins mikið vanda- mál fyrir íbúa þess, en þó lausnin ekki nema ein, — hestarnir. En þegar vélaöldin hélt hér innreið sína, fóru möguleikarnir að aukast og samfara bættum veg- um fleygði atvinnulífinu fram. Og með breyttri og bættri vélatækni hefur bílakosturinn verið mikið þarfa- þing, ekki sízt fyrir íslenzkan landbúnað. En þrátt fyrir miklar framfarir eru vegir á íslandi enn ákaflega slæmir og þá sérstaklega úti á iandi, enda hafa bændur aldrei gert sérlega mikið að því að kaupa lúxusbifreiðir, þeir hafa haldið sig við hag- kvæmari farartæki fyrir íslenzkt hálendi. Jeppabifreiðir eru einhver heppilegustu tækin, sem hér eru í notkun fyrir landsbyggðina, enda eru þær mikið notaðar, en þó hefur aldrei verið mikið úrval af þeim hérlendis. En þó er úrvalið sífellt að aukast þótt hægt gangi, og þegar allt kemur til alls, þá fer ástandið að verða viðunandi. Jón Loftsson h.f. hefur nýlega fengið umboð fyrir landbúnaðar og flutningatæki sem kallað er Farmobil, framleitt af Chrysler verksmiðjunum. Bifreið þessi er talin mjög hentug fyrir íslenzka staðhætti. Hún hefur verið þrautreynd við alla vega erfiðar aðstæður og hefur reynzt mjög vel. Blaðamönnum var fyrir nokkru boðið út í Örfirisey til að reyna bílinn við erf- iðar aðstæður, og var nær ótrúlegt að sjá, hversu vel hann reyndist á ósléttu landi. Það er ekki að efa, að þetta farartæki hentar mjög landbúnaði, og jafnvel sem sendiferðabifreið fyrir minni háttar flutninga í kaupstöðum landsins. Þegar Jón Loftsson h.f. hafði flutt inn 10 bifreiðir af þessari gerð til reynslu kom upp vandamál, sem breytti miklu um gildi bifreiðarinnar. Tollanefnd fyrir- skipaði að flokka bifreiðina sem vörubifreið undir þremur tonnum, vegna þess eins, að hún hefur drif á afturhjólum, þó að búið sé að sýna fram á, að í þessu tilfelli gerir afturdrifið nákvæmlega sama gagn og framdrif. Þetta munar því, að bifreiðin á að kosta kr. 170.000.00, en hefði annars kostað kr. 100.000.00. Þetta munar miklu, og hefur auðvitað mikið að segja um útbreiðslu tækisins, og væri það slæmt, vegna þess, hversu heppileg bifreiðin er. En þó, eins og segir í kynningarplaggi fyrir bifreiðina, er vonandi að tolla- nefnd endurskoði afstöðu sína. Vélin í Farmobil er tveggja strokka og benzíneyðslan sáralítil eða 7 lítrar á hverja 100 kílómetra, og við- haldskostnaður er yfirleitt lítill. Eins og fyrr segir er drifið á afturhjólunum og fjaðrir mjög góðar. Verksmiðjur Farmobil eru í Grikklandi, en þar eru Chrysler verksmiðjurnar bandarísku, sem framleiða hann. Fari svo, að tollanefnd gefi samþykki sitt -og setji bifreiðina í ,,jeppaflokk“ með Landrover, Willys o. s. frv., mun hún eflaust ná mikilli útbreiðslu. Og jafn- vel þótt svo færi, að hún verði seld sem vörubifreið, þá er alls ekki ólíklega, að hún verði keypt, því það er víst, að hún er heppileg fyrir vegi okkar og staðhætti.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.